Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.01.2020, Síða 39

Skinfaxi - 01.01.2020, Síða 39
 S K I N FA X I 39 Starri Heiðmarsson hlaupsstjóri var spurður hvernig hlaupið hefði þróast undanfarin ár. „Þátttaka í hlaupinu var lengstum hófleg, 20–35 keppendur. Mikill áramunur gat þó verið og líklega spilaði veðrið þar rullu. Síðustu ár hefur verið rólegur stígandi í þátttöku en alger sprenging varð í fyrra, 96 þátttakendur, og tókst flestum að ná markmiði sem landvættir.“ Starri var spurður hvað væri sérstakt við Þorvaldsdalsskokkið umfram önnur víðavangshlaup. „Það er fyrst og fremst fáir stígar eða leiðir sem hægt er að fylgja stóran hluta hlaupsins. Upp brekkuna úr Hörgárdal reyna hlauparar oft að fylgja kindagötum sem oftar en ekki leiða þá á villigötur. Þegar upp í Kytru, hápunkt hlaupsins, er komið eru oft engar kinda- götur til að fylgja og það sama á við á fleiri stöðum. Seinni hluti hlaupsins er eftir ákveðnum stígum og að lokum jeppa- slóða. Einnig er sérstakt að líta má á Þor- valdsdal sem „endalausan“,“ segir Starri. Hlaupið nýhafið 2019 og allur „stígandinn“ fram undan hjá hlaupurunum. Bjarni E. Guðleifsson, stofnandi hlaupsins, tók á móti hlaupurunum þegar þeir komu í mark í 25. Þorvaldsdalsskokkinu árið 2018. Hér er hann ásamt eiginkonu sinni, Pálínu Jóhannesdóttur, og Sigríði, dóttur þeirra, sem tók þátt í hlaupinu. Víða er er bratt niður að Ytri-Tunguá og vissara að huga að því hvar stigið er niður, oft eru þó fjárgötur hlaupurum til hægðarauka, mynd tekin 2010.

x

Skinfaxi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.