Úrval - 01.02.1959, Side 38
ÚRVAL
FÚLAGAR 1 BARÁTTU VIÐ DAUÐANN
Það var rétt, það veit guð,
það var ekki um að villast!
Maðurinn hreyfði tærnar ofur-
lítið. Jafnvel líka vinstri fót og
fótlegg. Sjúklingnum var sjálf-
um alls ekki ljóst hvað gerzt
hafði; hann hafði framkvæmt
hreyfingarnar alveg ósjálfrátt.
Þegar við sögðum honum hvað
gerzt hefði, vildi hann í fyrstu
ekki trúa okkur. Við komum
með spegil svo að hann gæti
sannfærzt af eigin sjón, því að
höfuðið á honum var rígskorð-
að þannig að hann gat ekki séð
fæturna á sér. Nú reyndi hann
vitandi vits að hreyfa tærnar
og síðan fæturna, og það tókst.
Hann grét af gleði — það hafði
mikil áhrif á okkur öll.
Niðurlagið á sögu hins unga
kennara er fljótrakið. Batanum
miðaði hægt áfram dag frá
degi, og eftir fjórar vikur gerði
ég á honum aðra aðgerð. I
þetta skipti skar ég hægra meg-
in á hálsinum. Þessi aðgerð var
tæknilega séð miklum vanda-
samari en sú fyrri, og hún tók
líka miklu lengri tíma. Ég var
að í þrjá tíma. Okkur tókst
ekki að ná öllu brúna æxlinu,
en það skipti ekki svo miklu
máli þegar um var að ræða
góðkynjað æxli af þessu tagi.
Pyrir seinni aðgerðina lét ég
búa til handa sjúklingnum, sér-
staka höfuðgrind, sem hvíldi á
báðum öxlum.
Allt gekk snurðulaust. Sárin
greru eðlilega. Það mátti
greinilega sjá að sjúklingnum
fór dagbatnandi. Tveim vikum
eftir aðgerðina var hann flutt-
ur í annað sjúkrahús til frekari
hjúkrunar.
Tæpu ári síðar kom hinn ungi
kennari gangandi til sjúkra-
hússins til að sýna sig. Við
gláptum málstola á hann. Löm-
unin var algerlega horfin, nema
örlítið í hægri handlegg og
hægri hönd, og var bersýnilegt
að það mundi ekki lagast úr
þessu. Hann var nú fær um að
taka upp aftur fyrra starf sitt
— þó að sjálfsögðu innan vissra
takmarka. Hann gekk ennþá
með höfuðgrindina. Á röntgen-
myndum sást að vísu að liða-
bogarnir voru mjög illa farnir,
en þó hafði nú að því er virt-
ist myndast beinvefur, sem ef
til vill yrði að lokum nógu
sterkur til þess að bera höf-
uðið.
Bjartsýni og lífsgleði hins
unga kennara var beinlínis
smitandi. ,,Nú get ég byrjað að
kenna aftur, prófessor — og
þér getið sjálfsagt ímyndað yð-
ur hvaða þýðingu það het'ur
fyrir mig.“
Svo missti ég sjónar af hon-
um í umróti stríðsins. Mörgum
árum síðar kom þakkarbréf
frá honum. Þar sagði hann að
sér liði vel og nýjar lamanir
hefðu ekki gert vart við sig.
i\ -fc
36