Úrval - 01.02.1959, Page 10

Úrval - 01.02.1959, Page 10
tTRVAL, HUGLEIÐINGAR UM EÐLI STJÓRNMALASKOÐANA þá hægt að taka til bragðs? I stjórnmálum er tími til að þegja, alveg eins og tími er til að tala. Á sama hátt og þær stundir koma þegar menn þarfn- ast þess að boðaðar séu í heyr- anda hljóði sameiginlegar skoð- anir, eru aðrar stundir þegar þögnin er sá eini jarðvegur sem nýjar sameiginlegar hugsanir og síðar nýjar sameiginlegar athafnir geta fest rætur í. Vér lifum á slíkri stund nú. Vér verðum að fórna að minnsta kosti hluta af stjórnmálaskoð- unum vorum til þess að forða mannkyninu frá tortímingu; en þessar skoðanir eru svo ríg- bundnar og yfirgripsmiklar, að vér getum ekki slegið af þeim eða leitað nýrra með rökræðum. En öll pólitísk reynsla sýnir oss, að þegar svona er ástatt er aðeins ein leið fær. Vér verð- um að varast að skoða sér- hvert þjóðfélagsvandamál í ljósi hinna tveggja rígskoðuðu stjórnmálaskoðana, hversu mjög sem vér kunnum að taka aðra fram yfir hina. Og meira en það: vér verðum að neita með öllu að ræða kosti þeirra og galla eða taka þátt í rökræðum um þær. 1 stað þess eigum vér að beina allri athýgli vorri að þeim hagnýtu atriðum sem fólgin eru í sér- hverju samkomulagi; og sér- hverja tilraun til að brjóta upp á hugmyndafræðilegum um- ræðum ætti að kveða niður. Þannig hefur t. d. kaþólskum mönnum og mótmælendum tek- izt að lifa í friði hverjir við aðra. Þeir komust aldrei að neinu samkomulagi um trúar- kenningar, og ekki heldur að neinni niðurstöðu um það í hverju ágreiningurinn væri fólg- inn, en hugsanir og athafnir voru aðskilin með kyrrlátri van- trú og nýr grundvöllur skapað- ist fyrir sameiginlegar aðgerð- ir flokka, sem virtust ósættan- legir. Ef vér, sem hugsum um þessi mál, getum tileinkað oss þess- konar umburðarlynda vantrú gagnvart ríkjandi stjórnmála- kenningum, mun það örva stjórnmálamenn vora til hins sama. Þeir myndu þá varast. stóryrðin, sem þeim er svo tamt að grípa til, og þegar þeir setjast að samningaborðinu munu þeir beita áhrifum sínum til þess að aðrir varist þau líka. 'Ég er sannfærður um að heil- brigð skynsemi er nú víða um heim að rísa gegn þessum lífshættulega einstrengings- hætti; og ef vér hefðum þótt ekki væri nema helming þess hugrekkis sem Bertrand Russ- ell hefur, og notuðum það ekki til að viðhalda eða stæla um kenningar, heldur til þess að þoka þeim til hliðar og kref jast þess að fulltrúar vorir geri hið sama í hugsunum sínum, ræðum og samningum, trúi ég því, að vér munum í raun og veru fá einhverju áorkað fyrir sjálfa oss, börn vor og mannkynið allt. 8
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.