Úrval - 01.02.1959, Side 66
ÚRVAL
mátti hann ekki reyna mikið á sig,
því að enda þótt hann væri ekki
nema fjörutíu og niu ára gamall, var
hann orðinn eitthvað veill fyrir
hjarta, og þó að hann teldi þessa
veilu fremur óþægilega en alvarlega,
hristi Bard læknir höfuðið. En hann
hafði ánægju af garðinum sínum og
litla gróðurhúsinu, og hann hafði
ákaflega gaman að fara niður að
sjónum, einkum til Sleedon, sem var
eina fiskiþorpið á norðausturströnd-
inni, sem var nokkurn veginn ó-
snortið af áhrifum nútímans. Þar
lifði hluti af gamla Englandi enn
góðu lífi.
Þetta var ástríða Henrys og trú:
gamla England, sem hlaut að rísa
upp á ný einn góðan veðurdag.
Hann unni landi sinu, mold þess,
jafnvel salti sjávarins, sem gnúði
strendur þess. Honum var vel ljós
upplausnin, sem hafði einkennt allt
þjóðlífið eftir stríðið, en var í aug-
um hans aðeins timabundið fyrir-
brigði, afleiðing hinna hrikalegu á-
taka. England hlaut að rísa upp
aftur.
Nú blasti Sleedon við honum.
Brimið braut á hafnargarðinum,
þegar hann ók framhjá fiskibátunum,
sem lágu við festar og framhjá net-
unum, sem breidd höfðu verið til
þerris. Húsið, sem Davíð bjó i, stóð
uppi í brekkunni.
Cora beið við hliðið. Hún var ber-
höfðuð, svart hárið ýfðist í vindin-
um og dökkrauður kjóllinn féll þétt
að spengilegum likama hennar. Hún
virtist geisla frá sér þeirri hlýju
og blíðu, sem hafði haft svo góð
áhrif á heilsu sonar hans. Hún tók
NORÐURLJÖSIÐ
hönd hans i báðar sínar, og hann
vissi, að hún var fegin komu hans.
„Hvernig' líður honum?" spurði
hann.
„Honum hefur liðið vel þessa viku.
Hann er uppi á lofti núna að skrifa."
Um leið og þau gengu inn, leit hún
upp í loftgluggann, en þaðan bár-
ust lágir tónar úr verki eftir Bartok.
„Ég skal ná í hann.“
En Henry var illa við að trufla
Davið. Bók hans um fornarabiskan
skáldskap var erfitt viðfangsefni.
Siðasta misserið hafði hann lært
þrjár arabiskar mállýzkur hjálpar-
laust, og nú var hann að þýða Kital
ál Aghani, Söngvabókin. — Það var
skynsamlegra að raska ekki ró hans.
Cora sá, að hann hikaði. Hún brosti.
„Maturinn verður hvort sem er
tilbúinn eftir hálftíma."
Þau gengu bak við húsið og hún
sýndi honum nýjan, snyrtilegan mat-
jurtagarð, sem skýlt var fyrir næð-
ingunum með grjótgarði.
„Hver stakk þennan garð upp?"
„Ég, auðvitað." Hún hló ánægju-
lega.
„Er þetta ekki of mikið erfiði fyrir
þig, auk húsverkanna og umstangs-
ins út af Davíð?"
„Sei, sei, nei. Ég er sterk. Og mér
þykir gaman að garðinum." Hún
leit feimnislega til hans. „Ég hef
aldrei fengið tækifæri til að gera
svona áður."
Grammófónplatan uppi á loftinu
þagnaði og andartaki siðar kom
Davíð niður. Henry sá strax að það
lá vel á honum. Hann var myndar-
legur piltur, hár vexti, en of magur,
60