Úrval - 01.02.1959, Blaðsíða 35
FÉLAGAR . I BARÁTTU VIÐ DAUÐANN
ÚRVAL
Pilturinn gat ekki horft á
mig því að hann gat ekki snú-
ið höfðinu, en þegar faðirinn
var þagnaður, sagði hann ró-
legri, skýrri röddu: „Ég bið yð-
ur um að skera mig, prófessor.“
Meira sagði hann ekki.
Ég fekk herping í hálsinn
og mér fannst eins og ég ætlaði
að kafna. Þessi æðrulausa ein-
beitni fékk svo á mig, að ég
gat aðeins sagt: „Gott — þá
segjum við það — ég tek yður
fyrstan í fyrramálið, klukkan
sjö.“
Þetta hafði gerzt eftir há-
degið. Und'ir kvöld hafði það
spurzt um allan spítalann að
ég ætlaði að skera lamaða kenn-
arann morguninn eftir, og það
mátti heita að uppreisn brytist
út. Hvar sem ég kom stóðu
læknar og hjúkrunarkonur í
smáhópum og ræddu saman.
Þegar ég gekk framhjá sló
þögn á hópinn, en ég fann
rannsakandi augnaráð allra
fylgja mér. I skiptistofunni
heyrði ég lækni segja við hjúkr-
unarkonu: „Það er hreint brjál-
æði að ráðast í svona aðgerð!“
Skömmu áður en ég fór af
spítalanum hafði ég lent í
harðri orðasennu við yfirlækni
minn, sem mótmælti enn einu
sinni þessu tiltæki mínu af
einlægri sannfæringu. Þannig
litu málin út í einveru þess-
arar nætur. Ég stóð aleinn —
með sjúklinginn einan við hlið
mér — eina félaga minn í bar-
áttunni við dauðann. En hann
var leikmaður — hann gat ekki
dæmt af þekkingu um ákvörð-
un mína. Samt var traust hans
mér ómetanlegur stuðningur.
Enn á ný vaknaði spurningin
um þær hvatir sem ráðið höfðu
ákvörðun minni. En hversu
samvizkusamlega sem ég skoð-
aði hug minn, gat ég ekki fund-
ið aðrar hvatir en ósk mína
um að hjálpa hinum unga
manni, að neyta einu tiltæku
ráðanna til að losa hann úr því
óbærilega ástandi sem hann
var í. Að vísu rann það upp
fyrir mér í fyrsta sinn þessa
nótt, að sú tilfinning, að ,,við
stöndum ekki ein, en höfum guð
að bakhjarli," felur í sér nokkra
huggun, en einnig talsverða
beiskju. Maður stendur samt
einn, yfirgefinn af öllum, þegar
maður stendur andspænis allra
erfiðustu ákvörðunum.
Fyrir birtu næsta morgun
gekk ég rólegur og einbeittur
yfir á spítalann og bjó mig
undir aðgerðina. Yfirlæknirinn
kom enn einu sinni til mín og
sagði næstum biðjandi:
„Þér megið ekki skera mann-
inn — hann deyr í höndunum
á yður!“
Én ég var óbifanlegur. Sjúkl-
ingnum var ekið inn í fram-
stofuna og lagður varlega á
skurðarborðið. Það var byrjað
á að gefa honum svæfingarlyf
og fylgdist ég nákvæmlega með
því. Staðdeyfingu annaðist ég
sjálfur, eins og ég var vanur.
33