Úrval - 01.02.1959, Síða 35

Úrval - 01.02.1959, Síða 35
FÉLAGAR . I BARÁTTU VIÐ DAUÐANN ÚRVAL Pilturinn gat ekki horft á mig því að hann gat ekki snú- ið höfðinu, en þegar faðirinn var þagnaður, sagði hann ró- legri, skýrri röddu: „Ég bið yð- ur um að skera mig, prófessor.“ Meira sagði hann ekki. Ég fekk herping í hálsinn og mér fannst eins og ég ætlaði að kafna. Þessi æðrulausa ein- beitni fékk svo á mig, að ég gat aðeins sagt: „Gott — þá segjum við það — ég tek yður fyrstan í fyrramálið, klukkan sjö.“ Þetta hafði gerzt eftir há- degið. Und'ir kvöld hafði það spurzt um allan spítalann að ég ætlaði að skera lamaða kenn- arann morguninn eftir, og það mátti heita að uppreisn brytist út. Hvar sem ég kom stóðu læknar og hjúkrunarkonur í smáhópum og ræddu saman. Þegar ég gekk framhjá sló þögn á hópinn, en ég fann rannsakandi augnaráð allra fylgja mér. I skiptistofunni heyrði ég lækni segja við hjúkr- unarkonu: „Það er hreint brjál- æði að ráðast í svona aðgerð!“ Skömmu áður en ég fór af spítalanum hafði ég lent í harðri orðasennu við yfirlækni minn, sem mótmælti enn einu sinni þessu tiltæki mínu af einlægri sannfæringu. Þannig litu málin út í einveru þess- arar nætur. Ég stóð aleinn — með sjúklinginn einan við hlið mér — eina félaga minn í bar- áttunni við dauðann. En hann var leikmaður — hann gat ekki dæmt af þekkingu um ákvörð- un mína. Samt var traust hans mér ómetanlegur stuðningur. Enn á ný vaknaði spurningin um þær hvatir sem ráðið höfðu ákvörðun minni. En hversu samvizkusamlega sem ég skoð- aði hug minn, gat ég ekki fund- ið aðrar hvatir en ósk mína um að hjálpa hinum unga manni, að neyta einu tiltæku ráðanna til að losa hann úr því óbærilega ástandi sem hann var í. Að vísu rann það upp fyrir mér í fyrsta sinn þessa nótt, að sú tilfinning, að ,,við stöndum ekki ein, en höfum guð að bakhjarli," felur í sér nokkra huggun, en einnig talsverða beiskju. Maður stendur samt einn, yfirgefinn af öllum, þegar maður stendur andspænis allra erfiðustu ákvörðunum. Fyrir birtu næsta morgun gekk ég rólegur og einbeittur yfir á spítalann og bjó mig undir aðgerðina. Yfirlæknirinn kom enn einu sinni til mín og sagði næstum biðjandi: „Þér megið ekki skera mann- inn — hann deyr í höndunum á yður!“ Én ég var óbifanlegur. Sjúkl- ingnum var ekið inn í fram- stofuna og lagður varlega á skurðarborðið. Það var byrjað á að gefa honum svæfingarlyf og fylgdist ég nákvæmlega með því. Staðdeyfingu annaðist ég sjálfur, eins og ég var vanur. 33
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Úrval

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.