Úrval - 01.02.1959, Qupperneq 73

Úrval - 01.02.1959, Qupperneq 73
NORÐURLJÓSIÐ ÚRVAL 3. KAFLI. Flugvélin lenti á flugvellinum á áætlunartíma. Klukkuna vantaði stundarfjórðung i tólf samkvæmt úri Smiths. „Takið báðar töskurnar," sagði hann við burðarmanninn. „Það bíður bíll eftir okkur. Ég heiti Har- old Smith." Hann var ánægður yfir því að vera kominn til Tynecastle. Snotur, svartur Daimler með einkennisklædd- um ökumanni staðnæmdist hjá hon- um. Hann rétti burðarmanninum þóknun fyrir ómakið, skrifaði upp- hæðina í vasabók sína og steig inn í bílinn ásamt Leonard Nye. „Það er langt síðan ég hef kom- ið hingað," sagði hann um leið og þeir óku af stað. „Fimmtán ár.“ Nye var að kveikja sér í síga- rettu. „Það hefði átt að taka á móti þér með lúðrasveit," sagði hann. Smith ygldi sig. Enda þótt Nye gæti verið viðkunnanlegasti náungi, var hann meinlegur i orðum, og Smith var alls ekki ánægður með hann sem félaga í þessu fyrirtæki. En hann ásetti sér að móðgast ekki. Hann var hár maður og holdugur, og hafði mikið sjálfsálit. Og hann hafði sannarlega ástæðu til að vera ánægður með tilveruna þennan dag. Þegar' þeir óku eftir Harcourtstræti, voru þeir aðeins spölkorn frá fá- tæklegu íbúðinni, þar sem móðir hans, sem hafði orðið ekkja þegar hann var sjö ára gamall, stritaði og fórnaði öllu, til þess að hann gæti lært og orðið löggiltur bókhaldari. Og nú var hann kominn hingað aft- ur og hérna beið hans mesta tæki- færið í lífinu. Hann vék sér að bilstjóranum og sagði: „Hvað heitið þér, maður minn ?“ „Purvis, herra." „Nei, nei. Skírnarnafnið." Það var venja hans að vera kumpánlegur við þá, sem unnu fyrir hann. „Fred, herra." „Jæja, Fred, ég ætla að biðja þig að aka ekki beina leið til Hedleston. Beygðu út af hjá Bankwell og farðu framhjá Utley". Þetta voru æskuslóðir Smiths. Hann hafði aldrei verið hrifinn af London, enda þótt honum hefði vegnað þar vel eftir að hann kom heim frá Ástralíu árið 1949. Ef mað- ur átti skrauthýsi í Cursonstræti eins og Somerville, og auk þess sveitasetur, þá var ekki sem verst að búa i London. En úthverfi eins og Muswell Hill, þar sem hann bjó, var ekki eins skemmtilegt, ekki sízt eftir að Minnie fór frá honum. En hann ætlaði ekki að hugsa meira um það, því að með guðs hjálp var nú allt útiit fyrir að bráðlega rættist úr fyrir honum. „Vaknaðu, Leonard. Við erum komnir á móts við Utley." Þeir óku um lyngivaxið heiðar- land, þar sem enginn mannvirki var að sjá nema lága grjótgarða. „Jæja, hérna er staðurinn," sagði Smith. „Ljómandi fallegt landslag — synd að eyðileggja það með reykháfum og byggingum." „Það er svo fjandi kalt hérna. Segðu Fred að slá í.“ „Klukkan er ekki nema kortér yfir eitt. Page býst ekki við okkur fyrr en síðdegis. Við komum okkur fyrir 67
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116

x

Úrval

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.