Úrval - 01.02.1959, Qupperneq 82

Úrval - 01.02.1959, Qupperneq 82
TJRVAL, sneri sér að ungfrú Moffatt og sagði: „Mig langar til að vita, hve mörg eintök af þessu — hann gat ómögu- lega fengið sig til að nefna Tíðindi — hafa selzt." „Fenwick sendi upplýsingar um þetta fyrir fimmtán mínútum. Það hefur ekki selzt eitt einasta eintak." „Hvað segið þér!“ „Það komu tíu þúsund eintök klukkan sex. Það var von á öðrum tíu þúsundum klukkan níu. Öllum útbýtt ókeypis. Þeir vildu fá lesend- ur og þeir hafa fengið þá.“ „Einmitt það,“ sagði Henry með festu. „Slæm byrjun — góður endir. Við skulum fara að vinna.“ Þegar hann var að setjast við skrifborðið, heyrði hann Tom Gour- lay — blinda blaðasalann, sem hafði haft bækistöð sína fyrir framan bygginguna frá því að Robert Page var ritstjóri — vera að kalla upp Norðurljósið. Honum fannst hrópið vera máttlaust og einstæðingslegt. Sigur Tíðinda varð ekki eins mikill og Henry hafði óttast í fyrstu. Borgarbúum var meinilla við frétt- ina. Ef frá voru taldir þeir, sem bjuggust við að græða á framkvæmd- inni, kærði enginn sig um að fá kjarnorkustöð rétt við bæjardyr Hedleston og því síður stórt út- hverfi, sem hlaut að eyðileggja feg- urð Utleyheiðarinnar. Og þegar stjórnin tilkynnti nokkrum dögum síðar, að framkvæmdir mundu ekki hefjast fyrr en í janúar næstkom- andi, fór mesti vindurinn úr fréttinni. En allt um það var baráttan við Norðurljósið hafin af fullum krafti. Henry hafði aldrei gert sér NORÐURLJÖSIÐ I hugarlund, að svo ómerkilegum brögðum yrði beitt til þess að selja brezkt dagblað. Suma dagana var blaðið einskonar happdrættismiði, og gátu heppnir lesendur unnið borð- búnað, postulín eða ókeypis flugfar, það voru birtar getraunir með bíó- miða sem vinninga, og blaðið stóð einnig fyrir fegurðarsamkeppni. Það voru engin takmörk fyrir því, sem Nye gat dottið í hug, en það var hann sem stjórnaði þessum þætti sóknarinnar. Blaðið var fullt af æsifregnum og í því birtist að staðaldri dálkur eftir blaðakonuna Tinu Tingle, sem raunar hafði verið skírð Elsie Kidger. Þessi dálkur snerist aðallega um hjúskap- arvandamál og var með afbrigðum væminn og nærgöngull. Það var enginn efi á því, að Nye og félagi hans eyddu mjög miklu fé. Og kaupendum Norðurljóssins fór fækkandi, að vísu ekki svo mjög að til vandræða horfði, en samt um nokkur hundruð á viku. Þennan morgun sat Henry í skrif- stofu sinni og blaðaði í Tíðindum þungur á brún. Ungfrú Tingle var sannarlega í essinu sinu. Ein spurningin í bréfadálkinum byrjaði á þessa leið: Kœra Tina, pilturinn, sem ég er alltaf meö, sér ekkert athuga- vert við samfarir fyrir giftinguna . . . Og hún svaraði: Taktu hann bara afsíðis og segðu rólega: „Þú skalt ekki drýgja hór.“ Vinstúlkur þínar, sem gera „svona lagað“ og hlceja að þér fyrir siðferðisstyrk þinn og heilbrigði, munu sannarlega kveljast seinna af sektartilfinningu. Þú verður sú, sem siðast hlœr. 76
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116

x

Úrval

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.