Úrval - 01.02.1959, Síða 53

Úrval - 01.02.1959, Síða 53
KLÆÐNAÐUR OG KYNTÖFRAR verja sig gegn töfrum illra anda. Og það sem það óttast framar öllu öðru er „auga hins illa“, og þá einkanlega augnaráð þess máttuga anda, er situr um að gera menn ófrjóa. Af þeim sök- um verður fyrst og fremst að vernda kynfærin, og eru þá festir í námunda við þau ýms- ir verndargripir, meðal annars hin þekkta peningaskel, svo að frjósemiskrafturinn megi hald- ast óskertur. En meðal æðri og menntaðri þjóða, sem ,,skapað“ hafa heimssöguna, er þessi þáttur liðinn undir lok þegar menn byrja að færa í letur það sem við ber. Þegar föt eru einu sinni orð- in viðtekin venja, láta öfund og afbrýðisemi ekki lengi á sér standa. Ef karlmaðurinn sting- ur of mörgum fjöðrum í hár- ið á sér fara kynbræður hans að líta hann öfundaraugum. Hann verður að berjast til að verja rétt sinn, og brátt fer það svo, að einungis duglegasti her- maðurinn getur leyft sér þann munað að skreyta sig mörgum fjöðrum. Stærsti og sterkasti maðurinn í hópnum er skraut- legast „klæddur". Og þessu heldur áfram þangað til „menn- ingin“ heldur innreið sína til að vernda þann veika gagnvart þeim sterka. Síðar eru það úrkynjaðir að- alsmenn (og aðalsmenn eru alltaf úrkynjaðir, því að fyrr fá þeir ekki þetta sæmdarheiti), URVAL, sem ganga í skrautlegustu föt- unum — þá eru það að vísu ekki fjaðrir í hárinu eða há- karlstennur um hálsinn, heldur útsaumaðir frakkar, belti með demantssylgju, silkisokkar og skyrtur með fellilíningum. Þegar konur fóru að ganga í fötum, tók þróunin nýja og at- hyglisverðari stefnu. Þá kom- ust menn að því, að föt voru aðlaðandi. I skemmtilegri ýkjusögu, Eyju mörgœsanna, lýsir Anatole France því, sem skeði þegar ein mörgæsamaddaman tók upp á því að ganga í fötum. Það er hin leynda nekt, sem vekur sterkust kynhrif, og auðvitað verður henni bezt haldið leynari með því að klæðast fötum að meira eða minna leyti. Fötin má vel nota sem beitu fyrir hitt kynið. Það var stór- kostleg uppgötvun, sem kven- fólkið hefur kunnað að færa sér vel í nyt. Með því að dylja og sýna á víxl og beina athygli karlmannsins að ,,dásemdum“ sínum eftir því, hvað við á í þetta skipti eða hitt, leitast konurnar við að gera sig eins aðlaðandi í augum hans og frek- ast er unnt. Til þess nota þær hugkvæmni dömuklæðskeranna út í yztu æsar, og hinar eilífu tízkubreytingar eru í rauninni ekki gerðar í öðru skyni. Þessar breytingar koma með mjög einkennilegum hætti. Sál- fræðingarnir tala um „mismun- andi kynhrifasvæði“; með öðr- 51
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Úrval

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.