Úrval - 01.02.1959, Side 105
NORÐURLJÓSIÐ
ÚRVAL
„Þú sagðir okkur að skera niður
öll útgjöld og kaupa aldrei meira af
neinu en til þriggja vikna.“
Það var rétt. Henry beit á vörina
og leitaði ráða í huga sér. Hann varð
sjálfur að fara til Spencer. „Hvenær
fer næsta lest til Manchester ?"
„Þú getur ekki farið, talsmaður
prentarafélagsins kemur á eftir til
að tala við þig um vanskil á laun-
um prentaranna."
„Fáðu hann góðan einhvern veg-
inn. Segðu honum að ég skuli tala
við hann á mánudaginn."
„Og hvað verður svo á mánu-
daginn ?"
Henry stillti sig með erfiðismun-
um. „Réttu mér áætlunina."
Hann kom til Manchester klukkan
hálftvö og fór rakleitt til verksmiðj-
unnar. Þar var honum venjulega
vísað beint inn til framkvæmdastjór-
ans, en nú var hann beðinn að biða
í sýnishornaherberginu. Þar beið
hann í fimmtán mínútur áður en
Spencer kom.
„Ég hafði vonað að þú kæmir ekki,
Henry."
„Hvað á þetta að þýða?"
„Við skulum reyna að æsa okkur
ekki. Setztu." Hann dró fram stól
handa Henry. „Ég hef reynt að kom-
ast hjá að tala við þig, Henry."
„Hvers vegna?"
„Það er erfitt fyrir mig að segja
það. Þarf ég þess?"
„Ég veit ég er svolítið á eftir,
sagði Henry og roðnaði. „En nafn
mitt er þó einhvers virði. Þú hefur
oft látið mig hafa sex mánaða
greiðslufrest."
„Ástandið er breytt."
„Hvernig þá? Þú veizt þú færð
peningana."
„Er það víst?"
Henry fann auðmýkingarroða fær-
ast yfir andlit sér. „Ég viðurkenni
að við eigum í erfiðleikum sem
stendur, en við erum á uppleið aftur.
Þú verður að gefa okkur svolítinn
frest. Við erum með elztu viðskipta-
vinum þínum."
„Við vitum það. Okkur finnst
þetta ekki skemmtilegt frekar en
ykkur. En verzlun er verzlun. Og
reglur eru reglur. Það er gagnstætt
reglum okkar að lána stórskuldug-
um viðskiptavinum. Það eru fyrir-
mæli frá stjórninni og ég get ekki
brotið þau. Það er ekki til neins að
ræða þetta frekar, Henry."
„Ég verð að fá pappír," sagði
Henry. „Nóg tii þess að fleyta mér
áfram þangað til ég get borgað ykk-
ur. Hvar fæ ég hann?"
Spencer hugsaði sig um andartak,
svo sagði hann: „Það eru nokkrir
pappírsheildsalar hér í borginni sem
þú getur reynt við." Hann skrifaði
tvö heimilisföng á blað. „Mér þykir
leitt að þetta skyldi þurfa að koma
fyrir. Ég vona að þú berir ekki kala
til mín.“ Hann reis á fætur, rétti
frani höndina og Henry kvaddi og
fór.
Og nú fór i hönd dagstund því
lík sem Henry hefði aldrei getað
ímyndað sér að hann ætti eftir að
lifa. Samtalið við Spencer hafði kom-
ið af stað í honum einhverju tauga-
óþoli, sem jókst er á daginn leið.
Hann fór á þá staði sem Spencer
hafði vísað honum á. Hin fyrri var '
mikilsmetin heildverzlun i austur-