Úrval - 01.02.1959, Side 86

Úrval - 01.02.1959, Side 86
TJRVALi um að leg'g'ja okkur alla fram við blaðið og standa þannig af okkur veðrið.“ ,,Ég vona að þú hafir rétt fyrir þér,“ sagði Poole. „En ef við höld- um áfram að tapa kaupendum, get- ur sú bið orðið of löng.“ Það varð löng og ömurleg þögn. Svo var tekið til óspilltra málanna við blaðið. Samt gat Henry ekki los- að sig við það óþægilega hugboð, að hann hefði orðið til athlægis í augum allra sem þekktu hann. Þegar hann fór af skrifstofunni klukkan sex, kom hann við i Norðurlandsklúbbnum. Honum fannst hann verða að sýna, að þetta atvik hefði ekki snert hann á neinn hátt. Klúbburinn var gamall og' virðu- legur félagsskapur, samkomustaður helztu borgara bæjarins. Henry stað- næmdist af gömlum vana við tilkynn- ingatöfluna og þar rak hann augun í nafnið — Harold Smith. Já, þarna stóð, að Herbert Rickaby hefði lagt fram inntökubeiðni fyrir Smith, framkvæmdastjóra Tíðinda, og með- mælandi var enginn annar en prestur Markúsarkirkjunnar. Andartak stóð Henry hreyfingarlaus, þrumulostinn. Að Smith skyldi komast inn í klúbb- inn fyrir atbeina þessara áhrifa- manna var óvænt áfall. Með erfiðismunum herti hann sig upp og hélt áfram inn. Við arininn sá hann standa Sir Archibald Weat- herby og Bard lækpi. Hann gekk til þeirra. ,,Jæja,“ Weatherby klappaði á bakið á honum. „Þarna er hinn stolti faðir í eigin mynd“. Sir Archie var lávaxinn og sköllóttur, en með glað- NORÐURLJÓSIÐ lyndi og orðheppni hafði honum orð- ið vel ágengt i kaupsýslu sinni. „Ég heyri að þú hafir skotið náungunum þarna hjá Tíðindum skelk í bringu, Henry. Eftir tæpa þrjá mánuði hérna í bænum eru þeir farnir að hella guineum í kjöltu þina. Hverhig ferðu að þessu?" „Spurðu heldur Dorothy,1' sagði Henry og brosti. „Hún var býsna nösk að þekkja fuglinn," skaut Bard inn í kíminn. ,,Og svaraði vel fyrir sig," sagði Weatherby. „Ég vildi að minir krakk- ar hefðu svona bein í nefinu." Henry fann, að þrátt fyrir glensið vissu þeir undir niðri að þetta hafði sært hann. Af eðlislægri góðvild sinni breytti Edward Bard, sem var einn af elztu vinum hans, um umræðuefni, en öðru hvoru fann Henry stingandi augnaráð Weatherbys. Hann hafði alla tíð fundið að Weatherby fyrirleit hann háift í hvoru á sinn glaðklakka- lega hátt fyrir það að hann hvorki drakk né reykti, handlék hvorki byssu né veiðistöng og sagði aldrei tviræðar sögur. Henry var blátt áfram ekki manntegund að hans skapi. En samt tókst Henry, eftir að fleiri bættust i hópinn, að láta sem ekkert væri, og þegar hann fór hálfri stund síðar, fannst honum að viðkoman í klúbbnum hefði borgað sig. Bard læknir fór um leið og hann. Þeir stóðu stundarkorn á gangstétt- inni. Svo sagði læknirinn: „Við styðjum þig, þú veizt það. Stjórn- inni var ekki geðfellt að hleypa Smith inn, en hann hafði góð með- mæli." Bard yppti öxlum. ,,Þú litur 80
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.