Úrval - 01.02.1959, Blaðsíða 86
TJRVALi
um að leg'g'ja okkur alla fram við
blaðið og standa þannig af okkur
veðrið.“
,,Ég vona að þú hafir rétt fyrir
þér,“ sagði Poole. „En ef við höld-
um áfram að tapa kaupendum, get-
ur sú bið orðið of löng.“
Það varð löng og ömurleg þögn.
Svo var tekið til óspilltra málanna
við blaðið. Samt gat Henry ekki los-
að sig við það óþægilega hugboð, að
hann hefði orðið til athlægis í augum
allra sem þekktu hann. Þegar hann
fór af skrifstofunni klukkan sex, kom
hann við i Norðurlandsklúbbnum.
Honum fannst hann verða að sýna,
að þetta atvik hefði ekki snert hann
á neinn hátt.
Klúbburinn var gamall og' virðu-
legur félagsskapur, samkomustaður
helztu borgara bæjarins. Henry stað-
næmdist af gömlum vana við tilkynn-
ingatöfluna og þar rak hann augun
í nafnið — Harold Smith. Já, þarna
stóð, að Herbert Rickaby hefði lagt
fram inntökubeiðni fyrir Smith,
framkvæmdastjóra Tíðinda, og með-
mælandi var enginn annar en prestur
Markúsarkirkjunnar. Andartak stóð
Henry hreyfingarlaus, þrumulostinn.
Að Smith skyldi komast inn í klúbb-
inn fyrir atbeina þessara áhrifa-
manna var óvænt áfall.
Með erfiðismunum herti hann sig
upp og hélt áfram inn. Við arininn
sá hann standa Sir Archibald Weat-
herby og Bard lækpi. Hann gekk til
þeirra.
,,Jæja,“ Weatherby klappaði á
bakið á honum. „Þarna er hinn stolti
faðir í eigin mynd“. Sir Archie var
lávaxinn og sköllóttur, en með glað-
NORÐURLJÓSIÐ
lyndi og orðheppni hafði honum orð-
ið vel ágengt i kaupsýslu sinni. „Ég
heyri að þú hafir skotið náungunum
þarna hjá Tíðindum skelk í bringu,
Henry. Eftir tæpa þrjá mánuði hérna
í bænum eru þeir farnir að hella
guineum í kjöltu þina. Hverhig ferðu
að þessu?"
„Spurðu heldur Dorothy,1' sagði
Henry og brosti.
„Hún var býsna nösk að þekkja
fuglinn," skaut Bard inn í kíminn.
,,Og svaraði vel fyrir sig," sagði
Weatherby. „Ég vildi að minir krakk-
ar hefðu svona bein í nefinu."
Henry fann, að þrátt fyrir glensið
vissu þeir undir niðri að þetta hafði
sært hann. Af eðlislægri góðvild sinni
breytti Edward Bard, sem var einn
af elztu vinum hans, um umræðuefni,
en öðru hvoru fann Henry stingandi
augnaráð Weatherbys. Hann hafði
alla tíð fundið að Weatherby fyrirleit
hann háift í hvoru á sinn glaðklakka-
lega hátt fyrir það að hann hvorki
drakk né reykti, handlék hvorki
byssu né veiðistöng og sagði aldrei
tviræðar sögur. Henry var blátt
áfram ekki manntegund að hans
skapi. En samt tókst Henry, eftir
að fleiri bættust i hópinn, að láta
sem ekkert væri, og þegar hann fór
hálfri stund síðar, fannst honum að
viðkoman í klúbbnum hefði borgað
sig.
Bard læknir fór um leið og hann.
Þeir stóðu stundarkorn á gangstétt-
inni. Svo sagði læknirinn: „Við
styðjum þig, þú veizt það. Stjórn-
inni var ekki geðfellt að hleypa
Smith inn, en hann hafði góð með-
mæli." Bard yppti öxlum. ,,Þú litur
80