Læknablaðið : fylgirit - 03.01.2017, Blaðsíða 7

Læknablaðið : fylgirit - 03.01.2017, Blaðsíða 7
LÆKNAblaðið/Fylgirit 91 2017/103 7 ÁGRIP OPINNA FYRIRLESTRA Stofnfrumur hafa verið í sviðsljósinu undanfarin ár vegna vona sem bundnar eru við nýtingu þeirra í lækningar- skyni. Í heiminum í dag eru þúsundir klínískra prófana (clinical trials) á stofnfrumum í meðferðarskyni opinber- lega skráðar og hefur fjöldinn aukist hratt undanfarin ár. En hvað eru stofnfrumur, hvernig virka þær í líkamanum og hvernig má nota eiginleika þeirra í meðferðar- og rann- sóknarskyni? Í þessum fyrirlestri verður virkni stofnfruma í líkamanum rædd og dæmi tekin um rannsóknir þar sem stofnfrumur hafa verið notaðar annars vegar til þess að auka skilning okkar á mannslíkamanum og virkni hans og hins vegar til þess að skilja sjúkdóma og finna mögulegar meðferðir við þeim. Þá verða einnig ræddar framfarir í erfðarann- sóknum og þær væntingar sem bundnar eru við nýtingu á erfðabreyttum stofnfrumum til lækninga. Margir fræðimenn (sér í lagi úr hópi hagfræðinga) hafa lýst undrun sinni yfir því að þrátt fyrir að efnahagur í neyslusamfélögum hafi vænkast undanfarna áratugi, þorri fólks sé kominn upp úr sárri fátækt og eigur fólks hafi aldrei verið fleiri, virðist fólk síður en svo hamingju- samara en það var áður. Fræðimenn gáfu sér þannig þá forsendu að eigur og peningar stuðli að hamingju fólks og í marga áratugi hafði farsæld og hamingja þjóða verið lögð að jöfnu við verga þjóðarframleiðslu þeirra. Í upphafi 21. aldarinnar var slíkum hlutlægum mælikvörðum hafn- að og upp hófust heilmiklar rannsóknir á hamingju í formi huglægrar vellíðanar (Subjective Well Being). Rannsóknir sálfræðinga og fleiri síðustu ár hafa sýnt fram á að þvert á fyrri trú, getur sókn í peninga og eigur – efnishyggja - graf- ið undan vellíðan fólks og að tengsl tekna og hamingju eru snúin. Ójöfnuður innan samfélags, hugmyndafræði þess og aðgangur fólks að velferðarstofnunum eru meðal þess sem hefur áhrif á samband tekna og hamingju. Við lifum í neyslusamfélagi þar sem táknræn merking hluta lofar undraverðum sálrænum ábata – fegurð, vin- sældum, ást og bættu sjálfi. Sjálfsmynd fólks má þannig breyta og bæta með merkingarþrungnum munum og fólk tjáir sig og túlkar aðra með eigum. Samkeppni einstak- lingshyggjunnar ýtir undir félagslegan samanburð og grefur undan samfélagslegu trausti sem aftur hefur áhrif á hamingju fólks og stöðukvíða. Í erindinu mun ég fjalla um niðurstöður nokkurra rannsókna minna á sálfræði- legum afleiðingum hugmyndafræði neyslusamfélaga, um tengsl efnishyggju við hamingju, líkamsmynd og skuldasöfnun. Einnig mun ég fjalla um rannsókn sem sýnir hvernig ójöfnuður getur leitt til efnishyggju og stöðukvíða og þannig haft áhrif á hamingju ólíkra þjóð- félagshópa. O 1 Stofnfrumur í rannsókna- og meðferðarskyni Erna Magnúsdóttir dósent í lífeinda- og líffærafræði við Læknadeild Háskóla Íslands erna@hi.is O 2 Hamingja og sjálfsmynd í neyslusamfélagi nútímans Ragna Benedikta Garðarsdóttir dósent í félagssálfræði við Sálfræðideild Háskóla Íslands rgb@hi.is X V I I I V Í S I N D A R Á Ð S T E F N A H Í F Y L G I R I T 9 1
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.