Læknablaðið : fylgirit - 03.01.2017, Síða 8
X V I I I V Í S I N D A R Á Ð S T E F N A H Í
F Y L G I R I T 9 1
8 LÆKNAblaðið/Fylgirit 91 2017/103
E 1 Krabbamein í eggjastokkum, eggjaleiðurum og lífhimnu á Íslandi
2005-2014
Arna R. Emilsdóttir1, Elísabet A. Helgadóttir2, Anna M. Jónsdóttir3, Pétur V.
Reynisson2, Þóra Steingrímsdóttir2
1Læknadeild, Háskóli Íslands, 2Kvennadeild, Landspítali háskólasjúkrahús, 3Meinafræðideild,
Landspítali háskólasjúkrahús
arnarut11@gmail.com
Inngangur: Eggjastokkakrabbamein er það krabbamein í innri kyn-
færum kvenna sem dregur flestar konur til dauða. Það hefur lítið verið
rannsakað á Íslandi og var markmið þessarar rannsóknar að fá betri
yfirsýn yfir sjúkdóminn hérlendis sem og að kanna hvaða þættir hefðu
áhrif á lifun sjúklinga.
Efni og aðferðir: Rannsóknin var afturskyggn og náði til allra sjúklinga
sem greindust með krabbamein í eggjastokkum, eggjaleiðurum eða
lífhimnu á Íslandi árin 2005-2014. Gögn yfir þá sjúklinga voru fengin
frá Krabbameinsskrá og Landspítala. Klínískra upplýsinga var aflað úr
sjúkraskrám.
Niðurstöður: Alls greindust 302 konur með krabbamein í eggjastokk-
um, eggjaleiðurum eða lífhimnu á árunum 2005-2014. Miðgildi aldurs
við greiningu var 63 ár. Stærstur hluti sjúklinga var með illkynja
þekjufrumukrabbamein eða 222 sjúklingar (74%), 71 sjúklingur (23%)
greindist með borderline þekjufrumuæxli og 9 (3%) með krabbamein
af annarri vefjagerð. Flestir sjúklingar greindust á stigi III (47%) og
næstflestir á stigi I (41%). Alls voru 46% sjúklinga með meltingar-
færaeinkenni við greiningu, 35% með þaninn kvið og 65% með verk eða
óþægindi í kvið. Alls gengust 92% kvennanna undir skurðaðgerð og 64%
fengu lyfjameðferð. Af þeim 205 konum sem komust í sjúkdómsdvala
fengu 117 endurkomu á rannsóknartímabilinu. Miðendurkomutími var
11 mánuðir. Fimm ára lifun alls sjúklingahópsins var 52% (95% ÖB: 46-
59). Stig og vefjagerð sjúkdóms, aldur sjúklings og magn æxlisvaxtar í
lok aðgerðar höfðu sjálfstæð marktæk áhrif á lifun.
Ályktun: Birtingarmynd sjúkdómsins á Íslandi er sambærileg því sem
gerist erlendis. Mikilvægi þess að fjarlægja allan æxlisvöxt í aðgerð var
undirstrikað.
E 2 Mataræði á unglingsárum og áhætta á brjóstakrabbameini síðar
á ævinni
Álfheiður Haraldsdóttir1,2, Jóhanna E. Torfadóttir2,3, Unnur A. Valdimarsdóttir2,4,5,
Thor Aspelund2,6, Laufey Tryggvadóttir7,8, Tamara B. Harris9, Lenore J. Launer9,
Lorelei A. Mucci4,10, Edward L. Giovannucci4,10,11, Hans-Olov Adami4,5, Vilmundur
Guðnason6,8, Laufey Steingrímsdóttir1,3
1Matvæla- og næringarfræðideild, Háskóli Íslands, Reykjavík, 2Miðstöð í lýðheilsuvísindum,
Læknadeild, Háskóli Íslands, Reykjavík, 3Rannsóknastofa í næringarfræði, Háskóli Íslands og
Landspítali Háskólasjúkrahús, 4Department of Epidemiology, Harvard T.H Chan School of
Public Health, Boston, Massachusetts, 5Department of Medical Epidemiology and Biostatistics,
Karolinska Institutet 6Hjartavernd, 7Krabbameinsskrá Íslands, 8Læknadeild, Háskóli Íslands,
9Laboratory of Epidemiology and Population Sciences Program, National Institute on Aging,
Bethesda, Maryland, 10Channing Division of Network Medicine, Department of Medicine,
Brigham and Women´s Hospital and Harvard Medical School, Boston, Massachusetts, 11Depart-
ment of Nutrition, Harvard T.H Chan School of Public Health, Boston, Massachusetts
alh1@hi.is
Inngangur: Fáar rannsóknir hafa skoðað tengsl mataræðis snemma á
lífsleiðinni og brjóstakrabbameins síðar á ævinni. Markmið þessarar
rannsóknar var að kanna hvort neysla mjólkur, kjöts og heilkornavara á
unglingsárum hefði áhrif á áhættuna á að greinast með brjóstakrabbamein
síðar á ævinni.
Efniviður og aðferðir: Rannsóknin byggir á gögnum frá Öldrunarrannsókn
Hjartaverndar, sem fram fór á árunum 2002 – 2006. Á því tímabili svöruðu
2,858 konur (fæddar á árunum 1908 – 1935) spurningum um fæðuvenjur
á unglingsárum. Upplýsingar um greiningu á brjóstakrabbameini (til
loka árs 2014) fengust með samtengingu við Krabbameinsskrá Íslands.
Lifunargreining var notuð til að reikna áhættuhlutfall (HR) með 95% ör-
yggismörkum (95% CI) fyrir mataræði og greiningu á brjóstakrabbameini.
Leiðrétt var fyrir mögulegum gruggunarþáttum.
Niðurstöður: Eftirfylgni þátttakenda var að meðaltali 8,8 ár og á því
tímabili greindust 102 konur með brjóstakrabbamein. Þær konur sem
neyttu rúgbrauðs daglega eða oftar á unglingsárum voru í meiri áhættu á
að greinast með brjóstakrabbmein borið saman við þær sem neyttu rúg-
brauðs sjaldnar en daglega (HR 1.63, 95% CI 1.04 - 2.56). Veik og tölfræði-
lega ómarktæk áhætta fannst fyrir mikla kjötneyslu (daglega eða oftar),
borið saman við lægri neyslu (HR 2.01, 95% CI 0.80, 5.01). Dagleg neysla
á mjólk benti hins vegar til mögulegrar verndar gegn brjóstakrabbameini
(HR 0.68, 95% CI 0.43, 1.07), miðað við minni neyslu.
Ályktanir: Dagleg neysla á rúgbrauði á unglingsárum tengist áhættu á
brjóstakrabbameini, sem hugsanlega má rekja til plöntuestrógena sem
finna má í rúgi.
E 3 Jarðhitasvæði og krabbamein
Aðalbjörg Kristbjörnsdóttir, Vilhjálmur Rafnsson
Miðstöð í lýðheilsuvísindum, Háskóli Íslands
addab@simnet.is
Inngangur: Rannsóknir hafa sýnt að tíðni ýmissa krabbameina er hærri
á jarðhitasvæðum en öðrum svæðum. Markmið þessa verkefnis er að
gefa yfirlit um tengingu búsetu og tíðni krabbameina á jarðhitasvæðum
á Íslandi.
Efniviður og aðferðir: Rannsóknirnar eru fjórar, þær eru birtar og allar
lýðgrundaðar þar sem einstaklingum, á aldrinum 5 – 64 ára úr manntali,
sem tekið var árið 1981, er fylgt eftir til loka árs 2013. Útsettur hópur og
viðmiðunarhópar (volg og köld svæði) eru skilgreindir eftir sveitarfélags-
númerum, aldri hitaveitna og aldri berggrunns. Notuð er lifunargreining,
áhættuhlutfall reiknað með 95% öryggismörkum og leiðrétt fyrir áhrifa-
breytum.
Niðurstöður: Í rannsóknunum, með nærri 33 ára eftirfylgni og um 1000
krabbameins tilfellum á jarðhitasvæðum, fannst hærri krabbameinstíðni
vegna allra krabbameina saman, krabbameina í briskirtli, brjóstum,
blöðruhálskirtli, nýrum, eitil- og blóðmyndandi vefjum, eitilæxlum
öðrum en Hodgkins-meinum og grunnþekjuæxlum í húð, í samanburði
við íbúa volgra og kaldra svæða. Einnig var aukin áhætta að deyja vegna
krabbameina í brjóstum, blöðruhálskirtli, nýrum og eitilæxlum öðrum en
Hodgkins-meinum og vegna sjálfsvíga og inflúensu á jarðhitasvæðunum
en á samanburðarsvæðunum.Krabbameinstíðnin var hærri eftir því sem
búsetutíminn var lengri, jarðhitavirkni var meiri og hitaveiturnar voru
eldri. Auk þessa var krabbameinstíðnin hærri þegar tekið var tillit til 5 ára
hugsanlegs framleiðslutíma krabbameina.
Ályktun: Rannsakendur vita ekki hver orsökin er fyrir hárri tíðni krabba-
meina á jarðhitasvæðum. Frekari rannsókna er þörf á efna- og eðlisfræði-
legum þáttum jarðhitavatns og umhverfisþátta á jarðhitasvæðum, til að
ÁGRIP ERINDA