Læknablaðið : fylgirit - 03.01.2017, Síða 13
X V I I I V Í S I N D A R Á Ð S T E F N A H Í
F Y L G I R I T 9 1
LÆKNAblaðið/Fylgirit 91 2017/103 13
gB eða Culn2 undir polyhederin stýrlinum og in vitro ferjan aðeins
Culn2 tjáningarkasettu. Sex folöld voru bólusett í eitil og sex undir húð/í
vöðva, tvö með hverri veiruferju. Bólusett var fimm sinnum og svo elft
með E.coli framleiddu Culn2 próteini í Alum/MPL.
Niðurstöður: Fyrir bólusetningatilraunina var prótein tjáning skoðuð in
vitro og rBac-gB-CMV.Culn2 ferjan tjáði gB í skodýrafrumum og Culn2
í hestafrumum. Hinar bólusetningaveiruferjurnar tjáðu ýmist gB eða
Culn2 í skordýrafrumum og in vitro veiruferjan tjáði Culn2 í hestafrum-
um. Engin eða mjög lág IgG1, IgG4/7 og IgE svörun var sjáanleg eftir
bólusetningarnar. Öll folöld sýndu sterka svörun eftir prótein eflinguna.
Enginn munur var milli veiruferja eftir eitlabólusetninguna. Eftir bólu-
setninguna undir húð/í vöðva sýndu folöldin sem fengu rBac-gB-CMV.
Culn2 sterkara IgG1 og IgG4/7 en lægra IgE svar miðað við hinar veiru-
ferjurnar.
Ályktanir: Ekki er hægt að meta hvort bólusetningarnar hafi framkallað
ónæmissvar hjá folöldunum. Til að reyna að svara því verður prófað að
próteineflibólusetja eingöngu tvö folöld og tvo fullorðna hesta.
E 18 Ofnæmisvakar framleiddir í byggi notaðir í prófun á sértæku
mótefnasvari
Sæmundur B. Kristínarson1, Sara B. Stefánsdóttir1, Sigríður Jónsdóttir1, Vilhjálmur
Svansson1, Jón M. Björnsson2, Arna Rúnarsdóttir2, Eliane Marti3, Sigurbjörg
Þorsteinsdóttir1
1Tilraunastöð HÍ í meinafræði að Keldum, 2ORF Líftækni, 3Dýrasjúkdómadeild Háskólans í
Bern
sbk13@hi.is
Inngangur: Sumarexem í hestum er IgE miðlað húðofnæmi gegn ofnæm-
isvökum upprunnum úr flugu af ættkvíslinni Culicoides. Ofnæmisvakarnir
hafa verið framleiddir og ónæmismeðferð er í þróun. Ofnæmisvakar
framleiddir í E. coli eru ekki nothæfir í sum nauðsynleg ónæmispróf.
Vakar framleiddir í skordýrafrumum henta betur en eru dýrir í fram-
leiðslu. Byggfræ henta vel til framleiðslu á prótínum vegna kjöraðstæðna
til að geyma stöðug prótín og framleiðslukostnaður lágur. Tveir endur-
raðaðir ofnæmisvakar upprunir úr Culicoides nubeculosus, Culn3 og Culn4,
hreinsaðir úr byggi voru bornir saman við sömu prótín framleidd í E. coli
og skordýrafrumum til að mæla sértækt mótefnasvar.
Efniviður og aðferðir: Mótefnasvörun var prófuð í ELISA. Heildar IgG og
IgG undirflokkar voru mældir í sermi 12 hesta sem höfðu verið bólusettir
með Culn3 og Culn4 framleiddum í E. coli. Einnig var mælt IgE í sermi 97
sumarexemshesta og 71 heilbrigðra hesta í Sviss.
Niðurstöður: Bólusettu hestarnir sýndu sértæka IgG svörun, aðallega
IgG1, IgG4/7 og IgG3/5, gegn ofnæmisvökunum tveimur og var svörunin
oftast mest á E. coli framleiddu vakana, sem bólusett var með, en svipuð
milli skordýrafrumu og bygg framleiddu vakana. IgE svörun hestanna í
Sviss var svipuð fyrir Culn4 úr öllum framleiðslukerfum. Fyrir Culn3 var
svörun á E. coli og bygg sambærileg en bakgrunnur var hár hjá heilbrigð-
um hestum á skordýrafrumu framleidda vakann.
Ályktanir: Ofnæmisvakar framleiddir í byggi virðast vel nothæfir sem
vakar í ELISA til þess að mæla sérvirka mótefnasvörun.
E 19 Forspárgildi hvíldarmælinga fyrir þol sjúklinga með langvinna
lungnateppu eða langvinna hjartabilun
Marta Guðjónsdóttir1, Egill Thoroddsen2, Arna E. Karlsdóttir2, Ásdís
Kristjánsdóttir2, Magnús R. Jónasson2, Magdalena Ásgeirsdóttir2, Karl Kristjánsson2
1Department of Physiology, Faculty of Medicine, University of Iceland, 2Hjarta- og lungnasvið,
Reykjalundur Rehabilitation Centre
martagud@hi.is
Inngangur: Sjúklingar með langvinna lungnateppu (LLT) eða langvinna
hjartabilun (LHB) hafa skert þol og þjást af mæði og þreytu. Skert frá-
blástursgeta (FEV1) hjá LLT og skert útstreymisbrot hjá LHB er talið
skýra þetta að hluta en þó er fylgni þessara þátta við þol ekki sterk (Chest
2003;123:1416). Markmið rannsóknarinnar var að meta hvaða hvíldarmæl-
ingar gætu best spáð fyrir um þol þessara sjúklinga.
Aðferðir: 25 sjúklingar með LLT (FEV1<50% af áætluðu) og 25 sjúklingar
með LHB (útstreymisbrot ≤ 35%) tóku þátt í rannsókninni. Mæld var
hæð, þyngd, fitufrír massi (FFM) og reiknaðir út líkamsþyngdarstuðull
(BMI; kg/m2) og fitufrír massastuðull (FFMI; kg/m2). FEV1, FVC, heildar-
rúmmál lungna (TLC) og innöndunarrýmd (IC) var mælt. FEV1 og FVC
sem hlutfall af áætluðu gildi, FEV1/FVC og IC/TLC hlutfall var reiknað.
Einföld aðhvarfsgreining var gerð milli ofangreindra breyta við þol sem
mælt var sem hámarkssúrefnisupptaka í þolprófi og reiknað sem hlutfall
af áætluðu gildi.
Niðurstöður: Hjá LLT sjúklingunum hafði IC/TLC hlutfallið sterkasta
fylgni við þol (r2=0,49; p<0,005), FEV1% af áætluðu gildi og FEV1/FVC
hlutfallið hafði miklu minni fylgni og ekki marktæka (r2=0,05 og 0,12).
FFMI hafði marktæka fylgni (r2=0,255; p<0,05) en BMI ekki (r2=0,05).
Enginn öndunarmælinganiðurstaða hafði marktæka fylgni við þol LHB
sjúklinganna en það hafði hins vegar bæði BMI (r2=0,20; p<0,05) og FFMI
(r2=0,23; p<0,05).
Ályktanir: Af þeim hvíldarmælingum sem gerðar voru í þessari rannsókn
gefur ofurþan lungna metið með IC/TLC besta vísbendingu um þol sjúk-
linga með LLT en vöðvamassi metinn með FFMI besta vísbendingu um
þol sjúklinga með LHB.
E 20 Æðaþelsstarfsemi metin með EndoPAT tækni er ekki tengd
niðurstöðu áhættureiknis Hjartaverndar
Ylfa Rún Sigurðardóttir1, Bylgja Rún Stefánsdóttir2, Thor Aspelund2, Guðmundur
Þorgeirsson1, Linda B. Kristinsdóttir1, Vilmundur Guðnason2, Karl Andersen1
1Háskóli Íslands, 2Hjartavernd
yrs2@hi.is
Inngangur: Meirihluti þeirra sem fá hjartaáfall tilheyra hópi sem ekki
reiknast í hááhættu samkvæmt áhættureikni Hjartaverndar og leita
þarf leiða til að bæta áhættumat og áhættulíkan. EndoPAT er tækni til
mælinga á starfsgetu æðaþels. Skoðuð voru tengsl milli æðaþelsstarf-
semi, mælt með EndoPAT, og niðurstaðna áhættureiknis Hjartaverndar
í heilbrigðu þýði.
Efniviður og aðferðir: EndoPAT-mælingar voru framkvæmdar á 102
einstaklingum án fyrri sögu um hjarta- og æðasjúkdóma. EndoPAT-
tæknin notast við þrýstingsnema á fingrum sem meta getu æðaþels til að
framkalla blóðflæðisaukingu í kjölfar blóðþurrðar. Áhættuþættir hjarta-
og æðasjúkdóma voru metnir og færðir inn í áhættureikni.
Niðurstöður: Slakari æðaþelsstarfsemi, á formi lægri blóðflæðisaukn-
ingarstuðuls (reactive hyperemia index, RHI), hafði ekki tölfræðilega
marktæk tengsl við aukna áhættu. Sama mátti segja um hærri æða-
stífnistuðul (augmentation index, AI). Hærri grunnsveifluvídd þrýstings-
bylgju (baseline pulse amplitude) hafði hins vegar marktæk tengsl við
hærri áhættu (p = 0,02). Meðal áhættuþátta var einungis hærri hjartslátt-
artíðni marktækt tengd lægra RHI-gildi (r = - 0,24, R2 = 0,06, p = 0,01).
AI og grunnsveifluvídd þrýstingsbylgju höfðu marktæk tengsl við ýmsa
áhættuþætti.
Ályktanir: Skert æðaþelsstarfsemi og hærri reiknuð áhætta á greiningu
kransæðasjúkdóms næstu 10 árin, sem hvoru tveggja hefur forspárgildi
um hjarta- og æðaáföll, reyndust ekki hafa marktæk tengsl. Tengsl van-