Læknablaðið : fylgirit - 03.01.2017, Qupperneq 24

Læknablaðið : fylgirit - 03.01.2017, Qupperneq 24
X V I I I V Í S I N D A R Á Ð S T E F N A H Í F Y L G I R I T 9 1 24 LÆKNAblaðið/Fylgirit 91 2017/103 Results: Five formulations were studied with different CD concentrations, all of them contained 12.5% (w/v) of αCD, and various amounts of γCD (ranging from 0 – 12.5% w/v). Solid drug fraction was determined for all formulations tested and it ranged from 50.4 – 56.4%. DLS studies showed that the formulation with the highest amount of CD had the most uniform particle size, around 670 nm. At lower γCD concentrations, the particle size tends to be larger. Micron sized particles often appear in the formulation containing no γCD or γCD concentration equal or lower than 10% (w/v). Formulation containing 0.2% (w/v) CyA, 12.5% αCD and 12.5% γCD was selected for in vivo toxicological studies, in rabbits. Conclusion: These results show that the formulation that contained the highest amount of γCD form aggregates at suitable size for eye drop preparation. In vivo studies are currently ongoing. E 55 Algengi langvinns nýrnasjúkdóms áætlað út frá reiknuðum gaukulsíunarhraða: Lýðgrunduð rannsókn Arnar J. Jónsson1, Sigrún H. Lund 2, Runólfur Pálsson3, Ólafur S. Indriðason3 1Landspítali, 2heilbrigðisvísindasvið, 3Nýrnalækningaeining, Landspítali arnarjan@gmail.com Inngangur: Staðlaðar kreatínín mælingar í sermi (SKr) hafa aukið ná- kvæmi jafna sem reikna gaukulsíunarhraða (r-GSH) og hefur það bætt greiningu á langvinnum nýrnasjúkdómi (LNS). Markmið rannsóknar- innar var að áætla algengi LNS á Íslandi, byggt á r-GSH út rá stöðluðum SKr-mælingum. Efniviður og aðferðir: Þetta var afturskyggn rannsókn þar sem allra SKr- mælinga var aflað frá öllum rannsóknarstofum á Íslandi á árunum 2008- 2013, auk upplýsinga um aldur og kyn. Tölvualgrím útilokuðu bráðar breytingar á SKr. r-GSH var metinn með CKD-EPI jöfnunni. LNS var skil- greindur sem r-GSH <60 ml/mín./1,73 m2 í þrjá mánuði eða lengur og stig- aður samkvæmt KDIGO-skilgreiningum. Stundaralgengi fyrir LNS á stigi 3-5 var reiknað út frá fólksfjölda Íslendinga ≥18 ára 31. desember, 2013. Niðurstöður: Alls var 1.523.914 SKr-mælinga aflað fyrir 198.289 einstak- linga ≥18 ára. Miðgildi aldurs við fyrstu mælingu var 60 (spönn 18 - 107) ár og 46% voru karlmenn. Aldursstaðlað algengi hjá körlum var 975/100.000, 269/100.000, 86/100.000 og 33/100.000 fyrir stig 3A, 3B, 4 og 5 í sömu röð. Hjá konum var aldursstaðlað algengi 1314/100.000, 382/100.000 ,86/100.000 og 21/100.000 fyrir stig 3A, 3B, 4 og 5 í sömu röð. Algengi stiga 3 til 5 jókst með vaxandi aldri, frá 31/100.000 hjá 18-39 ára, 261/100.000 hjá 40-59 ára, 1761/100.000 hjá 60-69 ára, 6.003/100.000 hjá 70-79 ára og 12.116/100.000 hjá ≥80 ára. Ályktanir: Þessi lýðgrundaða rannsókn er byggði á stöðluðum SKr- mælingum og náði til meginhluta íslensku þjóðarinnar, gefur til kynna lægra algengi LNS á stigi 3 til 5 en fyrri rannsóknir á Íslandi. E 56 Berklaskimun gigtarsjúklinga fyrir meðferð með TNF alfa hemlum á Íslandi 1999-2014 Þórir Már Björgúlfsson1, Gerður Gröndal1, Þorsteinn Blöndal2, Björn Guðbjörnsson3 1Gigtardeild, Landspítali, 2Berklaverndarstöð, Heilsugæsla Höfuðborgarsvæðisins, 3Rannsóknastofa í gigtarsjúkdómum, Landspítali bjorngu@landspitali.is Inngangur: Þekkt er að áhætta iktsýkissjúklinga sem fá líftæknilyfjameð- ferð á að fá berkla er margfalt aukin. Þess vegna á samkvæmt meðferðar- leiðbeiningum að skima fyrir berklum fyrir meðferð með TNF-hemlum. Hér á landi er berklasmit sjaldgæft og almenningur er óbólusettur fyrir berklum, því er stuðst við húðpróf og lungnamyndatöku við skimun hérlendis. Meginmarkmið rannsóknarinnar var að kanna reynsluna af berklaskimun hér á landi hjá gigtarsjúklingum í undirbúningi fyrir með- ferð með líftæknilyfjum og skoða hvort breyta þurfi skimunarferlum. Efniviður og aðferðir: Þátttakendur eru allir með iktsýki, hryggikt eða sóragigt sem skráðir voru í ICEBIO á tímabilinu 1999-2014 vegna með- ferðar með TNF-hemli. Upplýsingar voru sóttar í ICEBIO gagnagrunninn. Skráð var aldur, kyn, niðurstöður úr berklaprófi (TST), upphafsdagsetn- ing og tegund TNF-hemla meðferðar og ennfremur önnur lyfjameðferð. Þá voru niðurstöðurnar samkeyrðar við upplýsingar í Berkli sem er lands- skrá um berklasmit á Íslandi. Niðurstöður: Upplýsingar um 756 einstaklinga (meðalaldur 54 ár og 58% konur) voru skráðar úr ICEBIO. Húðpróf reyndist neikvætt hjá 614 (81%), 41 höfðu jákvætt TST (5,4%), níu voru taldir með falsk jákvætt húðpróf (1,2%) og upplýsingar um TST vantaði hjá 94 (12%). Í Berkil voru 119 einnig skráðir; 62 með sögu um jákvætt húðpróf og 54 höfðu fengið bólusetningu, á meðan 11 sjúklingar höfðu verið greindir með berkla (þar af voru fimm einstaklingar með neikvætt TST við skimun). Þrír sjúklingar veiktust af berklum eftir TNF-hemla meðferð. Ályktanir: Niðurstöður þessar endurspegla mikilvægi berklaskimun- ar fyrir meðferð með TNF-hemlum. Mikilvægt er að skrá niðurstöður skimunar og íhuga má að framkvæma ítarlegri berklaskimun með IGRA. E 57 Kennsl borin á menn með óhefðbundnum aðferðum Svend Richter, Sigríður R. Víðisdóttir Tannlæknadeild, Háskóli Íslands svend@hi.is Inngangur: Réttartannlæknisfræði er óaðskiljanlegur hluti af réttarvís- indum. Mikilvægi tanna í réttarrannsóknum byggist á því hve tennur og kjálkar varðveitast vel, jafnvel í tilfellum óvenju mikils áverka, hita, rotnunar eða samþættingu þessara þriggja þátta. Tannlæknisfræðileg greining er, ásamt fingraförum og DNA, nákvæmasta aðferð við réttarauðkenningu. Tilfelli finnast þar sem hefðbundin ante mortem sjúkragögn s.s. tannkort og röntgenmyndir eru ekki til staðar eða að tak- mörkuðu leyti. Í slíkum tilfellum getur réttartannlæknir oft myndað sér nokkuð glögga mynd út frá almennum atriðum með svonefndri „dental profiling“, til að nálgast leitina af AM upplýsingum. Efni og aðferðir: Vönduð vísindarit voru rýnd ásamt greiningum einstakra tilfella eða fjölmargra í stórslysum heima og erlendis í 25 ár. Niðurstöður: Þekktar eru greiningar af ljósmyndum, merkingu tann- gerva, munngerva- og tannréttingabúnaði, rugae palatini, vara- og tann- förum og DNA greiningu tannkviku og munnvatns. Aldursgreiningar í börnum og ungmennum eru byggðar á tannþroska, en í fullorðnum af hrörnunarbreytingum tanna. Kyngreining réttartannlækna byggist aðal- lega á kúpu þar sem kynjamunur tanna er óverulegur, einnig er oft hægt að greina milli hinna þriggja aðalkynþátta, svartra, hvítra og mongóla. Önnur einkenni eins og Carabelli kúspur, skóflulaga framtennur og fjöl- kúspa forjaxlar geta vísað á mögulegt þjóðerni, einnig beingarðar. Sýruslit með bollum getur bent til ofneyslu súrra drykkja, átröskunar eða þindar- slits. Mikil tannáta getur vísað til óhóflegrar neyslu áfengis eða vímuefna og litun til reykinga eða tetracyklin skemmda. Ályktanir: Þótt samanburðargreining og „dental profiling“ séu oftast not- aðar í tannlæknisfræðilegum réttarrannsóknum þá er oft hægt að styðjast við óhefðbundnar aðferðir til að bera kennsl á óþekkta menn.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Læknablaðið : fylgirit

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.