Læknablaðið : fylgirit - 03.01.2017, Qupperneq 25

Læknablaðið : fylgirit - 03.01.2017, Qupperneq 25
X V I I I V Í S I N D A R Á Ð S T E F N A H Í F Y L G I R I T 9 1 LÆKNAblaðið/Fylgirit 91 2017/103 25 E 58 Aldursgreining fullorðinna Sigríður R. Víðisdóttir, Svend Richter Tannlæknadeild, Háskóli Íslands srv2@hi.is Inngangur: Tennur eru mikið notaðar til að bera kennsl á menn og til aldursgreiningar í réttarrannsóknum. Aldursgreining barna og ungmenna er nákvæmust, með staðalfrávik frá nokkrum mánuðum til 1-2 ár. Hjá fullorðnum er gerð multible regression analysis á formfræðilegum hrörn- unarbreytingum tanna. Nákvæmnin er minni og SD er frá 8-15 ár. Hjá full- orðnum eru rannsakaðar hrörnunarbreytingar á krónu eða rót. Á krónu er skoðað slit og litabreitingar en í rótum gegnsæi rótarenda, hrjúfleiki og eyðing á yfirborði. Einnig eru skoðaðar sneiðar af tannvef er greina annars stigs tannbeinsmyndun eða upphleðslu á cementi. Algengustu aðferðir við slitgreiningu eru frá Miles og Gustafsson. Úrdregnar tennur eru notaðar í aðferð Bang, Lamendin og Solheim. Aðferð við greiningu á röntgenmyndum er frá Kvaal et al 1995. Árið 2004 kom upp sakamál þar sem einstaklingur fannst látinn á Neskaupstað. Hann fannst bundinn og fargaður við bryggjuna þar. Engin skilríki fundust. ID/DVI nefnd ríkislög- reglustjóra var fengin til að bera kennsl á einstaklinginn. Efni og aðferðir: Hefðbundin réttartannlæknafæðileg rannsókn var samhliða réttarkrufningu og lögreglurannsókn. Röntgenmyndir voru teknar af öllum tönnum. Notuð var aðferð Kvaal og aldur einstaklingsins áætlaður. Tennur sem voru notaðar voru 15/25,12/22 og 11/21 og 44/34, 43/33 og 42/32. Niðurstöður: Við útreikning var hinn látni 32,2 ára með SEE 8.6 ár. Fingraför staðfestu að hinn látni var þrítugur Lithái, fæddur 1974. Ályktun: Aldursgreining fullorðinna er nákvæm vísindaleg aðferð við aldursgreiningu. Þó staðalfrávik sé meira hjá fullorðnum en börnum og ungmennum er þetta oft eina leiðin sem hægt er að nota með nokkurri nákvæmni og litlum tilkostnaði. E 59 Samdráttarálag plastblendiefna: Áhrif tegunda og aðferða við ísetningu Vilhelm G. Ólafsson Tannlæknadeild, Háskóli Íslands vgo@hi.is Inngangur: Tilgangur rannsóknarinnar var að kanna samdráttarálag hefðbundinna og magnfyllingar- (bulk-fill) plastblendifyllingarefna á tannvef með því að mæla kúspaspennu. Efniviður og aðferðir: Fimmtíu efri góms forjaxlar voru steyptir niður í plasthringi og þeim skipt niður í fimm hópa (n=10). Staðlaður MOD tannskurður var skorinn í hverja tönn. Tveggja þátta sjálfætandi bindiefni (OptiBond XTR) var borið á tannskurðinn og fyllingar gerðar með aðstoð sílíkonmatrixu sem hér segir: Filtek Supreme Ultra í tveggja millimetra þykkum lögum (FSUI); Filtek Supreme Ultra með magnfyllingarað- ferð (FSUB); SonicFill með magnfyllingaraðferð (SF); SureFil SDR flow með magnfyllingaraðferð, hulið tveggja millimetra þykku lagi af Filtek Supreme Ultra (SDR/FSU); Tetric EvoCeram Bulk Fill með magnfyll- ingaraðferð (TEBF). Spennunemar (strain gages) festir á kinn- og gómafleti mældu kúspaspennu (microstrain, µe) í rauntíma á meðan plastblendifyll- ingarefnum var komið fyrir og þau fjölliðuð. Gögn voru greind með one- -way ANOVA prófi og hópar samanbornir með Least-Squares Means prófi. Niðurstöður: Meðal kúspaspenna hópanna (µe±SD) var sem hér segir: FSUI: 730,6±104,8, FSUB: 1264,2±1418,8, SF: 539±75,9, SDR-FSU: 506,3±69,3, TEBF: 624,1±147,4. Hópur FSUI mældist með marktækt hærri kúspaspennu en allir magnfyllingarplastblendihóparnir. Einnig mældist hópur TEBF með marktækt hærri kúspaspennu en hópur SDR/FSU. Nauðsynlegt var að útlioka hóp FSUB frá tölfræðilegri úrvinnslu sökum þess hversu frábrugðin meðaltal og stalaðfrávik hans voru miðað við aðra hópa. Ályktun: Ísetning allra magnfyllingarplastblenda leiddi til marktækt minni kúspaspennu en ísetning hefðbundins plastblendis í tveggja milli- metra lögum, þó svo að nokkur breytileiki hafi mælst milli hópa magnfyll- ingarplastblenda. Notkun hefðbundis plastblendis í magnfyllingaraðferð er varasöm og getur leitt til kúspabrota. E 60 Geislaálag í algengum tölvusneiðmyndum af kvið Jónína Guðjónsdóttir1, Guðlaug A. Jónsdóttir2 1Geislafræði, Læknadeild, Háskóli Íslands, 2Læknadeild, Háskóli Íslands joninag@hi.is Inngangur: Tölvusneiðmyndir eru þær myndgreiningarrannsóknir sem valda mestu geislaálagi á Íslandi, sem og í öðrum löndum. Rannsóknum hefur fjölgað mikið en jafnframt hafa framfarir í tölvusneiðmynda-tækni orðið til þess að í mörgum tilfellum er hægt að framkvæma tölvusneið- myndarannsóknir með minni geislaskammti en áður. Geislaskammtar í flestum rannsóknum ættu því að fara lækkandi og brýnt er að fylgjast vel með geislaálagi. Af tölvusneiðmyndarannsóknum eru kviðarrannsóknir meðal þeirra geislaþyngstu. Í þessari rannsókn voru geislaskammtar í algengum kviðarrannsóknum kannaðir. Efniviður og aðferðir: Rannsóknin var gagnarannsókn gerð með leyfi siðanefndar Landspítala (47/2015). Hentugleikaúrtak 1094 sjúklinga var skoðað til þess að finna lengdargeislun í algengustu rannsóknum af kvið á Landspítala. Fyrir allar rannsóknir var skráð hvaða prógramm í tæki var notað, kyn sjúklings, aldur og lengdargeislun. Við úrvinnslu voru tekin með prógrömm sem voru notuð oftar en 50 sinnum. Prógrömm með sama nafni en fyrir mismunandi stóra sjúklinga voru skoðuð sem eitt þar sem slíkt var aðeins fyrir hendi í tæki A. Niðurstöður: Fjórar gerðir rannsókna voru gerðar oftar en 50 sinnum, alls 908 sinnum. Lengdargeislun í almennri tölvusneiðmyndarann- sókn af kvið reyndist vera 948,9 mGycm í tæki A en 704,1 mGycm í tæki B. Þetta samsvarar 14,2 og 10,6 mSv geislaálagi. Lengdargeislun í nýrnasteinayfirliti var 322 mGycm í tæki A en 490 mGycm í tæki B sem samsvarar 5,0 og 7,3 mSv geislaálagi. Marktækur munur (p<0,01) var á lengdargeislun milli tækja og milli prógramma. Ályktun: Geislaálag sjúklinga í tölvusneiðmyndarannsóknum af kvið á LSH er í hærra lagi miðað við nýlegar tölur frá Evrópu. E 61 Íslensk langtímarannsókn um þróun, framvindu og batahorfur stams Jóhanna T. Einarsdóttir Læknadeild/talmeinafræði, Heilbrigðisvísindasvið jeinars@hi.is Inngangur: Þrálátt stam getur haft mikil áhrif á líf og lífsgæði einstak- linga. Faraldsfræðilegar tölur um algengi og nýgengi stams eru á reiki en rannsóknir benda til að algengi stams sé um 1%. Flestir byrja að stama á leikskólaaldri en eingöngu hluti þeirra stamar fram eftir aldri. Fáar langtímarannsóknir hafa birst um stam en þættir sem eru taldir spá fyrir um framvindu stamsins eru kyn, fjölskyldusaga um stam, málkunnátta barnsins og einkenni stamsins. Efniviður og aðferðir: Í þessari rannsókn voru 38 einstaklingar (greindir með stam) athugaðir í tvígang, í fyrra skiptið (árið 2005) á leikskólaaldri
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Læknablaðið : fylgirit

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.