Læknablaðið : fylgirit - 03.01.2017, Side 30

Læknablaðið : fylgirit - 03.01.2017, Side 30
X V I I I V Í S I N D A R Á Ð S T E F N A H Í F Y L G I R I T 9 1 30 LÆKNAblaðið/Fylgirit 91 2017/103 Conclusions. Membrane permeable carbonic anhydrase inhibitors induce vasodilation in precontracted porcine retinal arteries, while membrane impermeable inhibitors do not, suggesting that cytosolic isoenzymes mediate the vasodilation. E 75 Eye Manifestations in Adenine Phosphoribosyltransferase Deficiency Hrafnhildur L. Runólfsdóttir1, Runólfur Pálsson2, Inger M. Ágústsdóttir3, Viðar Ö. Eðvarðsson3, Gunnar M. Zoëga4 1Landspitali University Hospital, 2Division of Nephrology, Landspitali University Hospital, 3Children's Medical Center, Landspitali University Hospital, 4Division of Ophthalmology, Landspitali University Hospital hrafnhr@landspitali.is Introduction: Adenine Phosphoribosyltransferase (APRT) deficiency is a hereditary disorder of purine metabolism that leads to excessive production and renal excretion of 2,8-dihydroxyadenine (DHA), causing kidney stones and crystal nephropathy. Treatment with allopurinol or febuxostat alleviates DHA production, stone burden and kidney injury. Extrarenal manifestations have not been reported, except for one case of possible corneal deposits. The aim of this study was to characterize eye symptoms among patients with APRTd. Methods: Records of 58 patients in the RKSC APRTd Registry were systematically reviewed. Patients were invited for ophthalmologic exa- mination. Results: Twenty-seven patients complained of eye symptoms, most commonly irritation (n=17), photophobia (n=16), dry eyes (n=11), blurred vision (n=10) and foreign body sensation (n=10). Eleven have undergone a thorough eye examination, of whom 8 had corneal findings, including superficial punctate keratitis, punctate epithelial erosions and corneal “deposits”. Four additional patients had a history of corneal defects. Eye symptoms were only reported in patients receiving treatment with allopurinol or febuxostat. At last follow-up, 23 patients were treated with allopurinol at a median (range) dose of 300 (200-600) mg/day, while 3 were taking febuxostat 80 mg/day. Three patients discontinued pharmacotherapy due to the eye symptoms and experienced relief wit- hin days or weeks. Conclusion: Ocular manifestations are common in patients with APRTd, including signs of corneal injury and deposits, which may consist of DHA. The ocular manifestations may also be drug-related although such findings have not been reported for allopurinol or febuxostat. Future studies will focus on determining the nature of the corneal deposits. E 76 Norðurljósagreining á oxunarskemmdum í DNA Hafþór I. Ragnarsson1, Bjarki Guðmundsson1,2, Hans G. Þormar1,3, Jón J. Jónsson1,2 1Lífefna- og sameindalíffræðistofa, Læknadeild, Háskóli Íslands, 2Erfða og sameindalæknisfræðideild, Landspítala, 3Lífeind ehf. hir11@hi.is Inngangur: Oxunarskemmdir í DNA tengjast öldrun og ákveðnum sjúk- dómum, þ.m.t. krabbameinum. Oxunarskemmdir myndast m.a. vegna Fenton hvarfs, en það er myndun frjálsra stakeinda úr vetnisperoxíði þegar það kemst í tæri við tvígildar málmjónir. Norðurljósagreining er að- ferð sem greinir margs konar skemmdir í DNA samtímis í flóknum kjarn- sýrusýnum með fljótlegum og einföldum hætti. Aðferðin byggir á tvívíð- um þáttháðum rafdrætti sem aðgreinir DNA sameindir eftir lengd, þátt- un, byggingu og lögun. Aðferðin greinir m.a. ein- og tvíþátta brot, innan- og milliþátta krosstengi, fyrirferðamikla tengihópa og uppsöfnun einþátta DNA. Oxunarskemmdir eins og 8-oxógúanín breyta ekki byggingu og lögun DNA nægilega til að þær greinist með Norðurljósagreiningu. Fpg er viðgerðarensím sem að þekkir oxunarskemmdir á borð við 8-oxógúan- ín og myndar einþátta brot í DNA þar sem slíkar skemmdir er að finna. Markmið rannsóknarinnar var að athuga hvort að Norðurljósagreining með Fpg skurði geti verið notuð til að greina oxunarskemmdir í DNA. Efniviður og aðferðir: Oxunarskemmdir voru framkallaðar í DNA með Fenton hvarfi og Fpg viðgerðarensím var notað til að skera oxunar- skemmdir úr og mynda einþátta brot. Norðurljósagreining var notuð til að greina DNA skemmdir. Niðurstöður: Norðurljósagreining greindi einþátta brot og milliþátta krosstengi sem mynduðust í DNA við Fenton hvarf og með meðhöndlun Fpg ensíms greindist aukning í einþátta brotum sem samsvarar oxunar- skemmdum. Ályktanir: Norðurljósagreining getur verið öflug aðferð til að greina oxunarskemmdir í DNA. Milliþátta krosstengi af völdum Fenton hvarfs greindust en því hefur ekki verið lýst áður. Með notkun Fpg var hægt að greina oxunarskemmdir sem valda ekki breytingum í byggingu og lögun DNA. E 77 Samspil TGFbeta og TSP-1 í æðaþeli og brjóstakrabbameini Helga Þráinsdóttir1, Jóhann F. Rúnarsson2, Guðrún Valdimarsdóttir2 1Lífefna- og sameindalíffræðistofa, Læknadeild, Háskóli Íslands, 2Læknadeild, Háskóli Íslands hheellggaa@gmail.com Inngangur: Talið er að brjóstakrabbameinsfrumur sem hafa dreifst frá frumæxlinu séu ekki aðeins háðar æðum vegna blóðflæðis held- ur seyti æðaþelsfrumur þáttum sem hafi áhrif á vöxt meinvarpa. Thrombospondin-1 (TSP-1) er sykruprótein sem hemur æðamyndun. Transforming growth factor beta (TGFbeta) eykur tjáningu TSP-1. TGFbeta eykur einnig tjáningu próteinsins Id1 sem hvetur æðavöxt. Æðaþelsfrumur hafa tvennskonar viðtaka fyrir TGFbeta, ALK1 og ALK5. Markmiðið er að skoða samspil TGFbeta og TSP-1, áhrif þeirra á vöxt og fjölgun æðaþelsfrumna og brjóstakrabbameinsfrumna. Efniviður og aðferðir: Æðaþelsfrumur úr músum og mönnum, auk ósæðarbúta úr músum voru örvuð með TGFbeta. Búnar voru til veiruagn- ir með shRNA til að slá niður tjáningu TSP-1 auk veiruagna með sívirkum ALK1 og ALK5 viðtökum. Próteintjáning var metin með western blot og ónæmisflúrlitun en RNA myndun með PCR. Vaxtarmynstur æðaþels- frumna á matrigeli voru metin. Niðurstöður: TGFbeta örvar tjáningu TSP-1 í æðaþelsfrumum. Sívirkjun ALK5 viðtakans eykur tjáningu TSP-1 en sívirkjun ALK1viðtakans eykur tjáningu Id1. Þegar TSP-1 er slegið niður eykst tjáning Id1. Ef TSP-1 er slegið niður eða ALK1 viðtakinn sívirkur mynda æðaþelsfrumur pípulaga vaxtarmynstur á matrigeli. Æðaþelsfrumur sem tjá TSP-1 mynda ekki pípulaga vaxtarmynstur. Ályktanir: TGFbeta getur virkjað tvær boðleiðir í æðaþelsfrumum með andstæðum áhrifum á æðamyndun. TGFbeta hvetur tjáningu TSP-1 í gegnum ALK5 viðtakann og hindrar þannig æðamyndun. Þegar tjáning TSP-1 er slegin niður virkjast ALK1 boðleiðin, tjáning Id1 eykst og æða- myndun örvast. Þessar niðurstöður gefa ástæðu til athugana á áhrifum þessara boðleiða æðaþelsfrumna á krabbameinsfrumur og hafinn er undirbúningur rannsóknar á brjóstakrabbameinsfrumum í rækt og vefja- sýnum.

x

Læknablaðið : fylgirit

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.