Læknablaðið : fylgirit - 03.01.2017, Qupperneq 31

Læknablaðið : fylgirit - 03.01.2017, Qupperneq 31
X V I I I V Í S I N D A R Á Ð S T E F N A H Í F Y L G I R I T 9 1 LÆKNAblaðið/Fylgirit 91 2017/103 31 E 78 Miðla utangenaerfðir kæliviðbragði í mannafrumum? Salvör Rafnsdóttir1, Li Zhang2, Hans T. Björnsson1,2,3 1Læknadeild Háskóli Íslands, 2McKusick-Nathans-stofnunin í erfðalækningum, Læknadeild Johns Hopkins Háskólans, 3Barnadeild Læknadeild Johns Hopkins Háskólans sar10@hi.is Inngangur: Hér rannsökum við hvort utangenaerfðakerfi sem miðla svörun við hitastigsáreiti hjá plöntum, H3K4me3 (Trithorax kerfi), geri slíkt hið sama hjá mönnum. Einnig eflist tjáning tveggja gena (CIRP og SP1) við kælingu en það nýtist til að rannsaka svörun frumna við kælingu og til að þróa aðferð sem án valskekkju afhjúpar þá þætti sem gætu átt þátt í auknu svari gena við kuldaáreiti. Efni og aðferðir: Við notuðum utangenaerfðavísa til að rannsaka tilgátu okkar um að H3K4me3 sé rofinn sem frumur notast við til þess að bregð- ast við köldu hitastigsáreiti. Einnig voru útbúnir þrír hitastigssértækir vísar sem að segja til um tjáningu tveggja gena (CIRP og SP1). Þessir vísar gerðu okkur kleift að athuga mismunandi viðbrögð krabbameinsfrumu- lína á skjótvirkan hátt. Niðurstöður: Við sáum tilhneigingu á aukningu á H3K4me3 merkjum með lægra hitastigsáreiti. Við sýndum fram á mismunandi tjáningar- mynstur vísa hjá mismunandi frumulínum þegar þær voru útsettar fyrir hitstigsáreiti. HEK293 frumulínan var athuguð með öllum þrem vísum- (HEK293-CIRP/SP1short/SP1long) og virkni athuguð við 26°C, 29°C, 32°C, 37°C og 40°C. Fyrir alla vísana sást marktækur munur milli 32°C og 37°C(P<0,05; P<0,001; P<0,001). SP1short vísirinn var innleiddur í fleiri frumulínur: HCT116, HeLa, Jurkat, K562, SK-N-SH. Þar sást marktækur munur á virkni vísins milli 32°C og 37°C hjá SK-N-SH (P<0,001). Ályktanir: Mismunandi svörun gæti stafað af vefjauppruna eða erfða- mengissamsetningar frumulínanna. Betri skilningur á aðlögun frumna að hitastigsbreytingum gæti aukið skilning hvernig kæling sem meðferð verkar og leitt til þess að hægt verði að þróa lyf sem framkallað jákvæð áhrif kælingar og þannig einfaldað meðferð sjúklings. E 79 BRCA2 genabreytileiki og brjóstakrabbamein á jarðhitasvæðum Aðalbjörg Kristbjörnsdóttir, Vilhjálmur Rafnsson Miðstöð í lýðheilsuvísindum, Háskóli Íslands addab@simnet.is Inngangur: Rannsóknir á Íslandi hafa sýnt að tíðni brjóstakrabbameina er hærri á jarðhitasvæðum en annars staðar. Markmiðið er að meta tölulega hvort BRCA2 genabreytileiki er truflandi þáttur í þessum rannsóknum og skýri þessa háu tíðni brjóstakrabbameina. Efniviður og aðferðir: Þátttakendur í rannsókninni eru einstaklingar, á aldrinum 5-64 ára úr manntali sem tekið var árið 1981 og þeim fylgt eftir til loka árs 2013. Útsettur hópur og samanburðarhópar (íbúar volgra og kaldra svæða) eru skilgreindir eftir sveitarfélagsnúmerum, aldri hita- veitna og aldri berggrunns. Við rannsóknina er hlutfallsleg áhætta reiknuð með aðferð Axelson og Steenland og notaðar tölur úr öðrum birtum rannsóknum á tíðni BRCA2 genabreytileika hjá sjúklingum og hendings úrtaki þjóðarinnar. Niðurstöður: Hættan á brjóstakrabbameini vegna BRCA2 genabreytileika, var reiknuð 106.97 hjá íbúum jarðhitasvæða, 103.50 hjá íbúum volgra sam- anburðarsvæða og 103.89 hjá íbúum kaldra samanburðarsvæða. Á jarð- hitasvæðunum er því um 3% aukin áhætta á brjóstakrabbameini vegna BRCA2 genabreytileika í samanburði við volg og köld svæði. Ályktun: Á jarðhitasvæðum eru stökkbreytingar tíðari vegna BRCA2 genabreytileikans en á samanburðarsvæðum, en það skýrir einungis brot af tíðni brjóstakrabbameina á jarðhitasvæðunum, þar sem áhættuhlutföll- in (HR) reyndust 1,23 í samanburði við volg svæði og 1,42 í samanburði við köld svæði. Mismunandi dreifing BRCA2 genabreytileikans milli svæðanna er því ekki alvarlega truflandi þáttur, og skýrir ekki eitt sér hærri tíðni brjóstakrabbameina á jarðhitasvæðum. E 80 Fíkniefnaneysla í Reykjavík metin með mælingum á frárennslisvatni Arndís Löve, Kristín Ólafsdóttir Rannsóknastofa í lyfja- og eiturefnafræði, Læknadeild, Háskóli Íslands asl2@hi.is Inngangur: Notkun ólöglegra fíkniefna er vaxandi vandamál í heiminum vegna neikvæðra áhrifa þeirra á heilsufar og glæpatíðni. Faraldsfræði frárennslisvatns (e. sewage epidemiology) er aðferðafræði sem notuð er til að meta notkun fíkniefna þar sem litið er á frárennslisvatn sem samansafn þvagsýna frá heilu samfélagi. Hægt er að meta fíkniefnanotkun á fljótvirk- ari og nákvæmari hátt samanborið við aðrar hefðbundnari aðferðir. Efniviður og aðferðir: Frárennslissýnum var safnað með sjálfvirkum sýnatökubúnaði frá Skerjafjarðarveitu og Sundaveitu. Sýnataka stóð yfir í eina viku sumarið 2015 og í þrjár vikur vorið 2016. Magngreining var framkvæmd á algengum fíkniefnum ásamt metýlfenídati. Notaður var háþrýstivökvagreinir tengdur tvöföldum massaskynjara og fastfasa súlu- skiljun. Styrkir efnanna voru bakreiknaðir yfir í mg/dag/1000 íbúa. Niðurstöður: Þegar borið var saman magn fíkniefna var amfetamín mest á báðum árstíðum og fylgdi þar kókaín, kannabis og MDMA á eftir. Þegar bornar voru saman árstíðir var amfetamín og kókaín í meira magni vorið 2016 en metamfetamín, MDMA, kannabis og metýlfenídat í meira magni sumarið 2015. Þessar niðurstöður sýna að aðgengi fíkniefna getur breyst milli tímabila og getur efnahagur einnig haft áhrif. Aukning var á MDMA og kókaín notkun um helgar samanborið við aðra vikudaga á báðum tímabilum og er þetta í samræmi við þekktar notkunarvenjur þessara efna. Notkun á amfetamíni, metamfetamíni, kannabisefnum og metýlfenídati var stöðugri yfir vikuna. Ályktanir: Þessar niðurstöður sýna að þessi aðferðafræði getur gefið hraðar og nákvæmar upplýsingar um magn og notkunarvenjur fíkniefna á afmörkuðu svæði á Íslandi. E 81 Að velja fæðingu án inngripa: Viðhorf ungra íslenskra kvenna til barneigna Emma Swift1, Helga Gottfreðsdóttir1, Helga Zoëga2, Mechthild M. Gross3, Kathrin Stoll4 1Hjúkrunarfræðideild Háskóli Íslands, 2Læknadeild, Háskóli Íslands, 3Midwifery Research and Education Unit, Department of Obstetrics, Gynaecology & R, 4School of Population and Public Health, University of British Columbia ems23@hi.is Inngangur: Viðhorf til fæðinga mótast snemma á lífsleiðinni og benda erlendar rannsóknir til að tengsl séu milli fæðingarótta fyrir meðgöngu og viðhorfa til notkunar tækni í barnseignarferlinu. Markmið þessarar rann- sóknar er að auka þekkingu á hvaða þættir styrkja ungar íslenskar konur til að velja fæðingu án inngripa. Efniviður og aðferðir: Nemendum Háskóla Íslands var boðið að taka þátt í alþjóðlegri, staðlaðri og þýddri spurningakönnun í nóvember 2014. Lógístísk aðhvarfsgreining var notuð til að finna hráa og leiðrétta hlut- fallslega áhættu (RRa) og 95% öryggisbil (CI) fyrir viðhorf til fæðingar án inngripa með tilliti til fæðingarótta og sjálfsöryggis kvenna. Niðurstöður: 410 konur sem ekki höfðu verið barnshafandi en vildu eign- ast barn í framtíðinni luku könnuninni. Ein af hverjum tíu konum vildu
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Læknablaðið : fylgirit

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.