Læknablaðið : fylgirit - 03.01.2017, Blaðsíða 35
X V I I I V Í S I N D A R Á Ð S T E F N A H Í
F Y L G I R I T 9 1
LÆKNAblaðið/Fylgirit 91 2017/103 35
meðferð sjúklinga voru upplýsingar fengnar úr rafrænu skráningarkerfi
hjá sjúklingum fyrir (N=44) - og eftir innleiðingu (N=34). Blönduð rann-
sóknaraðferð var notuð til þess að meta árangur innleiðingar hjá hjúkr-
unarfræðingum og sjúkraliðum fyrir (N=33) og eftir innleiðingu (N=25)
með eftirfarandi mælitækjum (1) Hvetjandi og letjandi þættir innleiðingar
og (2) Gæðavísar um hjúkrun heilablóðfallssjúklinga í endurhæfingu.
Eigindlegi hluti rannsóknarinnar fól í sér rýnihópaviðtöl við 8 hjúkrunar-
fræðinga og 8 sjúkraliða eftir innleiðingu.
Niðurstöður: Inntak leiðbeininganna var í góðu samræmi við þær aðferðir
sem beitt var í hjúkrun sjúklinganna. Notkun þeirra stuðlaði að sam-
ræmdari vinnubrögðum, jók áherslu á að efla hreyfi- og sjálfsbjargargetu
sjúklinga og að skima fyrir vandamálum meðal annars andlegri vanlíðan.
Á kvarðanum 1-10 voru leiðbeiningarnar gagnlegar (M=7,7), innleiðingin
tókst vel (M= 7,4) og meiri hluti þátttakenda var virkur í innleiðingunni
(M=7,1).
Ályktanir: Klínísku leiðbeiningarnar eru gagnlegar í hjúkrun heilablóð-
fallssjúklinga í endurhæfingu og innleiðingin tókst vel.
E 92 Hvernig geta styrkleikamiðaðar meðferðarsamræður við
fjölskyldur ungra kvenna með átröskun eflt geðhjúkrunarþjónustu?
Erla Kolbrún Svavarsdóttir1, Margrét Gísladóttir2
1Heilbrigðisvísindasvið, Hjúkrunarfræðideild, Háskóli Íslands, 2Landspítali
eks@hi.is
Bakgrunnur: Græðandi áhrif meðferðasamræðna sem eiga sér stað milli
geðhjúkrunarfræðinga og fjölskyldna sem eru að fást við langvinna
geðsjúkdóma eða geðraskanir hafa nýverið fengið aukna athygli meðal
geðhjúkrunarfræðinga, rannsakenda og stjórnenda í heilbrigðisþjónust-
unni. Þó rannsóknaniðurstöðum hafi fjölgað sem sýna fram á ávinning af
því að sinna fjölskyldum einstaklinga með geðraskanir, þá er stuðningur
við fjölskyldur einstaklinga með geðraskanir eða geðsjúkdóma engan-
vegin fullnægjandi á mörgum heilbrigðisstofnunum. Umönnunaraðilar
unglinga og ungra einstaklinga með átraskanir upplifa oft streitu, vand-
líðan sektarkennd, skömm og reiði auk þess sem þau eru tilfinningalega
viðkvæm og varnarlaus. Þess vegna eru þessir umönnunaraðilar oft í
þörf fyrir stuðning frá heilbrigðisstarfsfólki vegna þess að rannsóknar-
niðurstuður hafa sýnt fram á mikilvægir fjölskyldustuðnings í bataferli
einstaklingsins. Markmið þessarar rannsóknar var að þróa og að prófa
styrkleikamiðaðar meðferðarsamræður fyrir fjöskyldur unglinga og
ungra einstaklinga með átraskanir.
Aðferðir: Meðferðin samanstendur af 5 meginþáttum: þ.e. (1) að draga
fram veikindasögu, (2) spyrja meðferðarspurninga, (3) auðkenna styrk, seiglu
og úrræði, (4) bjóða upp á gagnreyndar upplýsingar og (5) styrkja hjálpleg
viðhorf og vinna með hindrandi viðhorf sem og að þróa meðferðarsamband
og að auðkenna stuðningsnet fjölskyldunnar.
Niðurstöður: Niðurstöður úr þessari hálf-stöðluðu tilraunarannsókn
meðal 18 umönnunaraðila unglinga eða ungra kvenna með átröskun,
sýndu marktækt hærri fjölskyldustuðning og marktækt hærra sjálfsöryggi
varðand viðhorf til átröskununar yfir tímabilið sem rannsóknin stóð yfir,
það er eftir að umönnunaraðilarnir höfðu fengið styrkleikamiðaðar með-
ferðarsamræður í 5 skipti.
Ályktun: Styrkleikamiðaðar meðferðarsamræður geta gagnast fjölskyld-
um unglinga og fjölskyldum ungra einstaklinga með átraskanir.
E 93 Notkun viðbótarmeðferða á íslenskum hjúkrunarheimilum
Þóra J. Gunnarsdóttir, Ingibjörg Hjaltadóttir
Hjúkrunarfræðideild, Háskóli Íslands
thoraj@hi.is
Inngangur: Íbúar á íslenskum hjúkrunarheimilum hafa margvísleg and-
leg og líkamleg vandamál og flóknar hjúkrunarþarfir. Rannsóknir hafa
sýnt að þunglyndi og hegðunarvandi er margvíslegur meðal íbúa. Margar
viðbótarmeðferðir virðast hafa jákvæð áhrif til að draga úr vanlíðan og
efla gæði lífs meðal eldra fólks. Markmið þessarar rannsóknar var að fá
upplýsingar um hvaða viðbótarmeðferðir eru veittar á íslenskum hjúkr-
unarheimilum, hverjir veita meðferðirnar og hversu stórt hlutfall í búa
er talið geta haft not fyrir þær. Einnig var spurt hvort hjúkrunarheimilið
þurfi stuðning til að efla viðbótarmeðferðir.
Efniviður og aðferðir: Spurningalisti með 14 spurningum um notkun við-
bótarmeðferða var þróaður og sendur til allra hjúkrunarheimila á Íslandi,
eða 59 talsins. Fjörutíu og átta heimili svöruðu, eða 81%.
Niðurstöður: Niðurstöðurnar sýndu að af þeim sem svöruðu bjóða 43
(90%) hjúkrunarheimili uppá viðbótarmeðferðir. Margar ólíkar starfs-
stéttir koma að því að skipuleggja og veita þessa meðferð en helst eru það
hjúkrunarfræðingar og sjúkraliðar. Algengustu meðferðirnar eru: heitir
bakstrar, leikfimi, samvera í hóp og nærvera með einstaklingi.Fjörutíu
og fjögur prósent eða 21 hjúkrunarheimili áætlar að nær allir af íbúum
geti nýtt sér þessar meðferðir. Hjúkrunarstjórnendur vildu flestir allir eða
43 (90%) þiggja aðstoð við eflingu viðbótarmeðferða, til dæmis í formi
fræðslu eða samvinnu við aðrar stofnanir.
Ályktanir: Á flestum íslenskum hjúkrunarheimilum eru veittar viðbótar-
meðferðir en hjúkrunarstjórnendur þessara heimila óska eftir að fá frekari
upplýsingar, aðstoð og leiðbeiningar til að efla notkun þeirra enn frekar.
Áhugavert væri að skoða frekar hvernig þessi notkun nýtist íbúum hjúkr-
unarheimila.
E 94 Samþætting í heimaþjónustu: Eigindleg rannsókn á samvinnu
hjúkrunar- og félagsþjónustu
Margrét Guðnadóttir1, Kristín Björnsdóttir1, Sigríður Jónsdóttir2
1Hjúkrunarfræðideild, Háskóli Íslands, 2Velferðarráðuneyti
maggagudna@gmail.com
Inngangur: Unnið hefur verið að markvissri samþættingu í heima-
þjónustu í Reykjavík frá árinu 2009 til að styrkja umönnunarstarf og
gera öldruðum kleift að búa lengur heima með viðeigandi stuðningi.
Fjölbreyttar þarfir aldraðra kalla á aðkomu fjölmargra starfsstétta og
undirstrikar mikilvægi samvinnu í heimaþjónustu. Sýnt hefur verið fram
á að samþætting auki gæði þjónustu með bættu flæði upplýsinga og
einföldun daglegrar meðferðar og umönnunar í heimahúsi. Samvinna
er forsenda samþættrar þjónustu en hún krefst skilvirkrar upplýsinga-
miðlunar og skýrrar hlutverkaskipunar. Tilgangur rannsóknarinnar var
að varpa ljósi á samvinnu milli starfsfólks hjúkrunar- og félagsþjónustu í
fullsamþættri heimaþjónustu. Einnig að greina stöðu, hindranir og hvata
samþættingar með hliðsjón af fræðilíkönum.
Efniviður og aðferð: Rannsóknin var eigindleg þar sem byggt var á
einstaklingsviðtölum og rýnihópum (N=39). Leitast var við að varpa ljósi
á skilning starfsmanna í heimahjúkrun og félagsþjónustu á samvinnu og
samþættingu heimaþjónustu. Í rýnihópasamtölum var leitast við að skýra
frekar samvinnu og framgang samþættingar. Eigindleg innihaldsgreining
og rammagreining voru nýttar við gagnagreiningu.
Niðurstöður: Samkvæmt skipuriti heimaþjónustunnar er fullri sam-
þættingu lokið. Hún er þó ekki fullgerð miðað við upplifun starfsfólks og