Læknablaðið : fylgirit - 03.01.2017, Qupperneq 38

Læknablaðið : fylgirit - 03.01.2017, Qupperneq 38
búsetu, hæð og þyngd (n=2117). Upplýsinga um kvilla á meðgöngu og í fæðingu var aflað úr sjúkraskrá. Niðurstöður: Þegar þátttakendur voru spurðir hvort þeir forðuðust al- mennt ákveðnar fæðutegundir eða heilu fæðuflokkana, svöruðu um 20% því játandi. Algengast var að þátttakendur forðuðust mjólkurvörur (9%), en um 4% sögðust forðast fisk og sama hlutfall forðast kjöt. Í heildina nota um 85% barnshafandi kvenna í rannsókninni einhver bætiefni, en 35% þátttakenda tók lýsi reglulega. Um 12% þátttakenda borða fisk <1x í mánuði og nota jafnframt < 1skammt á dag af mjólkurvörur og teljast í hættu að þróa joðskort á meðgöngunni. Ályktanir: Góð þátttaka í rannsókninni bendir til þess að fýsilegt sé að skima fyrir fæðuvali í upphafi meðgöngu, með það fyrir augum að finna konur sem fullnægja ekki þörf sinni og fóstursins fyrir lykilnæringarefni eða eru taldar í áhættu á kvillum í meðgöngu vegna óheilsusamlegs mataræðis. E 102 Meðgöngusykursýki eftir innleiðingu nýrra klínískra leiðbeininga um skimun fyrir sykursýki á meðgöngu Margrét H. Ívarsdóttir1, Hildur Harðardóttir1,2, Ómar S. Gunnarsson2, Arna Guðmundsdóttir3 1Læknadeild Háskóla Íslands, 2Kvennadeild Landspítala, 3Lyflækningasvið, Landspítali mhi4@hi.is Inngangur: Á Íslandi var tíðni meðgöngusykursýki (MGS) 4,4% árin 2007- 8. Í febrúar 2012 tóku gildi nýjar klínískar leiðbeiningar um skimun fyrir MGS með lægri viðmiðum en áður. Búist var við að algengi MGS myndi aukast verulega. Efniviður og aðferðir: Allar konur með MGS sem fæddu einbura á LSH frá 1.3. 2012–1.3. 2014 (n=345) og sambærilegur viðmiðunarhópur (V) (n=612). Skráður var aldur móður, kynþáttur, hæð, þyngd, sykurþolpróf, meðferð, meðgöngulengd, fæðingarmáti, fæðingarþyngd, fylgikvillar á meðgöngu, fæðingu og nýburaskeiði. Lýsandi tölfræði var beitt. Niðurstöður: MGS greindist hjá 5,2% (345 / 6631). Insúlínmeðferð þurftu 33,9% en hjá 66,1% dugði mataræðisbreyting og hreyfing. Konur með MGS voru þyngri en V (88,2 kg vs 76,3; p=4*10-¹⁴). Fæðing var framkölluð hjá 51,6% og 22,7% (p=0.0001) hjá MGS og V en ekki var munur á keisara- skurðartíðni. Hjá MGS og V var langvinnur háþrýstingur hjá 7,8% og 2% (p=0,00001) og vanvirkur skjaldkirtill hjá 5,5% og 2,1% (p=0,005). Konur með MGS voru ekki líklegri til að fá meðgönguháþrýsting eða meðgöngu- eitrun. Nýburar kvenna með MGS voru líklegri til að vera þungburar (7,3% og 3,6%; p=0,012), fæðast fyrir tímann (7,5% og 2,9%; p=0,0011), þurfa skammtímaeftirlit á vökudeild (17,4% og 11,1%; p=0,0061), fá nýburagulu (6,7% og 3,3%; p=0,015) og blóðsykurfall (3,48% og 0,16%; p=0,00002). Ekki var munur á tíðni axlarklemmu (p=0,2) og viðbeinsbrota (p=0,85). Ályktanir: Algengi MGS hefur aukist úr 4,4% í 5,2%. Konur með MGS eru þyngri, hafa frekar langvinnan háþrýsting og þurfa oftar framköllun fæðingar. Börn þeirra eru líklegri til að vera þungburar, fyrirburar, fá gulu og blóðsykurfall. E 103 Endurspeglast notkunarleysi getnaðarvarna í endurteknum fóstureyðingum? Sóley S. Bender Hjúkrunarfræðideild, Háskóli Íslands ssb@hi.is Inngangur: Í lögum frá 1975 um fóstureyðingar segir að auðvelda eigi almenningi útvegun getnaðarvarna, m.a. með því að sjúkrasamlög taki þátt í kostnaði þeirra. Slíkt hefur aldrei komið til framkvæmda. Ýmsar getnaðarvarnir eru dýrar og eftir hrun hækkuðu þær í verði. Tilgangur rannsóknarinnar var að skoða hvort breyting hafi orðið á endurteknum fóstureyðingum á tímabilinu 2000-2015. Efniviður og aðferðir: Skráð gögn í Landshögum og gagnaskrá Embættis landlæknis um fóstureyðingar voru skoðuð með tilliti til endurtekinna fóstureyðinga á tímabilinu 2000-2015. Greint var hlutfall endurtekinna fóstureyðinga eftir því hvort viðkomandi hafði einu sinni, tvisvar eða þrisvar áður farið í fóstureyðingu. Niðurstöður: Á fyrri hluta tímabilsins (2000-2007) var meðaltal endurtek- inna fóstureyðinga 31% en 36% á því seinna (2008-2015). Langflestar af þeim sem höfðu áður farið í fóstureyðingu á tímabilinu 2000-2015 höfðu einu sinni áður slíka reynslu að baki. Það hlutfall var á bilinu 67-75%, 74% árið 2000 og 67% árið 2015. Það voru 16-25% sem höfðu á tímabilinu farið tvisvar áður í fóstureyðingu. Hlutfallið fór hækkandi, úr 19% árið 2000 og í 25% árið 2015. Á bilinu 5-10% kvenna höfðu farið þrisvar sinnum áður í fóstureyðingu. Lítilsháttar hækkun var á síðara hluta tímabilsins. Ályktanir: Á heimsvísu eru um 40% þungana taldar vera óráðgerðar. Um helmingur þeirra má rekja til þess að getnaðarvarnir brugðust. Stafar það meðal annars af því að þær voru ekki notaðar rétt. Það bendir til þess að ráðgjöf um getnaðarvarnir hafi verið ábótavant. Niðurstöður þessarar rannsóknar benda til vissra erfiðleika við notkun getnaðarvarna sem ráð- gjöf um getnaðarvarnir og niðurgreiðsla getnaðarvarna gæti haft áhrif á. E 104 Ráðgjöf um getnaðarvarnir á Kvennasviði Landspítala í 20 ár Sóley S. Bender Hjúkrunarfræðideild, Háskóli Íslands ssb@hi.is Inngangur: Samkvæmt lögum frá 1975 um ráðgjöf og fræðslu varðandi kynlíf og barneignir, fóstureyðingar og ófrjósemisaðgerðir þá skal starf- rækja ráðgjöf um getnaðarvarnir á spítölum landsins. Slík ráðgjöf hefur verið starfrækt í tuttugu ár á Kvennasviði Landspítalans, 1997-2017. Tilgangur rannsóknarinnar var að skoða þróun þjónustunnar yfir tuttugu ára tímabil. Efniviður og aðferðir: Skoðaðar voru komur kvenna í ráðgjöfina á ár- unum 1997-2017 með tilliti til fjölda, tegundar getnaðarvarna og aldurs. Gagnasöfnun byggðist á skráðum gögnum. Niðurstöður: Fyrstu árin fer komum hægt fjölgandi frá 135 árið 1997 og nær hámarki á árunum 2002-2003, um 400 komur. Fjöldi koma hefur verið háður opnunartíma. Frá upphafi hafa unglingsstúlkur verið fjölmennasti hópurinn. Ráðandi getnaðarvarnir fyrstu tíu árin voru getnaðarvarnapill- an og hormónasprautan. Oft voru ódýrari getnaðarvarnir fyrir valinu. Á seinna helmingi tímabilsins verður val kvenna um getnaðarvarnir fjölbreyttara. Notkun lykkjunnar er mismikil milli ára, um 5-20% af öllum getnaðarvörnum. Almennt er lítil notkun á hormónahringnum og horm- ónaplástrinum. Ályktanir: Sú þróun hefur átt sér stað á árunum 1997-2013 að tíðni fóstur- eyðinga meðal unglingsstúlkna 15-19 ára hefur farið verulega lækkandi. Árið 1997 var tíðnin 20,4 per 1000 en var komin niður í 12,7 per 1000 árið 2014. Margvíslegir skýringarþættir geta legið þar að baki eins og greitt aðgengi að neyðarpillunni árið 2000 og ráðgjöf um getnaðarvarnir. Líklegt má telja að ráðgjöfin stuðli að meðferðarheldni en slíkt krefst frekari rann- sókna. Niðurstöður sýna að ódýrari getnaðarvarnir verða oft fyrir valinu. 38 LÆKNAblaðið/Fylgirit 91 2017/103 X V I I I V Í S I N D A R Á Ð S T E F N A H Í F Y L G I R I T 9 1
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Læknablaðið : fylgirit

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.