Læknablaðið : fylgirit - 03.01.2017, Side 41

Læknablaðið : fylgirit - 03.01.2017, Side 41
X V I I I V Í S I N D A R Á Ð S T E F N A H Í F Y L G I R I T 9 1 LÆKNAblaðið/Fylgirit 91 2017/103 41 E 112 Klínísk rökhugsun og ákvarðanataka sjúkraþjálfara við hreyfingu á alvarlega veikum sjúklingum; eigindleg rannsókn Ólöf R. Ámundadóttir1, Gísli H. Sigurðsson1, Helga Jónsdóttir2, Elizabeth Dean3 1Læknadeild, Háskóli Ísland, 2Hjúkrunarfræðideild, Háskóli Ísland, 3Department of Physiotherapy, University of British Columbia olofra@landspitali.is Inngangur: Sjúkraþjálfarar gegna mikilvægu hlutverki í meðferð alvar- lega veikra sjúklinga á gjörgæsludeildum og jákvæð áhrif þess að auka hreyfingu og upprétta stöðu gjörgæslusjúklinga eru vel þekkt. Markmið þessarar eigindlegu rannsóknar var að lýsa ferli klínískrar rökhugsunar og ákvarðanatöku sjúkraþjálfara við hreyfingu á alvarlega veikum sjúk- lingum á gjörgæsludeild. Efniviður og aðferðir: Þægindaúrtak 12 sjúkraþjálfara sem störfuðu á skurð-, lyfja- og gjörgæsludeildum Landspítala og tóku þátt í gæsluvökt- um sjúkraþjálfara. Gagnasöfnun fólst í áhorfsathugun og hálfstöðluðu djúpviðtali. Gögnin voru greind með eigindlegri efnisgreiningu. Niðurstöður: Greining gagna leiddi í ljós 6 flokka og fjóra umlykjandi þætti sem höfðu áhrif á klínska rökhugsun og ákvarðanatöku sjúkra- þjálfara við hreyfingu á alvarlega veikum sjúklingum. Flokkarnir kallast: Sjúklingur, Gjörgæsla, Sjúkraþjálfari, Flutningur, Þjálfun (aðferð, ákefð, tími og tíðni) og Áætluð niðurstaða. Umlykjandi þættirnir fjórir kallast: Öryggi og vellíðan, Skoðun og meðferð samtvinnuð, Einstaklingsbundin meðferð byggð á viðbrögðum sjúklings og Hindranir og lausnir. Ályktanir: Niðurstöður rannsóknarinnar varpa ljósi á klíníska rökhugsun og ákvarðanatöku sjúkraþjálfara við hreyfingu á alvarlega veikum sjúk- lingum. Nálgun sjúkraþjálfaranna í rannsókninni að hreyfingu alvarlega veikra sjúklinga var einstök og byggðist á ástandi sjúklings, einstak- lingsbundnum þörfum hans og svörun við hreyfingunni, auk aðstæðu- bundinna atriða. Þekking á ferli klínískrar rökhugsunar sjúkraþjálfara við hreyfingu á alvarlega veikum sjúklingum varpar ekki einungis ljósi á hugsanaferli sjúkraþjálfaranna sjálfra við þetta verkefni, hún getur einnig nýst til að kenna starfsfólki, nýliðum og nemum. E 113 Stuðningur við hjúkrunarfræðinema í klínísku námi á sængurkvennadeild Arnheiður Sigurðardóttir Heilbrigðisvísindasvið, Hjúkrunarfræðideild, Háskóli Íslands arnheid@hi.is Inngangur: Tilgangur starfendarannsóknarinnar var að varpa ljósi á hvaða verkefni hjúkrunarfræðinemar verða vitni að eða taka þátt í að framkvæma í klínísku námi á meðgöngu og sængurkvennadeild Landspítala. Einnig var athugað hvort námstækifærablað og verkefnabók um brjóstagjöf sem lögð eru fyrir nemendur á námstímanum gæti stutt nemendur í námi þar sem töluverður tími getur liðið á milli þess sem nemendur sækja bóklega tíma, fara á vettvang og taka próf. Efniviður og aðferð: Innleitt var dagbókar námstækifærablað þar sem nemendur voru beðnir um að skrá hvað þeir gerðu eða urðu vitni að á vettvangi og lögð var fyrir nemendur verkefnabók um brjóstagjöf. Gögnum var safnað með könnun í Uglu þar sem 58 hjúkrunarfræðinemar skráðu dagbókarskráningu sína af námstækifærablað og lögðu mat á gagnsemi verkefnabókar um brjóstagjöf. Gagnasöfnun hófst að hausti 2015 og lauk að vori 2016. Dagbókarfærslum alls 58 hjúkrunarfræðinema var safnað, þær flokkaðar og greindar. Niðurstöður: Niðurstöður sýna að hjúkrunarfræðinemar eru að takast á við margvísleg verkefni í klínísku námi sínu. Nemendur voru virkir í að skrá atburði og upplifanir sem þeir töldu áhugaverðar. Nemendur sögðu að vinna við verkefnabókina gæfi reynslu þeirra á deild meiri dýpt og hjálpaði þeim að setja efnið í betra samhengi. Ályktanir: Niðurstöður eru í samræmi við skrif fræðimanna sem fjallað hafa um árangursríkar aðferðir til stuðnings og virkni nemenda í námi. E 114 Þróun á stuttri útgáfu Balanced Inventory of Desirable Responding Ragnhildur Ásgeirsdóttir, Vaka Vésteinsdóttir, Fanney Þórsdóttir Sálfræðideild, Háskóli Íslands ragnhild@hi.is Inngangur: Balanced Inventory of Desirable Responding (BIDR) kvarðinn er eitt mest notaða mælitækið á félagslega æskilegri svörun, sem er tilhneiging fólks til að gefa fegraða mynd af sér í sjálfsmati. Tilgangur þessarar rannsóknar var að þróa styttri útgáfu af BIDR- kvarðanum. Efniviður og aðferðir: BIDR-kvarðinn samanstendur af tveimur undir- kvörðum, sjálfsblekkingu og ímyndarstjórnun, sem innihalda hvor um sig 20 fullyrðingar sem svarað er á 7 punkta kvarða (1=Ekki satt, 4=Að einhverju leyti satt, 7=Mjög satt). Framkvæmdar voru þrjár rannsóknir. Í fyrstu rannsókninni (N=579) voru próffræðilegir eiginleikar kvarðans athugaðir með notkun staðfestandi þáttagreiningar (confirmatory factor analysis; CFA) og svarferlalíkana (item response theory; IRT). Í annarri rannsókninni (N=471) voru metin áhrif fyrirmæla þar sem þátttakendur voru beðnir um að fegra svör sín og í þriðju rannsókninni (N=20) var farið ítarlega í gegnum hvert atriði með viðtölum (cognitive interviews) til að bera kennsl á möguleg vandamál varðandi orðalag eða innihald atriða. Niðurstöður: Niðurstöður þessara þriggja rannsókna leiddu til þró- unar 24 atriða kvarða, BIDR-Short.24. Við val á atriðum var stuðst við þáttahleðslur (≥.30), sundurgreiningarhæfni (item discrimination; >.64), innihaldsréttmæti sem var metið með fegrunarfyrirmælum og að atriði hafi ekki innihaldið sérstaklega viðkvæm málefni, tvöfaldar neitanir eða annað sem olli vandræðum við svörun. CFA á BIDR-Short.24 benti til bættra mátgæða miðað við lengri útgáfu og IRT greining benti til þess að BIDR-Short.24 greini álíka vel á milli þeirra sem hafa mismikið af þessari tilhneigingu og lengri útgáfan. Ályktanir: Niðurstöður benda til þess að próffræðilegir eiginleikar BIDR-Short.24 séu viðunandi en þörf er á frekari rannsóknum á kvarð- anum. E 116 Survival after pulmonary resections for non-small cell lung cancer has improved Hannes Halldórsson1, Ástríður Pétursdóttir1,2, Björn Már Friðriksson1,2, Guðrún Nína Óskarsdóttir2, Steinn Jónsson1,3, Magnús K. Magnússon1,4, Tómas Guðbjartsson1,2 1University of Iceland, Faculty of medicine 2Landspítali University Hospital, Department of cardiothoracic surgery, 3Department of pulmonology Landspítali University Hospital, 4Biomedical center and department of pharmacology and toxicology University of Iceland hannes29@gmail.com Objectives: We studied the outcome of pulmonary resection for non- small cell lung cancer (NSCLC) in a well defined population over a 24 year period, with special focus on survival. Materials and methods: All NSCLC-patients that underwent pulmonary resection in Iceland 1991-2014 were reviewed for demographics, TNM- stage, complication rates and overall survival, over six 4-year periods. Overall survival was estimated (Kaplan-Meier) and Cox-logistic

x

Læknablaðið : fylgirit

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.