Læknablaðið : fylgirit - 03.01.2017, Side 43
X V I I I V Í S I N D A R Á Ð S T E F N A H Í
F Y L G I R I T 9 1
LÆKNAblaðið/Fylgirit 91 2017/103 43
differences (all p<0.0001) were found between the two time points for all
knee angles and moments, the largest for the flexion angle which was 9.8°
(4.2) larger at SPP. Post-hoc analyses showed strong associations between
outcome variables between joints and time points.
Conclusions: Both the first peak vGRF and minimum SPP occur within
the first 100 ms of stance and may therefore both be relevant for ACL
injury risk during early stance. Further investigation is warranted to
identify at which instance greater strain is placed on the ligament.
E 120 Dietary habits across the lifespan and risk of monoclonal
gammopathy of undetermined significance
Maríanna Þórðardóttir1, Ebba K. Lindqvist2, Sigrún H. Lund1, Rene Costello3,
Jóhanna E. Torfadóttir4, Bryndís E. Birgisdóttir4, Debra Burton3, Laufey
Steingrímsdóttir4, Neha S. Korde5, Sham Mailankody5, Guðný Eiríksdóttir6, Lenore
J. Launer7, Tamara B. Harris7, Ola Landgren5, Vilmundur Guðnason6, Sigurður Y.
Kristinsson1
1Faculty of Medicine, University of Iceland, 2Department of Medicine, Karolinska University
Hospital and Karolinska Institutet, 3National Cancer Institute, National Institutes of Health,
4Unit for Nutrition Research, University of Iceland, 5Division of Hematologic Oncology,
Memorial Sloan-Kettering Cancer Center, 6Icelandic Heart Association, 7National Institute on
Aging, National Institute of Health
mthordar@hi.is
Background: All multiple myeloma (MM) cases are preceded by the
premalignant state, monoclonal gammopathy of undetermined signi-
ficance (MGUS). The etiology of MGUS is to a large extent unknown. Our
aim was to explore the effect of diet and dietary patterns on MGUS.
Methods: This study was based on participants from the AGES-Reykjavik
Study (N=5,764). Participants gave information on frequency of intake of
common foods throughout the lifespan. We screened all participants for
MGUS. Principal component analysis was used to extract dietary patterns.
Logistic regression was used to test association between diet and dietary
patterns and MGUS.
Results: A total of 300 (5.2%) MGUS cases were identified. We found that
high consumption of fruits in adolescence and whole-wheat bread in mid-
life were inversely associated with MGUS (OR = 0.63, 95% CI 0.52 - 0.97
and OR = 0.76, 95% CI 0.59 - 1.00, respectively). Additionally, we found
that constant high consumption of rye bread and potatoes throughout the
lifespan were inversely associated with MGUS (OR = 0.70, 95% CI 0.55 -
0.95 and OR = 0.63, 95% CI 0.45 - 0.96, respectively) when compared to
constant low consumption. High adherence to an early life pattern high
in salted/smoked meat and fish and liver sausage, and high adherence to
a midlife pattern high in potatoes and whole-wheat bread were inversely
associated with MGUS (OR=0.89, 95% CI 0.79-1.00 and OR=0.88, 95% CI
0.79-0.98, respectively).
Conclusion: Our findings suggest that food intake can alter the risk of
developing MGUS.
E 121 Öryggi barna í innkaupakerrum: árangursríkt inngrip til
forvarna
Árni Eiríksson, Zuilma Gabríela Sigurðardóttir
Rannsóknarstofa í atferilsgreiningu, Sálfræðideild, Háskóli Íslands
athe1@hi.is
Inngangur: Markmið rannsóknarinnar var að athuga áhrif inngrips sem
var ætlað að minnka líkur á að börn þyngri en 15 kg væru sett ofan í
innkaupakerrur og minnka þar með líkur á slysum og meiðslum vegna
falls úr innkaupakerrum.
Efniviður og aðferðir: Árið 2010 var gerð tilraun í fjórum verslunum
og athuguð áhrif inngrips á líkum þess að foreldrar settu börn ofan í
innkaupakerrur. Notað var margfalt-grunnskeiðssnið með afturhvarfi
til að meta áhrifin. Inngripið var mynd af barni standandi ofan í inn-
kaupakerru innan í bannhring, sem fest var á innanverða kerruna til
móts við þann sem ýtir kerrunni. Leiðbeinandi texti var fyrir ofan mynd.
Nú er hafin rannsókn í þeim tilgangi að bera saman áhrif inngrips án
texta og táknmynd er notuð. Í rannsókninni á áhrifum táknmyndar er
stuðst við ósamhliða margfalt grunnskeiðssnið. Í tilraunum á áhrifum
mismunandi inngripsins án texta eða eingöngu með texta verður stuðst
við margfalt grunnskeiðssnið með afturhvarfi.
Niðurstöður: Helstu niðurstöður upprunalegu rannsóknarinnar voru
að markhegðunin næstum hvarf með inngripinu. Í kjölfar þessarar
rannsóknar hafa Rannsóknastofa í atferlisgreiningu og Tryggingafélagið
Sjóvá hafið samstarf um merkingu innkaupakerra í matvöruverslunum.
Langtíma mælingar á upprunalega inngripinu að einu og tveimur árum
liðnum sýna að markhegðunin helst mjög lág.
Ályktanir: Greinileg virkni inngripsins síðan 2010 bendir til þess að
hægt er að hafa áhrif á markhegðunina og ef niðurstöður viðbótar-
rannsókna benda til þess að táknmyndir virki jafnvel og upprunalega
inngripið, jafnvel án texta, er mögulegt að nota sama inngrip óháð landi
og tungumáli.
E 122 Tengsl 5 mínútna Apgars og fæðingarþyngdar við
námsárangur í íslensku og stærðfræði í grunnskóla
Guðrún I. Þorgeirsdóttir1, Þórður Þórkelsson2, Ingibjörg E. Þórisdóttir3, Inga D.
Sigfúsdóttir3, Þóra Steingrímsdóttir4, Ásgeir Haraldsson2
1Læknadeild, Háskóli Íslands, 2Barnaspítali Hringsins, Landspítali, 3Háskólinn í Reykjavík,
4Kvennadeild, Landspítali
Inngangur: Apgar er stigunarkerfi sem metur ástand nýbura 1 og 5 mínút-
um eftir fæðingu. Markmið rannsóknarinnar var að kanna tengsl Apgars
og fæðingarþyngdar við námsárangur í íslensku og stærðfræði í 4. og 7.
bekk grunnskóla. Rannsóknin er forrannsókn fyrir hluta af rannsókninni
„Lifecourse“ í Háskólanum í Reykjavík.
Efni og aðferðir: Fengnar voru upplýsingar úr “Lifecourse” gagna-
grunninum um öll fullburða börn fædd og búsett í Reykjavík árið 2000,
sem tóku samræmd próf í 4. eða 7. bekk. Parað t-próf, óparað t-próf og
fjölbreytu-línuleg aðhvarfsgreining voru notuð við tölfræðiútreikninga.
Niðurstöður: Apgar hafði marktæk línuleg tengsl við stærðfræði-
einkunnir (2,8; p=0,004), reikning og aðgerðir (hallatala 2,2; p=0,02), tölur
og talnaskilning (hallatala 1,9; p=0,04), og rúmfræði í 4. bekk (hallatala
3,1; p=0,001); og stærðfræði (hallatala 1,9; p=0,04), reikning og aðgerðir
(hallatala 2,0; p=0,03), íslensku (hallatala 2,1; p=0,04) og lestur í 7. bekk
(hallatala 2,3; p=0,01). Ekki var marktækur munur á einkunnum milli
Apgarflokkanna tveggja. Fæðingarþyngd hafði marktæk línuleg tengsl
við stærðfræði (hallatala 0,006; p=0,03), reikning og aðgerðir (hallatala
0,005; p=0,04), tölur og talnaskilning (hallatala 0,005; p=0,04), stafsetningu
(hallatala 0,007; p=0,01), og ritun í 4. bekk (hallatala 0,005; p=0,03); og
íslensku (hallatala 0,006; p=0,003), stafsetningu (hallatala 0,005; p=0,05) og
málnotkun í 7. bekk (hallatala 0,005; p=0,05).
Ályktanir: Rannsóknin sýndi tengsl milli 5 mínútna Apgars og einkunna,
einkum í stærðfræði. Rannsóknin sýndi einnig tengsl milli fæðingar-
þyngdar >2500g og námsárangurs. Lægri fæðingarþyngd hafði meira
forspárgildi fyrir lélegum námsárangri hjá stúlkum en drengjum. Það er
óvenjulegt samanborið við aðrar rannsóknir og þarf að rannsaka nánar á
stærra þýði.