Læknablaðið : fylgirit - 03.01.2017, Blaðsíða 47

Læknablaðið : fylgirit - 03.01.2017, Blaðsíða 47
X V I I I V Í S I N D A R Á Ð S T E F N A H Í F Y L G I R I T 9 1 LÆKNAblaðið/Fylgirit 91 2017/103 47 Ekki fannst marktækt samband milli fjölvítamínnotkunar og dánartíðni (HR=0,91, 95% CI=0,80-1,03) eða dánartíðni vegna hjarta- og æðasjúk- dóma (HR=0,87, 95% CI=0,72-1,05) með leiðréttri lifunargreiningu. Ályktanir: Lítið hlutfall þátttakenda fór yfir efri mörk daglegrar neyslu á flestum vítamínum og steinefnum en þó fóru 22% yfir mörk fyrir B6- vítamín og 14% yfir mörk fyrir sink. Það þarf þó að hafa í huga að þessi neysla bætist ofan á það sem einstaklingar fá úr mataræði. Niðurstöður gefa ekki til kynna að tengsl séu á milli notkunar fjölvítamína og tíðni dauðsfalla eða dauðsfalla vegna hjarta- og æðasjúkdóma meðal aldraðra Íslendinga. E 134 Virkni og afþreying á íslenskum hjúkrunarheimilum Ingibjörg Hjaltadóttir, Þóra J. Gunnarsdóttir Hjúkrunarfræðideild, Heilbrigðisvísindasvið ingihj@hi.is Inngangur: Íbúar á íslenskum hjúkrunarheimilum búa oft við bæði skerta andlega og líkamlega færni. Þunglyndi og hegðunarvandi hrjáir verulegan hluta þeirra en rannsóknir benda til að með virkni og afþreyingu við hæfi sé hægt að draga úr einkennum og auka lífsgæði. Markmið þessarar rannsóknar var að kanna hvaða virkni og afþreying er í boði á íslenskum hjúkrunarheimilum, hverjir sjá um að framkvæma hana og hversu stórt hlutfall íbúa er talinn geta haft not fyrir afþreyingu og virkni. Efniviður og aðferðir: Spurningalisti með 19 spurningum um notkun á virkni og afþreyingu var þróaður og sendur til allra hjúkrunarheimila á Íslandi, eða 59 talsins, 52 heimili svöruðu, eða 96%. Niðurstöður: Niðurstöðurnar sýndu að öll hjúkrunarheimili sem svör- uðu bjóða uppá afþreyingu og virkni. Margar ólíkar starfsstéttir koma að því að skipuleggja og veita þessa þjónustu en helst eru það hjúkr- unarfræðingar og sjúkraliðar. Algengasta virkni og afþreying sem boðið er uppá er: lestur úr bókum, að syngja saman, horfa saman á sjónvarp og fara í göngutúra. Þrjátíu og þrjú prósent eða 17 hjúkrunarheim- ili áætla að nær allir af íbúum geti nýtt sér virkni og af þreyingu. Hjúkrunarheimilin vildu flest öll eða 49 (94%) þiggja aðstoð við eflingu á virkni og afþreyingu til dæmis í formi fræðslu eða samvinnu við aðrar stofnanir. Ályktanir: Íslensk hjúkrunarheimili leitast við að uppfylla þarfir íbúana fyrir virkni og afþreyingu og hafa áhuga á stuðningi til þess. Mikilvægt er að skoða hversu vel virkni og afþreying er aðlöguð að þörfum hvers einstaklings og hvaða leiðir eru bestar til að efla það starf. E 135 Dagleg hreyfing og kyrrseta aldraðra: Staðlað mat í heilsueflandi heimsóknum Sólveig Á. Árnadóttir, Súsanna Karlsdóttir Námsbraut í sjúkraþjálfun, Háskóli Íslands saa@hi.is Inngangur: Frá árinu 2000 hafa heilsueflandi heimsóknir verið fastur hluti af þjónustu við aldraða á svæði Heilbrigðisstofnunar Norðurlands (HSN) á Akureyri. Markmið rannsóknarinnar var að mæla og greina hreyfingu og kyrrsetuhegðun eldri borgara sem þiggja slíka þjónustu. Efniviður og aðferðir: Unnið var með heildarúrtak þeirra sem þáðu heilsueflandi heimsókn á þjónustusvæði HSN á Akureyri árið 2013(N=354, 75-95 ára, 56% konur). Úrtakið endurspeglaði 28% af heildarfjölda 75-95 ára íbúa á svæðinu. Sjúkraþjálfari og iðjuþjálfi skiptu á milli sín heimsóknunum og lögðu fyrir staðlaða spurningalistann Mat á líkamsvirkni aldraðra, MLA (Physical Activity Scale for the Elderly, PASE). MLA kortleggur hreyfingu í frístundum, við heimilisstörf og atvinnu; og veitir innsýn í kyrrsetuhegðun. Reiknuð voru MLA-stig sem endurspegla líkamlega áreynslu og geta verið frá núll upp í 400+ (mikil áreynsla/hreyf- ing). T-próf og Mann-Whitney U próf voru notuð við tölfræðigreiningu og marktektarmörk sett við p<0,05. Niðurstöður: MLA-heildarstig voru frá 0-213 (M=73±40,8). Meirihlutinn tengdist heimilisstörfum (M=58±32,1), lítill hluti tengdist frístundum (M=11±13,3) og óverulegur hluti tengdist atvinnu (M=4,5±16). Konur voru með færri MLA-stig en karlar og giftar konur hreyfðu sig minna í frístundum en aðrar konur (p=0,001). Aldurshópurinn 85-95 ára var með færri MLA-stig en 75-84 ára nema tengt hreyfingu í frístundum. Kyrrsetuathafnir tóku >4 klst/dag hjá 63,6% þátttakenda og 2-4 klst/dag hjá 33,6%. Ályktanir: Lítil hreyfing og veruleg kyrrseta er áberandi meðal aldraðra sem fá heilsueflandi heimsóknir. Í heimsóknunum gefst hins vegar einstakt tækifæri til að leggja staðlað mat á daglega hreyfingu og greina tækifæri til umbóta á þessu mikilvæga sviði heilsuverndar aldraðra. E 136 Meðferð geðklofa með clozapíni hér á Íslandi Oddur Ingimarsson1, James H. MacCabe2, Magnús Haraldsson1, Halldóra Jónsdóttir1, Engilbert Sigurðsson1 1Háskóli Íslands, 2Institute of Psychiatry odduri@gmail.com Inngangur: Clozapín er eina geðrofslyfið sem hefur ábendingu fyrir meðferð geðklofa sem svarar illa meðferð með geðrofslyfjum. Markmið rannsóknarinnar er að lýsa notkun clozapíns á Íslandi og þá sérstaklega með tilliti til kyrningafæðar (neutropenia). Efniviður og aðferðir: Gerð var textaleit í sjúkraskrá 1191 sjúklings sem höfðu samþykkt þátttöku í rannsókn á erfðabreytileika og geðrofssjúk- dómum að orðum sem tengjast clozapín notkun og helstu aukaverkun- um. Samtals fannst 201 sjúklingur með geðklofa þar sem hægt var að staðfesta notkun á clozapíni og 410 sjúklingar með geðklofa sem höfðu aldrei notað það. Niðurstöður: Meðalaldur við upphaf clozapín meðferðar var 37,8 ár. Eftir 20 ára meðferð voru ennþá 71,2% sjúklinga á clozapín meðferð. Um það bil 17% sjúklinga á clozapíni voru einnig á forðasprautum. Við áætlum að 16% sjúklinga með geðklofa hafi reynt clozapín-meðferð. Meðferð með meira en einu geðrofslyfi var mjög algeng eða í 66% tilvika. Kyrningafæð var hins vegar ekki algengari hjá þeim sem voru á clozapín borið saman við sjúklinga á öðrum geðrofslyfjum. Ályktanir: Clozapín er öflugasta meðferðin sem til er við geðklofa en er líklega vannýtt. Alvarleg kyrningafæð fær of mikla athygli miðað við aðrar aukaverkanir sem clozapín getur valdið en enginn í rannsókn- arhópnum reyndist hafa hlotið varanlegan skaða af völdum kyrningafæð- ar. Líklega tengist stór hluti af kyrningafæð hjá sjúklingum á clozapine ekki clozapine meðferð. Það er tífalt líklegra að látast í bílslysi hér á landi en vegna kyrningafæðar hjá þeim sem nota clozapín til lengri tíma (40 ár). E 137 Athygliskekkjuþjálfun á villigötum? Rannsókn á næmi athyglisverkefna fyrir athygliskekkju Árni Kristjánsson1, Andri Björnsson2, Ólafía Sigurjónsdóttir3 1Rannsóknastofa í Sjónvísindum 2Sálfræði, Háskóla Íslands, 3Háskóla Íslands ak@hi.is Inngangur: Athyglisskekkjuþjálfun er ný meðferðarleið við kvíðarösk-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.