Læknablaðið : fylgirit - 03.01.2017, Qupperneq 49

Læknablaðið : fylgirit - 03.01.2017, Qupperneq 49
X V I I I V Í S I N D A R Á Ð S T E F N A H Í F Y L G I R I T 9 1 LÆKNAblaðið/Fylgirit 91 2017/103 49 Niðurstöður: Heildarfjöldi nauðungarlyfjagjafa var 999 talsins. Munur á einkennum kom fram milli hópanna en hlutfall karla var hærra í hópi 1 en í hópi 2 (p=0,026) og hlutfall sjúklinga með geðrofssjúkdóm (F20-29) var hærra í hópi 1 en í hópi 2 (p<0,0001). Marktækt fleiri inn- lagnir og legudagar að meðaltali voru hjá sjúklingum í hópi 1 en í hópi 2 (p<0,0001). Ályktanir: Niðurstöður rannsóknar benda til ákveðinna einkenna og þar með áhættuþátta hjá sjúklingum varðandi nauðungarlyfjagjafir. Rannsóknin veitir mikilvægar upplýsingar fyrir skipulag og stjórnun geðheilbrigðisþjónustunnar og þar með gæði hennar. E 141 Astmi og ofnæmi: Frá fæðingu til fullorðinsára Arndís R. Stefánsdóttir, Björn Árdal, Björn R. Lúðvíksson, Ásgeir Haraldsson Læknadeild, Háskóli Íslands asgeir@lsh.is Inngangur: Ofnæmissjúkdómar eru algengt, vaxandi heilsufarsvandamál og eru 30-40% fólks með einn eða fleiri ofnæmissjúkdóma. Markmið rann- sóknarinnar var að meta breytingar og algengi á ofnæmissjúkdómum hjá einstaklingum sem fylgt hefur verið eftir í tæp 30 ár. Efniviður og aðferðir: 179 einstaklingum hefur verið fylgt eftir í tæpa þrjá áratugi með skoðunum á aldrinum tveggja, fjögurra, átta, 15 ára, 21 árs og nú 29 ára. Sjúkdómarnir voru greindir með stöðluðum spurningalistum, líkamsskoðun og húðprófum og upplýsinga aflað um lyfjanotkun, fjöl- skyldusögu og umhverfisþætti. Niðurstöður: Af 112 þátttakendum, 29 ára, voru 56 (50%) með einn eða fleiri ofnæmissjúkdóma, oftast vægan sjúkdóm. Algengi exems var 14% en var hæst 31% við tveggja ára aldur. Nú greindust 23% einstaklinga með astma (helmingur með áreynsluastma), voru 28% við fjögurra ára aldur og 13% við 8 ára aldur. Ekkert barn greindist með ofnæmiskvef við tveggja ára aldur. Alls voru nú 30% þátttakenda með ofnæmiskvef en 33% við 21 árs aldur og enginn við tveggja ára aldur. Marktæk tengsl voru milli ofnæmiskvefs og astma (p=0,006). Þátttakendur með jákvæða fjölskyldusögu voru marktækt líklegri til að vera með astma (p=0,03) eða ofnæmiskvef (p=0,02). Þriðjungur var með jákvætt húðpróf, oftast fyrir grasi (n=27) og köttum (n=23). Af þeim þátttakendum sem áttu barn með ofnæmissjúkdóm var tæplega helmingur með ofnæmissjúkdóm. Ályktanir: Ofnæmissjúkdómar eru algengir á Íslandi eins og í ná- grannalöndum. Algengi exems er hátt í barnæsku en lækkar með aldri ólíkt algengi ofnæmiskvefs og astma sem eykst með aldrinum. Langtímarannsóknir á algengi ofnæmissjúkdóma eru mikilvægar til að auka þekkingu á þróun þeirra. E 142 Árangur skorufyllinga í 6-ára fullorðinsjöxlum barna Jónas Geirsson Tannlæknadeild, Háskóli Íslands jonasge@hi.is Inngangur: Í baráttunni gegn tannskemmdum í börnum er notast við ýmis meðul. Fræðsla og forvarnir skipa þar háan sess. Stór þáttur í forvarnarstarfi tannlækna gegn tannskemmdum eru skorufyllingar tanna þar sem bitskorum jaxla er lokað með plastblendisefnum. Tilgangur rannsóknarinnar er að skrá upplýsingar um árangur af slíkri forvarnar- starfsemi. Efniviður og aðferðir: Kannaður var árangur forvarna í formi skoru- fyllinga í fremri fullorðinsjöxlum (6 ára jöxlum) með afturskyggnri hóprannsókn. Skoðaðar voru sjúkraskrár og röntgenmyndir með tilliti til skorufyllinga og tannskemmda barna fædd 1998; frá 6 ára til 18 ára og barna fædd 2003; frá 6 ára til 12 ára. Athugað var hvort skorufylltir fletir í ofangreindum tönnum á þessum tímabilum hefðu haldist óskemmdir eða þurft á tannfyllingarmeðferð að halda. Niðurstöður: Í hópi barna fædd 1998 var 51 einstaklingur þar sem samtals voru skorufylltir 176 fremri fullorðinsjaxlar. Eftir 12 ár voru 18 tennur með plastblendisfyllingar vegna tannskemmda í hliðarflötum og 6 tennur með fyllingu í bitfleti vegna tannskemmda þar. Í hópi barna fædd 2003 voru 33 einstaklingar þar sem skorufylltir voru samtals 108 fremri fullorðinsjaxlar. Eftir 6 ár voru tvær tennur með plastblendifyllingar í hliðarflötum og engin í bitflötum. Ályktanir: Af þessarri könnun má draga þá ályktun að sú forvarnarað- gerð að skorufylla jaxla í börnum sé árangursrík aðferð gegn skemmdum í bitflötum tanna. E 143 Orka í skólamáltíðum og nesti skólabarna á Norðurlöndum Ragnheiður Júníusdóttir1, Ingibjörg Gunnarsdóttir2, Anna S. Ólafsdóttir1 1Menntavísindasvið, Háskóli Íslands, 2Rannsóknastofa í næringarfræði við Matv, Háskóli Íslands raggajun@hi.is Inngangur: Samkvæmt núgildandi ráðleggingum ætti hádegismatur ásamt morgunnesti að veita um það bil þriðjung af daglegri meðalorku- þörf. Hæfilegt er að hádegismatur veiti 500-600 kcal/dag og aldrei minna en 400 kcal miðað við minnsta skammt. Meðalorkuþörf 11 ára barna er að áætluð 2000 kcal/dag miðað við kyn, líkamsþunga og mismunandi hreyfingu. Efniviður og aðferðir: Rannsókninni Skólamáltíðir á Norðurlöndum (ProMeal) er ætlað að rannsaka fjölþætt áhrif skólamáltíða og nestis í Finnlandi, Íslandi, Noregi og Svíþjóð. Skóladagur barna er oft á tíðum langur og mikilvægt er að skólamáltíðir veiti næga orku til að takast á við daginn. Ekki hefur áður verið gerður samanburður á því hvað börn borða í skólanum í þessum fjórum löndum. Farið var í 30 grunnskóla, níu í Finnlandi, sex á Íslandi, sex í Noregi og níu í Svíþjóð. Teknar voru ljósmyndir af tæplega 4000 skólamáltíðum (Finnland, Ísland, Svíþjóð) og nesti (Noregur) 11 ára skólabarna (n=837). Niðurstöður: Orkuinntaka var mismikil milli landa. Að meðaltali borðuðu finnsk skólabörn minnst, eða 269 kcal (SD±108), en norsk börn sem tóku með sér nesti að heiman borðuðu mest eða 410 kcal (SD±128). Ályktanir: Mikill breytileiki var í orkuinntöku barnanna milli landa og í mörgum tilfellum veitir skólamáltíðin ekki fullnægjandi orku. Síðari niðurstöður munu varpa ljósi á gæði máltíðanna burtséð frá orkuinni- haldi þeirra og hvort veiti betri næringu, nesti að heiman eða skipulagðar skólamáltíðir. E 144 Yfirlið á bráðamóttöku Barnaspítala Hringsins - orsakir og afleiðingar Marta Ólafsdóttir, Gylfi Óskarsson, Sigurður E. Marelsson, Valtýr S. Thors, Ásgeir Haraldsson Læknadeild, Háskóli Íslands asgeir@lsh.is Inngangur: Orsakir yfirliðs eru oftast óþekktar en geta verið merki um alvarlega sjúkdóma. Markmið rannsóknarinnar var að greina helstu undirliggjandi orsakir skyndilegra yfirliða á Bráðamóttöku Barnaspítala
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Læknablaðið : fylgirit

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.