Læknablaðið : fylgirit - 03.01.2017, Qupperneq 49
X V I I I V Í S I N D A R Á Ð S T E F N A H Í
F Y L G I R I T 9 1
LÆKNAblaðið/Fylgirit 91 2017/103 49
Niðurstöður: Heildarfjöldi nauðungarlyfjagjafa var 999 talsins. Munur
á einkennum kom fram milli hópanna en hlutfall karla var hærra í
hópi 1 en í hópi 2 (p=0,026) og hlutfall sjúklinga með geðrofssjúkdóm
(F20-29) var hærra í hópi 1 en í hópi 2 (p<0,0001). Marktækt fleiri inn-
lagnir og legudagar að meðaltali voru hjá sjúklingum í hópi 1 en í hópi
2 (p<0,0001).
Ályktanir: Niðurstöður rannsóknar benda til ákveðinna einkenna og
þar með áhættuþátta hjá sjúklingum varðandi nauðungarlyfjagjafir.
Rannsóknin veitir mikilvægar upplýsingar fyrir skipulag og stjórnun
geðheilbrigðisþjónustunnar og þar með gæði hennar.
E 141 Astmi og ofnæmi: Frá fæðingu til fullorðinsára
Arndís R. Stefánsdóttir, Björn Árdal, Björn R. Lúðvíksson, Ásgeir Haraldsson
Læknadeild, Háskóli Íslands
asgeir@lsh.is
Inngangur: Ofnæmissjúkdómar eru algengt, vaxandi heilsufarsvandamál
og eru 30-40% fólks með einn eða fleiri ofnæmissjúkdóma. Markmið rann-
sóknarinnar var að meta breytingar og algengi á ofnæmissjúkdómum hjá
einstaklingum sem fylgt hefur verið eftir í tæp 30 ár.
Efniviður og aðferðir: 179 einstaklingum hefur verið fylgt eftir í tæpa þrjá
áratugi með skoðunum á aldrinum tveggja, fjögurra, átta, 15 ára, 21 árs og
nú 29 ára. Sjúkdómarnir voru greindir með stöðluðum spurningalistum,
líkamsskoðun og húðprófum og upplýsinga aflað um lyfjanotkun, fjöl-
skyldusögu og umhverfisþætti.
Niðurstöður: Af 112 þátttakendum, 29 ára, voru 56 (50%) með einn eða
fleiri ofnæmissjúkdóma, oftast vægan sjúkdóm. Algengi exems var 14%
en var hæst 31% við tveggja ára aldur. Nú greindust 23% einstaklinga
með astma (helmingur með áreynsluastma), voru 28% við fjögurra ára
aldur og 13% við 8 ára aldur. Ekkert barn greindist með ofnæmiskvef
við tveggja ára aldur. Alls voru nú 30% þátttakenda með ofnæmiskvef
en 33% við 21 árs aldur og enginn við tveggja ára aldur. Marktæk tengsl
voru milli ofnæmiskvefs og astma (p=0,006). Þátttakendur með jákvæða
fjölskyldusögu voru marktækt líklegri til að vera með astma (p=0,03) eða
ofnæmiskvef (p=0,02). Þriðjungur var með jákvætt húðpróf, oftast fyrir
grasi (n=27) og köttum (n=23). Af þeim þátttakendum sem áttu barn með
ofnæmissjúkdóm var tæplega helmingur með ofnæmissjúkdóm.
Ályktanir: Ofnæmissjúkdómar eru algengir á Íslandi eins og í ná-
grannalöndum. Algengi exems er hátt í barnæsku en lækkar með
aldri ólíkt algengi ofnæmiskvefs og astma sem eykst með aldrinum.
Langtímarannsóknir á algengi ofnæmissjúkdóma eru mikilvægar til að
auka þekkingu á þróun þeirra.
E 142 Árangur skorufyllinga í 6-ára fullorðinsjöxlum barna
Jónas Geirsson
Tannlæknadeild, Háskóli Íslands
jonasge@hi.is
Inngangur: Í baráttunni gegn tannskemmdum í börnum er notast við
ýmis meðul. Fræðsla og forvarnir skipa þar háan sess. Stór þáttur í
forvarnarstarfi tannlækna gegn tannskemmdum eru skorufyllingar tanna
þar sem bitskorum jaxla er lokað með plastblendisefnum. Tilgangur
rannsóknarinnar er að skrá upplýsingar um árangur af slíkri forvarnar-
starfsemi.
Efniviður og aðferðir: Kannaður var árangur forvarna í formi skoru-
fyllinga í fremri fullorðinsjöxlum (6 ára jöxlum) með afturskyggnri
hóprannsókn. Skoðaðar voru sjúkraskrár og röntgenmyndir með tilliti
til skorufyllinga og tannskemmda barna fædd 1998; frá 6 ára til 18 ára og
barna fædd 2003; frá 6 ára til 12 ára. Athugað var hvort skorufylltir fletir í
ofangreindum tönnum á þessum tímabilum hefðu haldist óskemmdir eða
þurft á tannfyllingarmeðferð að halda.
Niðurstöður: Í hópi barna fædd 1998 var 51 einstaklingur þar sem samtals
voru skorufylltir 176 fremri fullorðinsjaxlar. Eftir 12 ár voru 18 tennur með
plastblendisfyllingar vegna tannskemmda í hliðarflötum og 6 tennur með
fyllingu í bitfleti vegna tannskemmda þar. Í hópi barna fædd 2003 voru 33
einstaklingar þar sem skorufylltir voru samtals 108 fremri fullorðinsjaxlar.
Eftir 6 ár voru tvær tennur með plastblendifyllingar í hliðarflötum og
engin í bitflötum.
Ályktanir: Af þessarri könnun má draga þá ályktun að sú forvarnarað-
gerð að skorufylla jaxla í börnum sé árangursrík aðferð gegn skemmdum
í bitflötum tanna.
E 143 Orka í skólamáltíðum og nesti skólabarna á Norðurlöndum
Ragnheiður Júníusdóttir1, Ingibjörg Gunnarsdóttir2, Anna S. Ólafsdóttir1
1Menntavísindasvið, Háskóli Íslands, 2Rannsóknastofa í næringarfræði við Matv, Háskóli
Íslands
raggajun@hi.is
Inngangur: Samkvæmt núgildandi ráðleggingum ætti hádegismatur
ásamt morgunnesti að veita um það bil þriðjung af daglegri meðalorku-
þörf. Hæfilegt er að hádegismatur veiti 500-600 kcal/dag og aldrei minna
en 400 kcal miðað við minnsta skammt. Meðalorkuþörf 11 ára barna er
að áætluð 2000 kcal/dag miðað við kyn, líkamsþunga og mismunandi
hreyfingu.
Efniviður og aðferðir: Rannsókninni Skólamáltíðir á Norðurlöndum
(ProMeal) er ætlað að rannsaka fjölþætt áhrif skólamáltíða og nestis í
Finnlandi, Íslandi, Noregi og Svíþjóð. Skóladagur barna er oft á tíðum
langur og mikilvægt er að skólamáltíðir veiti næga orku til að takast á
við daginn. Ekki hefur áður verið gerður samanburður á því hvað börn
borða í skólanum í þessum fjórum löndum. Farið var í 30 grunnskóla,
níu í Finnlandi, sex á Íslandi, sex í Noregi og níu í Svíþjóð. Teknar voru
ljósmyndir af tæplega 4000 skólamáltíðum (Finnland, Ísland, Svíþjóð) og
nesti (Noregur) 11 ára skólabarna (n=837).
Niðurstöður: Orkuinntaka var mismikil milli landa. Að meðaltali
borðuðu finnsk skólabörn minnst, eða 269 kcal (SD±108), en norsk börn
sem tóku með sér nesti að heiman borðuðu mest eða 410 kcal (SD±128).
Ályktanir: Mikill breytileiki var í orkuinntöku barnanna milli landa og
í mörgum tilfellum veitir skólamáltíðin ekki fullnægjandi orku. Síðari
niðurstöður munu varpa ljósi á gæði máltíðanna burtséð frá orkuinni-
haldi þeirra og hvort veiti betri næringu, nesti að heiman eða skipulagðar
skólamáltíðir.
E 144 Yfirlið á bráðamóttöku Barnaspítala Hringsins - orsakir og
afleiðingar
Marta Ólafsdóttir, Gylfi Óskarsson, Sigurður E. Marelsson, Valtýr S. Thors, Ásgeir
Haraldsson
Læknadeild, Háskóli Íslands
asgeir@lsh.is
Inngangur: Orsakir yfirliðs eru oftast óþekktar en geta verið merki um
alvarlega sjúkdóma. Markmið rannsóknarinnar var að greina helstu
undirliggjandi orsakir skyndilegra yfirliða á Bráðamóttöku Barnaspítala