Læknablaðið : fylgirit - 03.01.2017, Blaðsíða 52

Læknablaðið : fylgirit - 03.01.2017, Blaðsíða 52
X V I I I V Í S I N D A R Á Ð S T E F N A H Í F Y L G I R I T 9 1 52 LÆKNAblaðið/Fylgirit 91 2017/103 E 151 Sjúkraþjálfun á stofu á árunum 1999-2015: Eru notendur þjónustunnar að eldast? Sólveig Á. Árnadóttir Rannsóknarstofa í hreyfivísindum, Námsbraut í sjúkraþjálfun, Háskóli Íslands saa@hi.is Inngangur: Markmið rannsóknarinnar var að greina hvort hækkandi meðalaldur Íslendinga skili sér í breyttu hlutfalli eldri borgara (≥ 65 ára) í hópi þeirra sem fá sjúkraþjálfun á stofu. Efniviður og aðferðir: Rannsóknin byggði á fyrirliggjandi upplýsingum um alla sem fengu sjúkraþjálfun á stofu á árunum 1999 til 2015 með greiðsluþátttöku Sjúkratrygginga Íslands (N=172071) og mannfjöldatöl- um frá Hagstofu Íslands. Fisher’s exact og kí-kvaðrat próf voru notuð við tölfræðigreiningu. Niðurstöður: Á árunum 1999 til 2015 jókst hlutfall eldri borgara, meðal þeirra sem fengu sjúkraþjálfun á stofu, úr 18,9% í 24,6% (OR=1,40; 95%CI=1,34-1,45). Á sama tíma jókst hlutfall þessa aldurshóps á lands- vísu úr 11,6% í 13,9% af heildarmannfjölda. Í hópi eldri borgara sem fékk sjúkraþjálfun á stofu árið 1999 voru karlar 35,5%, 62,4% voru á aldrinum 65-74 ára, 32,4% 75-84 ára og 5,2% ≥85 ára. Hagstofutölur 1999 sýna að í hópi eldri borgara á landsvísu voru karlar 45% og hlutföll fyrrnefndra aldurshópa voru 56,3%, 33,2% og 10,5%. Í hópi eldri borgara sem fékk sjúkraþjálfun á stofu árið 2015 voru karlar 37,8%, 53,7% voru á aldrinum 65-74 ára, 34,4% 75-84 ára og 11,9% ≥85 ára. Hagstofutölur 2015 sýna að í hópi eldri borgara á landsvísu voru karlar 47,4% og hlutföll fyrrnefndra aldurshópa voru 56,8%, 30,1% og 13,1%. Samanburður á þeim sem fóru í sjúkraþjálfun á stofu 1999 og 2015 sýnir að þeim allra elstu hefur fjölgað mest (p<0,001) og hlutur eldri karla hefur aukist (p=0,007). Ályktanir: Breytt aldurssamsetning í hópi þeirra sem sækja sjúkraþjálfun á stofu kallar á sterka öldrunarfræðiþekkingu á þessum vettvangi. E 152 Heilsufar og færni við komu á hjúkrunarheimili: Samanburður á íbúum með og án sykursýki, þýðisrannsókn Árún K. Sigurðardóttir1, Ragnheiður H. Arnarsdóttir1, Kjartan Ólafsson2, Ingibjörg Hjaltadóttir3 1Heilbrigðisvísindasvið, Háskólinn á Akureyri, 2Hug-félagsvísindasvið, Háskólinn á Akureyri, 3Hjúkrunarfræðideild, Háskóli Íslands arun@unak.is Inngangur: Slök stjórnun á sykursýki eykur áhættu á fylgikvillum sykur- sýkinnar en fylgikvillar leiða oft til líkamlegrar færniskerðingar. Fólk með sykursýki flytur yngra á hjúkrunarheimili en þeir án sykursýki. Tilgangur rannsóknarinnar var að bera sama heilsufar, færni, lyfjanotkun og sjúk- dómsgreiningar íbúa með og án sjúkdómsgreiningarinnar sykursýki við komu á hjúkrunarheimili. Efniviður og aðferð: Afturskyggn rannsókn yfir árin 2003-2014, notuð voru gögn frá gagnasafni um mat á heilsufari og hjúkrunarþörf íbúa á öldrunarstofnunum. Hver íbúi var með eitt mat, alls 7215 möt. Niðurstöður: Samtals voru íbúar án sykursýki 6264 og þeir með sykursýki 987. Meðalaldur íbúa án sykursýki var 83,6 ár (sf 8,2) og þeirra með sykur- sýki 81,8 ár (sf 8,0). Hlutfall einstaklinga með sykursýki við komu á hjúkr- unarheimili jókst frá 10% árið 2003 til 18% árið 2013. Þegar að leiðrétt var fyrir aldri og kyni, voru íbúar með sykursýki með hærra BMI, meiri líkur á óstöðugu heilsufari, betri vitræna getu, meiri vandamál með þvaglát, fleiri sár á stigum 1, 2 og 3, og höfðu fleiri sýkingar af völdum ónæmra bakt- ería og oftar lungnabólgu, borið saman við þá án sykursýki. Íbúar með sykursýki voru líka líklegri til að hafa háþrýsting, hjartasjúkdóma vegna blóðþurrðar og sjúkdóma í útlægum slagæðum. Hinsvegar reyndist ekki vera munur milli hópanna varðandi heilablóðfall, lömun eða Alzheimer- sjúkdóm en íbúar með sykursýki voru ólíklegri til að hafa beingisnun. Ályktanir: Íbúum með sykursýki fer fjölgandi á hjúkrunarheimilum, því fylgir meiri þörf fyrir flókna umönnun. Tryggja þarf að starfsfólk hafi þekkingu á hvernig meðhöndla á sykursýki hjá öldruðum. E 153 Næringarástand sjúklinga á öldrunardeild Landspítala: Viðhorf sjúklinga og nýting fæðissóun matar frá eldhúsi Katrín S. Kristbjörnsdóttir, Ólöf G. Geirsdóttir, Óla K. Magnúsdóttir Matvæla- og næringarfræðideild, HÍ ogg@hi.is Inngangur: Vannæring er þekkt vandamál meðal aldraðra inniliggjandi sjúklinga. Ástæður vannæringar aldraðra eru fjölþættar, en vísbendingar eru um að margir öldrunarsjúklingar uppfylla ekki næringarþarfir sínar vegna mikillar fæðusóunar. Markmiðið var 1) að meta hættu á vannær- ingu meðal sjúklinga á öldrunardeildum, 2) að meta hversu miklu af sjúkrahúsmatnum er sóað, 3) að meta orkuinntöku sjúklinga á öldrunar- deildum, og 4) að meta viðhorf sjúklinga til fæðisins á sjúkrahúsinu. Aðferðir: Þversniðsrannsókn þar sem þátttakendur voru 181 sjúklingur á öldrunardeildum Landspítala, Landakoti, þar af 102 konur og 79 karlar. Meðalaldur þátttakenda var 83 ár. Sérstakt skimunarblað var notað til að meta hættu á vannæringu og svokallað diskamódel var notað til að meta nýtingu/sóun matar og orkuinntöku. Einnig var notaður 12-spurninga spurningalisti sem höfundur bjó til að meta viðhorf sjúklinga til fæðis. Niðurstöður: 117 sjúklingar (66%) höfðu ákveðnar eða sterkar líkur á vannæringu (N=178). Fæðusóun var meiri í hádegismatnum en kvöld- matnum, eða 33% samanborið við 26% (N=74). Hætta á vannæringu og fæðusóun var mismunandi eftir deildum. Meðal orkuinntaka þátttakenda (N=17) var 1300 (±400) kkal/dag. Meðal próteininntakan sjúklinga var 0.8 g/kg/dag. Þrettán af 17 þátttakendum sögðu að sjúkrahúsmaturinn væri annaðhvort mjög góður eða frekar góður. Meira en helmingur sagði að maturinn væri ekki nægilega heitur og engum sjúkling var boðið að velja á milli rétta á matseðli. Ályktanir: Líkur eru á að næringarástand sjúklinga á öldrunardeildum Landspítala sé ófullnægjandi. Orku- og próteinbætt fæði gæti verið ákjós- anlegri kostur fyrir aldraða sjúklinga. Mögulega væri hægt að draga úr fæðusóun með því að hafa kvöldmatinn stærstu máltíð dagsins. E 154 Þróun sjálfvirkra myndvinnsluaðferða til merkinga á heilahólfum sjúklinga með fullorðinsvatnshöfuð Lotta M. Ellingsen1, Snehashis Roy2, Aaron Carass3, Ari M. Blitz4, Dzung L. Pham2, Jerry L. Prince3 1Læknisfræðileg verkfræði, rafmagns- og tölvuverkfræðideild, Háskóli Íslands, 2CNRM, The Henry M. Jackson Foundation for the Advancement of Military Medicine, 3Rafmagns- og tölvuverkfræðideild, Johns Hopkins University, 4Röntgendeild, Johns Hopkins University lotta@hi.is Inngangur: Fullorðinsvatnshöfuð er viðvarandi form vatnshöfuðs í öldruðum, sem talið er orsakast af stífu í flæði mænuvökva. Full- orðinsvatnshöfuð einkennist af minnisskerðingu, jafnvægisleysi og þvagleka og er talið vera orsök 5% allrar heilabilunar. Erfitt getur reynst að greina fullorðinsvatnshöfuð og eru sjúklingar oft misgreind- ir með Alzheimer eða Parkinson sjúkdóma. Ef hins vegar tekst að greina fullorðinsvatnshöfuð þá eiga þeir sjúklingar möguleika á með- ferð með skurðaðgerð ólíkt öðrum þekktum orsökum heilabilunar. Fullorðinsvatnshöfuð er því ein af fáum meðhöndlanlegum heilabilun- um.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.