Læknablaðið : fylgirit - 03.01.2017, Blaðsíða 55

Læknablaðið : fylgirit - 03.01.2017, Blaðsíða 55
X V I I I V Í S I N D A R Á Ð S T E F N A H Í F Y L G I R I T 9 1 LÆKNAblaðið/Fylgirit 91 2017/103 55 E 161 Samband heilsu móður og barns og mat foreldra á lundafari barns við 4 ára aldur Guðrún Kristjánsdóttir1, Lilja Sigurðardóttir2, Margrét Eyþórsdóttir3 1Hjúkrunarfræðideild/Kvenna- og Barnasvið Landspítala, Fræðasvið barnahjúkrunar, 2Hjúkrunarfræðideild, Fræðasvið barnahjúkrunar, 3Kvenna- og barnasvið, Landspitali Children’s Hospital gkrist@hi.is Inngangur: Lundarfar er að mestu talið byggja á erfðafræðilegum grund- velli. Þó hefur verið sýnt að aðstæður og uppeldi áhrif á mótun þess fram eftir aldri. Tilgangur er að skoða samband milli aðstæðna við fæðingu og líðan móður og barns og lundarfars barna þeirra við 4 ára aldur. Efniviður og aðferð: Úrtak nýorðinna foreldra var fylgt eftir í fjögur ár. Þátttakendur voru 129, 66 mæður og 63 feður (svarhlutfallið 58,6%). Lundarfar var metið með spurningalista McDevitt og Carey, BSQ. Aðrar breytur voru: Innlagnardeild eftir fæðingu, tegund fæðingar, með- göngulengd, þunglyndi og kvíði mæðra viku og 6 vikum eftir fæðingu. Niðurstöður: Ekki reyndist marktækur munur þegar skoðuð voru tengsl fyrirbura við lundarfar og fæðingartegundar við lundarfar. Fjórum árum eftir fæðingu reyndist marktæk veik jákvæð fylgni á milli kvíðaeinkenna og heildarstigs lundarfars barns (r(61)=0,331, p<0,01) og einnig við þung- lyndi mæðra á 6. viku eftir fæðingu (r(61)=0,281, p<0,02). Líðan feðra fyrstu vikur eftir fæðingu höfðu ekki áhrif á mat þeirra á lundarfar barna sinna. Ályktanir: Aðstæður við fæðingu barns, svo sem að barn fæðist við erfiða fæðingu eða hafi þurft að liggja á Vökudeild, sýna sig ekki hafa heildaráhrif á mat foreldra á lundarfari þeirra fjórum árum síðar. Hins vegar hefur andlegt heilsufar mæðra áhrif þar á. Lundarfar barnanna var einungis metið einu sinni og því sást ekki breyting á því yfir tíma og því ekki unnt að svara hvort þessir þættir breyti lundarfari barnsins með tímanum eða hvort þetta sé einungis skynjun foreldra, sem getur verið neikvæðari vegna þunglyndis eða ungs aldurs. E 162 Heilsa barna og unglinga sem orðið hafa fyrir einelti: Niðurstöður landskönnunar Guðrún Kristjánsdóttir1, Helena Pálsdóttir2 1Hjúkrunarfræðideild/Kvenna- og Barnasvið Landspítala, Fræðasvið barnahjúkrunar, 2Hjúkrunarfræðideild, Fræðasvið barnahjúkrunar gkrist@hi.is Inngangur: Rannsóknir hafa í seinni tíð betur leitt í ljós hverjar afleiðingar eineltis eru og hvað þarf að hafa í huga til að koma í veg fyrir einelti. Rannsóknir hafa meðal annars sýnt fram á meiri streitu, verri lífsgæði, aukin einkenni um þunglyndi og lægra sjálfsmat. Börn og unglingar sem skera sig úr meðal annars vegna offitu eða áberandi sjúkdóma eru líklegri til að vera lögð í einelti. Lítið er um rannsóknir á afleiðingum eineltis á Íslandi og var þessi rannsókn gerð til að athuga tengsl eineltis við heilsu, líðan og verki. Einnig var athugað hvort þung börn séu frekar lögð í ein- elti. Efniviður og aðferð: Í rannsókninni var notuð spurningakönnun WHO HBCS (hbcs.org). Spurningalistinn var lagður fyrir landsúrtak 11382 barna og unglinga í 6.-, 8.- og 10. bekk í grunnskóla árið 2009/2010, og fékkst 95% svarhlutfall. Þátttakendur svöruðu spurningum um heilsu, líðan, hæð og þyngd og hvort viðkomandi hafi verið lagður í einelti. Niðurstöður: Þeir sem voru lagðir í einelti mátu heilsu sína og lífsánægju marktækt verri en aðrir og sálvefræn einkenni algengari heldur en þeir sem voru ekki lagðir í einelti. Eftir aldri dró úr algengi eineltis en tengslin sterkari milli eineltis og vanlíðunar. Þetta átti við alla aldurshópa, en 15 ára börn (elstu börnin) sem lögð voru í einelti komu verst út í heilsu og lífsánægju. Einnig voru marktækt auknar líkur á einelti með hærri BMI- stuðli. Ályktun: Þáttur eineltis í heilsuútkomum barna og unglinga verður að taka alvarlega í öllu mati á heilsu og líðan barna. E 163 Eru tengsl milli einhverfu og stutts eða langs tíma milli fæðinga? Lýðgrunduð tilfellaviðmiðarannsókn Elísabet Þórðardóttir1, Evald Sæmundsen2, Vilhjálmur Rafnsson2 1Miðstöð í lýðheilsuvísindum, Heilbrigðisvísindasvið, Háskóli Íslands, 2Læknadeild, Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins eth55@hi.is Inngangur: Orsakir einhverfurófsröskunar má sennilega rekja til flókins samspils erfða og umhverfis og að áhrif umhverfisþátta séu mest á fóstur- skeiði. Markmiðið er að rannsaka hvort auknar líkur er á að yngra systkini greinist með einhverfurófsröskun ef tímabil milli fæðinga er stutt (<12 mán.) eða langt (≥60 mán.), hér verður greint frá lýsandi þáttum. Efniviður og aðferðir: Rannsóknin er lýðgrunduð tilfellaviðmiðarann- sókn heimfest í úrtaki úr Fæðingarskrá. Úr skrá Greiningarstöðvar voru fundnir allir sem greindust með einhverfurófsröskun á tímabilinu 1998- 2014. Eftir samkeyrslu við Fæðingarskrá reyndust 1680 einstaklingar með einhverfurófsröskun vera fæddir á Íslandi á árunum 1982-2012. Fimm sinnum fleiri viðmið fædd á sama árabili voru valin af handahófi úr Fæðingarskrá (n=8400). Sammæðra systkini voru einnig sótt í skránna (n=16.132). Mat á tölfræðilegum styrk fór yfir 80%. Niðurstöður: Meðalaldur mæðra við fæðingu var um 28 ár og reyndist ekki vera munur á milli hópanna. Hins vegar voru mæður barna með einhverfurófsröskun bæði yngri og eldri en mæður úr viðmiðun- arhópi (p=,018) og þær voru oftar einhleypar (54,3% vs. 47,8%, p<,001). Einstaklingar með einhverfurófsröskun voru 3,15 sinnum líklegri til að vera drengir en stúlkur, Apgar-stig voru lægri (p<,001) og þau voru í sam- anburði við viðmiðunarhópinn oftar léttburar (4,9% vs. 3%) og undir 1500 gr (1,2% vs. 0,7%, p<,001). Ályktanir: Fyrstu niðurstöður benda til breytileika á milli hópanna, bæði hjá mæðrum og börnum. Hvort tímalengd milli fæðingar og getnaðar næsta barns tengist einhverfurófsröskun á hins vegar eftir að koma í ljós. Fyrirhuguð rannsókn mun veita mikilvægar upplýsingar er tengjast með- göngu og þroska barnanna. E 164 Tengsl skjátíma og hreyfingar við andlega líðan íslenskra unglinga Soffía M. Hrafnkelsdóttir, Sigurbjörn Á. Arngrímsson, Sigríður L. Guðmundsdóttir Íþrótta- og heilsufræði við Íþrótta-, tómstunda- og þroskaþjálfadeild, Háskóli Íslands soffiahr@simnet.is Inngangur: Tengsl skjátíma, hreyfingar og andlegrar líðanar hafa lítið verið rannsökuð. Við skoðuðum stöðu og tengsl þessara þátta hjá úrtaki 15 ára íslenskra unglinga. Efniviður og aðferðir: Gögnum um heilsu og lífsstíl nemenda í 10. bekk (N=301) var safnað í 6 grunnskólum í Reykjavík vorið 2015, með spurn- ingalista og mælingum. Kí-kvaðrat próf/t-próf og fjölbreytu lógistískar aðhvarfsgreiningar voru notaðar til að meta stöðu og tengsl milli skjátíma, hreyfingar (mældrar heildarhreyfingar og sjálfmetinnar ákafrar hreyf- ingar) og einkenna um þunglyndi, kvíða og líkamleg óþægindi. Niðurstöður: Gögn fyrir aðal rannsóknarbreytur fengust fyrir 248 þátttak- endur, 102 drengi og 146 stúlkur. Heildarskjátími var hærri hjá drengjum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.