Læknablaðið : fylgirit - 03.01.2017, Síða 57
X V I I I V Í S I N D A R Á Ð S T E F N A H Í
F Y L G I R I T 9 1
LÆKNAblaðið/Fylgirit 91 2017/103 57
along with labeled glucose tracing were used to set ratiometric constraints
to genome scale models of D492 and D492M metabolism.
Conclusions: With stable isotope tracing we were able to confirm some
predictions of our genome scale metabolic models of EMT and use the
data to adjust flux ratios. Predictions of metabolic weak points for both
phenotypes may point towards potential drug targets.
E 168 Oestrogen receptor status, treatment and breast cancer
prognosis in Icelandic BRCA2 mutation carriers
Jón G. Jónasson1,2,3, Ólafur A. Stefánsson4, Óskar T. Jóhannsson2,5,6, Helgi Sigurðsson2,5,
Bjarni A. Agnarsson2,3, Guðríður H. Ólafsdóttir1, Kristín K. Alexíusdóttir1,5,
Hrefna Stefánsdóttir1, Rodrigo Munoz Mitev3, Katrín Ólafsdóttir3, Kristrún
Ólafsdóttir3, Aðalgeir Arason7, Vigdís Stefánsdóttir6, Elínborg J. Ólafsdóttir1, Rósa B.
Barkardóttir2,7,8, Jórunn E. Eyfjörð2,4, Steven A. Narod9, Laufey Tryggvadóttir1,2
1Icelandic Cancer Registry, Icelandic Cancer Society, 2University of Iceland, Faculty of Medicine,
3Landspitali University Hospital, Department of Pathology, 4University of Iceland, Cancer
Research Laboratory, Biomedical Centre, School of Health Sciences, 5Landpitali University
Hospital, Department of Oncology, 6University Hospital Department of Genetics and molecular
Medicine, 7University Hospital, Laboratory of Cell Biology, 8University of Iceland, Biomedical
Centre, School of Health Sciences 9University of Toronto, Womens College Research Institute
laufeyt@krabb.is
Introduction: The impact of an inherited BRCA2 mutation on the
prognosis of women with breast cancer has not been well documented.
We studied the effects of oestrogen receptor (ER) status, other prognostic
factors and treatments on survival in a large cohort of BRCA2 mutation
carriers.
Methods and data: We identified 285 breast cancer patients with a
999del5 BRCA2 mutation and matched them with 570 non-carrier
patients. Clinical information was abstracted from patient charts and
pathology records and supplemented by evaluation of tumour grade
and ER status using archived tissue specimens. Univariate and multi-
variate hazard ratios (HR) were estimated for breast cancer-specific sur-
vival using Cox regression. The effects of various therapies were studied
in patients treated from 1980 to 2012.
Results: Among mutation carriers, positive ER status was associated with
higher risk of death than negative ER status (HR=1.94; 95% CI: 1.22–3.07,
P=0.005). The reverse association was seen for non-carriers (HR=0.71; 95%
CI: 0.51–0.97; P=0.03).
Conclusions: Among BRCA2 carriers, ER-positive status is an adverse
prognostic factor. BRCA2 carrier status should be known at the time when
treatment decisions are made.
E 169 Líðan skurðsjúklinga á sjúkradeild á Landspítala og
Sjúkrahúsinu á Akureyri
Herdís Sveinsdóttir1,2, Katrín Blöndal1,2, Sigríður Zoëga1,2, Brynja Ingadóttir1,2,
Hafdís Skúladottir3, Anna Lilja Filipsdóttir4, Erna Björk Þorsteinsdóttir2, Eyrún
Harpa Hlynsdóttir2, Guðrún Björg Erlingsdóttir1, Margrét Sigmundsdóttir1,2,
Jóhanna Sigríður Sveinsdóttir2, Kolbrún Kristiansen2, Heiða Hringsdóttir4, Steinunn
Hauksdóttir4, Eygló Ingadóttir5
1Hjúkrunarfræðideild Háskóli Íslands, 2Skurðlækningasvið, Landspítala, 3Háskólinn á
Akureyri, Heibrigðisvísindasvið, 4Sjúkrahúsið á Akureyri, Skurðlækningadeild, 5Menntadeild
Landspítala
herdis@hi.is
Inngangur: Rannsóknin er hluti rannsóknar sem hefur það markmið
að lýsa einkennum, fræðslu, bata, heilsutengdum lífsgæðum og svefn-
mynstri sjúklinga sem gangast undir valdar skurðaðgerðir á LSH og á SAk
og dveljast á sjúkrahúsinu yfir nótt eða lengur. Lýsandi niðurstöður frá
sjúkrahússdvöl verða kynntar og greindar út frá kyni.
Efniviður og aðferðir: Sjúklingum sem fóru í valdar aðgerðir á tímabilinu
15. janúar 2016 til 15. júlí 2016 var boðin þátttaka. Gagna var aflað með
spurningalistum sem innihéldu m.a. HADS og SF-v36. Gögn um aðgerð
voru sótt í sjúkraskrá.
Niðurstöður: 608 sjúklingar tóku þátt í rannsókninni, þar af voru 510 af
Landspítala og 293 karlar. Meðalaldur var 64.1 (+12.6) ár. Einkenni sem
ollu >30% sjúklinga vanlíðan voru verkir, þreyta, erfiðleikar með hreyf-
ingu, úthaldsleysi og svefnleysi. Þátttakendur voru almennt ánægðir
með fræðslu (93.4%) og þótti hún gagnleg (93.3%) en >10% sjúklinga
hefðu viljað frekari upplýsingar um sjúkdóminn, aðgerðina, fylgikvilla
aðgerðar, hreyfingu eftir aðgerð, verki, verkjameðferð og aukaverkanir
verkjameðferðar, skurðsárið og næringu. 42 sjúklingar voru með mögu-
legan kvíða og 30 voru með mjög líklegan kvíða. Vísbendingar voru um
mögulegt þunglyndi hjá 57 sjúklingum og 37 voru mjög líklega þunglynd-
ir. Samanborið við karla voru konur almennt með meiri einkenni, meiri
verki, kvíða og þunglyndi, vildu frekari fræðslu og voru síður ánægðar
með stuðning og umönnun en karlar.
Ályktun: Skurðsjúklingar finna fyrir margvíslegum einkennum á meðan
á sjúkrahúsdvöl stendur sem geta haft áhrif á bata og seinkað útskrift.
Mikilvægt er að meta einkenni markvisst og veita viðeigandi meðferð.
Bæta þarf fræðslu til sjúklinga, einkum kvenna.
E 170 Brottnám á blöðruhálskirtli með aðstoð aðgerðarþjarka á
Íslandi: Áhrif legu og bólstrunar sjúklinga í aðgerð
Ragnheiður Jónsdóttir1, Eiríkur O. Guðmundsson2, Herdís Alfreðsdóttir2, Þórdís K.
Þorsteinsdóttir1
1Hjúkrunarfræðideild, Háskóli Íslands, 2Landspítali Háskólasjúkrahús
ragnhej@landspitali.is
Inngangur: Blöðruhálskirtilsbrottnám með aðstoð aðgerðarþjarka
(RALP) á Íslandi hófust í janúar 2015. Í RALP-aðgerðum liggja sjúk-
lingar steyptir, handleggir meðfram síðum og fótleggir oft í stoðum.
Gagnreynda þekkingu um áhrif legu/bólstrunar í RALP-aðgerðum á
möguleg tauga-, húð- og augnvandamál skortir.
Efniviður: Öllum sjúklingum sem gengust undir brottnám á blöðru-
hálskirtli með aðstoð aðgerðarþjarka á Íslandi á tímabilinu janúar 2015
– janúar 2016 var boðin þátttaka í rannsókninni.
Aðferðir: Þátttakendur svöruðu fjórum spurningalistum: fyrir aðgerð,
á fyrsta degi, 7. degi og þremur mánuðum eftir aðgerð. Skurð- og
svæfingahjúkrunarfræðingar skráðu upplýsingar um legu sjúklinga.
Gögnum var safnað í RedCap og greind með lýsandi- og ályktunartöl-
fræði um sambönd milli breyta.
Niðurstöður: Framkvæmdar voru 65 aðgerðir á tímabilinu og sam-
þykktu 62 einstaklingar þátttöku (95% svarstíðni). Meðalaldur var 64 ár
(bil 48-73 ár), meðal BMI var 27 kg/m2 (bil 21-39), meðaltími í steyptri
legu 100 mín (bil 64-162 mín), meðalgráður steypu 26˚ (bil 23˚-30˚), með-
alvökvagjöf í aðgerð 857 ml (bil 200-1500 ml). Á fyrsta degi voru verkir
í kvið (85%) og öxlum (36%) algengastir, þremur mánuðum eftir aðgerð
hafði tíðnin lækkað (14%, 14%). Niðurstöður tvíhliða aðhvarfsgreininga
sýndu að lengd og gráður steyptu legunnar, BMI, ASA-flokkun og aldur
höfðu marktæk áhrif á útkomur sjúklinga.
Ályktanir: Rannsóknin gefur vísbendingar um að halli og tími
steyptrar legu í RALP geti haft áhrif á verki sjúklinga eftir aðgerð.
Gagnreynd þekking um áhrif legu/bólstrunar á verki eftir aðgerð er
mikilvæg skurðteyminu til að stuðla að sem mestu öryggi sjúklinga.