Læknablaðið : fylgirit - 03.01.2017, Blaðsíða 59

Læknablaðið : fylgirit - 03.01.2017, Blaðsíða 59
X V I I I V Í S I N D A R Á Ð S T E F N A H Í F Y L G I R I T 9 1 LÆKNAblaðið/Fylgirit 91 2017/103 59 M 1 Áhrif pneumókokka bólusetningar á pneumókokka úr nefkoki heilbrigðra leikskólabarna á Íslandi Sigríður Júlía Quirk1, Helga Erlendsdóttir2, Andries van Tonder3, Gunnsteinn Haraldsson1, Ásgeir Haraldsson4, Martha Á. Hjálmarsdóttir1, Stephen D. Bentley5, Angela B. Brueggemann3, Karl G. Kristinsson2 1HÍ, Læknadeild, 2Sýklafræðideild, Landspítali háskólasjúkrahús, 3Háskólinn í Oxford, Nuffield Department of Medicine, 4Barnaspítali Hringsins, Landspítali háskólasjúkrahús, 5Pathogen Genomics, Wellcome Trust Sanger institute sjq1@hi.is Tíu-gilda pneumókokka bóluefnið (Synflorix®) var innleitt í ungbarna- bólusetningar á Íslandi í apríl 2011. Markmiðið var að kanna hvort breytingar yrðu á hjúpgerðum og klónum pneumókokka í nefkoki heil- brigðra leikskólabarna í kjölfar bólusetninganna. Nefkoksstrokum var safnað árlega (í mars, 2009-2014), frá börnum úr 15 leikskólum höfuðborgarsvæðinu, til að athuga algengi pneumókokka. Heilraðgreining var gerð á öðrum hverjum stofni, hjúpgerðir og arfgerðir (MLST) lesnar úr heilraðgreiningargögnum og arfgerðir tengdar klóna- hópum (CC). Tvö þriggja ára tímabil (2009-2011) áður en bólusetningar hófust (FB) og eftir innleiðingu þess (2012-2014) (EB) voru borin saman. Sýni voru tekin úr 2.884 heilbrigðum leikskólabörnum og ræktuðust pneumókokkar frá 2013 þeirra (69,8%). Beratíðni hélst óbreytt á milli ára. Alls voru 975 stofnar heilraðgreindir og greindust 29 hjúpgerðir, 43 klóna- hópar (CC), 5 stakir og 98 arfgerðir. Hlutfall bóluefnishjúpgerða lækkaði úr 53% FB í 28% EB. Algengasti klónahópurinn á báðum tímabilum var CC439, 59 stofnar FB og 68 EB. Af CC439 voru FB 79% stofnar af bólu- efnishjúpgerðinni 23F, en EB tilheyrðu 72% stofnanna hjúpgerðum utan bóluefnisins, 23A, 23B. Næst algengastur var CC199, 56 stofnar FB, (73% af hjúpgerð 19A og 27% 15B/C) og 53 stofnar EB (51% af hjúpgerð 19A og 49% 15B/C). Flestir stofnar með minnkað næmi fyrir penisillíni tilheyrðu hjúpgerð 19F, CC236, 36 stofnar FB og 15 EB, þá hjúplausir stofnar CC344, 12 stofnar FB og16 EB. Eftir að bólusetningar hófust fækkaði pneumókokkastofnum af bóluefnishjúpgerðum hjá heilbrigðum börnum, en um leið fjölgaði hjúp- gerðum sem ekki tilheyrðu bóluefninu. Ekki varð marktæk breyting á dreifingu klónahópa. M 2 Áhrif pneumókokka bólusetningar á pneumókokka ræktuðum úr miðeyrum og neðri öndunarvegum á Íslandi Sigríður Júlía Quirk1, Andries van Tonder2, Gunnsteinn Haraldsson1, Martha Á. Hjálmarsdóttir1, Ásgeir Haraldsson3, Helga Erlendsdóttir4, Stephen D. Bentley5, Angela B. Brueggemann2, Karl G. Kristinsson4 1HÍ, Læknadeild, 2Háskólinn í Oxford, Nuffield Department of Medicine, 3Barnaspítali Hringsins, Landspítali háskólasjúkrahús, 4Sýklafræðideild, Landspítali háskólasjúkrahús, 5Pathogen Genomics, Wellcome Trust Sanger institute sjq1@hi.is Bólusetningar barna með pneumókokka bóluefnum leiða til fækkunar á stofnum af bóluefnishjúpgerðum, aukningu hjúpgerða sem ekki eru í bóluefni en sjaldnar til hjúpskipta innan klóna. Markmiðið var að meta áhrif pneumókokkabólsetninga barna á hjúpgerðir og klóna sem ræktuð- ust úr miðeyrum (ME) og neðri öndunarvegum (NÖV). Annar hver pneumókokkastofn úr ME og NÖV-sýnum frá Sýklafræðideild Landspítalans, var valinn í heilraðgreiningu í Illumina HiSeq2000 raðgreini. Erfðamengin voru samsett með Velvet. Hjúpgerðir og arfgerðir voru fengnar úr heilraðgreiningargögnunum. Tímabilið (2009-2011) áður en bólusetningar hófust (FB) var borið saman við tímabil- ið eftir innleiðingu bólusetninga (2012-2014) (EB). Fjöldi raðgreindra stofna úr ME var 462, flestir frá börnum, og 283 úr NÖV, flestir frá fullorðnum. Í heildina greindust 32 hjúpgerðir, 112 arfgerðir og 54 klónahópar (CC). Stofnar af hjúpgerð 19F, flestir ST3014/ CC236, voru algengastir bæði tímabilin, en fækkaði EB í ME gagnstætt NÖV (p<0,001). Hjúpgerð 23F, aðallega ST311/CC439, fækkaði EB í ME (p=0,002). Bóluefnishjúpgerðirnar 6Bii, 7F, 9V og 18C greindust ekki EB. Algengi bóluefnishjúpgerða var óbreytt í NÖV. Hjúpgerð 15B/C, flestir CC199, fjölgaði í ME EB (p<0,0001). Stofnum af hjúpgerð 6C fjölgaði í ME EB (p=0,0003), flestir tilheyrðu ST386/CC315 sem fannst ekki FB. Eftir bólusetningu fannst einn stofn af hjúpgerð 23B, ST162, klónninn tilheyrði áður bóluefnishjúpgerð 9V. Hjúpgerð 3, ST180/CC180, fjölgaði EB í NÖV (p=0,03). Stofnum af bóluefnishjúpgerðum fækkaði í miðeyrasýnum frá börnum eftir bólusetningu en hjúpgerðum sem tilheyrðu ekki bóluefninu fjölgaði. Engin breyting varð á algengi þeirra í neðri öndunarvegum fullorðinna. Merki um hjúpskipti greindust hjá einum stofni. M 3 Pneumókokkar með minnkað næmi fyrir penisillíni á Íslandi eftir bólusetningar Martha Á. Hjálmarsdóttir1,2,3, Helga Erlendsdóttir1,2,3, Ásgeir Haraldsson1,2,4, Karl G. Kristinsson1,2,3 1Sýklafræðideild Landspítalans, 2Læknadeild Háskóla Íslands, 3Lífvísindasetur Háskóla Íslands, 4Barnaspítali Hringsins hjalmars@hi.is Inngangur: Pneumókokkar með minnkað næmi fyrir penisillíni (PÓP) hafa verið mun algengari á Íslandi en í öðrum löndum í norðanverðri Evrópu og var ónæmi vaxandi árin áður en bóluefni gegn pneumókokk- um var innleitt í barnabólusetningar, 2011. Markmið rannsóknarinnar var að greina þróun ónæmis í kjölfar bólusetninga. Efniviður og aðferðir: Allir pneumókokkastofnar sem ræktuðust frá klínískum sýnum á sýklafræðideild Landspítala 2011-2015. Skimað var fyrir penisillínónæmi með oxasillíni í skífunæmisprófum og lágmarks- heftistyrkur gegn pensíllíni var mældur hjá oxasillín ónæmum stofnum. Niðurstöður: Á tímabilinu greindust 2455 pneumókokkastofnar þar af voru 784 (32,0%) PÓP. Hjúpgerð 19F var ríkjandi hjá PÓP, eða 70,3% og voru langflestir stofnanna fjölónæmir og af sama klónahópi. Í heild tilheyrðu 86,4% PÓP bóluefnishjúpgerðum. Árið 2011 var fjöldi pneumó- kokkastofna 786, þar af 336 PÓP (42,7%), bæði fleiri og hærra hlutfall en áður hefur sést. Árið 2015 var fjöldi pneumókokkastofna 241, þar af 53 (22,0%) PÓP, sem er minni fjöldi en hefur sést síðan í byrjun níunda áratugarins en lægra hlutfall PÓP sást um aldamótin. PÓP fækkaði því sexfalt meðan heildarfjöldi lækkaði þrefalt. Fækkun PÓP sást fyrst hjá yngstu börnunum, síðan hjá eldri börnum, þá yngri fullorðnum en ekki hjá þeim sem voru eldri en 65 ára. Ályktun: Einstakir klónar höfðu mikil áhrif á útbreiðslu ónæmis á Íslandi. Þegar bólusetningar barna hófust var ónæmi, sem þá var orsakað af 19F klóninum, meira en nokkurn tíma fyrr. Með bólusetningunum fækkaði ónæmum pneumókokkum verulega, sérstaklega í miðeyrnasýnum frá börnum þar sem klónninn er nú nánast horfinn. Hjarðónæmi gegn bólu- efnishjúpgerðum sást hjá öllum aldurhópum nema þeim elsta. MÁLSTOFUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.