Læknablaðið : fylgirit - 03.01.2017, Side 65

Læknablaðið : fylgirit - 03.01.2017, Side 65
X V I I I V Í S I N D A R Á Ð S T E F N A H Í F Y L G I R I T 9 1 LÆKNAblaðið/Fylgirit 91 2017/103 65 was obtained from data warehouse. A questionnaire was given to doctors and nurses in six departments at LSH to get a picture of the use and the reason for the choice of analgesics. Quality manuals were examined in twelve departments. Results: The results indicate a decrease in the use of opioids in injecta- ble form over the last three years. Morphine was the most widely used drug and ketobemidone was in second place. Most of the nurses and doctors choose morphine as first choice, however a higher percentage of nurses compared to doctors choose ketobemidone as first choice. About 30% of nurses and about 70% of doctors are aware that Ketogan Novum, the tradename of ketobemidon does not have marketing authorisation in Iceland. The guidelines or SOPs for administration of opioids are not widely used. Conclusions: It is neccessary to increase the education of nurses and doct- ors regarding opioids and better guidelines or SOPs need to be implem- ented and used. V 8 Massagreining á fituefnum: Öflug leið til að meta fituefnaskipti í krabbameinsfrumum Finnur Eiríksson1, Manúela Magnúsdóttir2, Skarphéðinn Halldórsson2, Óttar Rolfsson2, Margrét Þorsteinsdóttir1, Helga M. Ögmundsdóttir3 1lyfjafræðideild, 2kerfislíffræðisetri, 3læknadeild Háskóla Íslands ffe1@hi.is Inngangur: Fituefni gegna fjölþættum hlutverkum í lífferlum bæði í form- gerð og stjórnun. Breytingar sem verða í efnaskiptum, þar á meðal fitu- efnaskiptum, í krabbameinsfrumum tengjast lifun og fjölgun. Oftjáning á fitusýrusynþasa er algeng í krabbameinsfrumum og vísbendingar eru um breytingar í öðrum ferlum fituefnaskipta. Markmið þessa verkefnis er að koma upp aðferð til samanburðar á fituefnabúskap ræktaðra frumna úr krabbameinum og eðlilegum vef. Aðferðin byggir á að nota UPLC-QToF massagreini með sértæka tækni hreyfanlegra jóna (ion mobility). Efni og aðferðir: Frumulínur voru valdar með tilliti til fituefnaskipta. Brjóstakrabbameinsfrumurnar SK-Br-3 yfirtjá fitursýrusynþasa, T47D bera TP53 stökkbreytingu, MCF7 eru östrogenviðtaka jákvæðar og ASPC-1 briskrabbameinsfrumur yfirtjá 5-og 12-lipoxygenasa. Einnig voru greindar D492 brjóstaþekjufrumur og frumulína upprunninn frá henni, D492M, sem sýnir svipgerðarbreytingu frá þekjufrumuhegðun í band- vefsfrumuhegðun (EMT). Niðurstöður: Frumþáttagreiningar (PCA) sýndu að munur var milli allra frumulína sem prófaðar voru. Hver frumulína myndar afmarkaðan hóp á PCA grafinu og var niðurstaðan endurtakanleg í nokkrum tilraunum. Sk-Br-3 var ólíkust hinum tveimur brjóstakrabbameinsfrumulínunum. Nánari athugun leiddi í ljós marktæka aukningu á fosfórkólinum í Sk-Br3 samanborið við aðrar krabbameinsfrumulínur. Marktækur munur var á samsetningu fituefna milli frumulínanna D492 og D492M. Ályktanir: Þessi aðferð gerir okkur kleift að sjá mun á fituefnaskiptum brjóstakrabbameinsfrumna og meta hvaða ensím kunni að vera undir- liggjandi. Unnt var að greina þau lípíð sem útskýra sérstöðu frumulínu sem yfirtjáir fitusýrusynþasa. Munurinn milli brjóstaþekjufrumnanna D492 og D492M veitir innsýn í þær breytingar sem eiga sér stað í frumu- himnu við svipgerðarbreytinguna og gæti hugsanlega nýst við mat á sýn- um úr sjúklingum með tilliti til ífarandi eiginleika. V 9 Lýsandi rannsókn á kvörðum til að meta styrk verkja hjá krabbameinssjúklingum J. Sóley Halldórsdóttir1, Bryndís Oddsdóttir1, Sigríður Zoëga1,2 1Hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands, 2Landspítala soleyhalldorsdottir@gmail.com Inngangur: Meira en helmingur krabbameinssjúklinga upplifir verki. Rannsóknir sýna að verkir geta valdið miklum þjáningum og geta haft neikvæð áhrif á daglegt líf sjúklinga. Mælt er með notkun kvarða til að meta styrk verkja, áhrif þeirra og árangur verkjameðferðar. Hjúkrunar- fræðingar eru í lykilstöðu til að framkvæma slíkt mat. Efniviður og aðferðir: Tilgangur rannsóknarinnar var að kanna styrk verkja hjá krabbameinssjúklingum á orðakvarða, láréttum og lóðréttum tölukvarða, kanna fylgni milli kvarðanna þriggja sem og fýsileika þeirra. Auk þess voru skoðuð truflandi áhrif verkja á daglegt líf krabbameins- sjúklinga. Rannsóknin var megindleg og lýsandi og voru þátttakendur í henni 70 talsins, sjúklingar á göngudeild og legudeildum á Landspítala Háskólasjúkrahúsi. Niðurstöður: Meðalstyrkur verkja var fremur lágur. Athugaður var mun- ur á milli kynja annars vegar og aldursflokka hins vegar og reyndist ekki marktækur munur á styrk verkja hjá þessum hópum. Sterk fylgni var milli orðakvarða, lárétts og lóðrétts tölukvarða (p<0,01). Orðakvarði var sá kvarði sem flestir kusu. Verkir höfðu væg truflandi áhrif á daglegt líf þátttakenda. Ályktanir: Verkir voru vægir á meðal krabbameinssjúklinga í þessari rannsókn og höfðu væg truflandi áhrif á daglegt líf þeirra. Mikilvægt er að meta styrk verkja með verkjamatskvörðum. Orðakvarði, láréttur og lóðréttur tölukvarði gefa allir góða mynd af styrk verkja hjá krabbameins- sjúklingum. Orðakvarði var sá kvarði sem flestum fannst lýsa verkjum sínum best og vildu helst nota. V 10 Hlutverk miðlægra kolefnis efnaskipta í bandvefslíkri umbreytingu stofnfrumna í brjóstkirtli Arnar Sigurðsson1,2, Skarphéðinn Halldórsson1,2, Óttar Rolfsson3 1Kerfislíffræðisetur, 2læknadeild, 3lífvísindasetri Háskóla Íslands ars65@hi.is Inngangur: Bandvefslík umbreyting (EMT) er ferli sem er vel þekkt í fósturþroskun en hefur það vakið athygli í krabbameinsrannsóknum og talið verið einn af drifkröftum bakvið meinvörp. EMT-ferlið í krabba- meinum er flókið samspil breyttra umframerfða, boðleiða, efnaskiptaferla og frumu hegðunar, sem leiðir að lokum til nýrrar svipgerðar sem missir tengingu við aðliggjandi umhverfi og færir sig frá upprunalega æxlinu inn í nýja vefi. Efnaskiptaferlar hafa lengi verið séðir sem sjálfleiðréttandi ferli, með afturvirkri hindrun, fosforýleringu og boðeindum frá umhverfinu. En rannsóknir hafa sýnt að næringarástand frumunnar hefur markverð áhrif á umframerfðir og þar af leiðandi tjáningu gena og stýringu boðleiða. Í þessari rannsókn er lögð fram sú tilgáta að breytingar í Krebs-hringnum og tengdum ensímum séu drifkraftur í EMT-ferli krabbameina. Efniviður og aðferðir: Notaðar voru frumulínur D492 (Þekjuvefur) og D492M (bandvefslíkar) til að rannsaka breytta efnaskiptaferla í EMT-ferl- inu. Með lentiveiru miðlaðri RNA íhlutun var tjáning mikilvægra efna- skiptaensíma bæld í D492 og D492M frumulínunum og bælingin metin með RT-qPCR og Western blots. Næringarþörf frumnanna var greind með því að efnagreina ræktunaræti á ákveðnum tímapunktum með GC-MS. Niðurstöður: Munur er á næringarþörf og efnaskiptum D492 og D492M, ásamt tjáningu ensíma í Krebs-hringnum og fitusýruefnaskiptum. Bæling lykilgena í miðlægum kolefnisefnaskiptum getur stuðlað að breyttri svip-

x

Læknablaðið : fylgirit

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.