Læknablaðið : fylgirit - 03.01.2017, Page 66

Læknablaðið : fylgirit - 03.01.2017, Page 66
X V I I I V Í S I N D A R Á Ð S T E F N A H Í F Y L G I R I T 9 1 66 LÆKNAblaðið/Fylgirit 91 2017/103 gerð og næringarþörf. Ályktanir: Breytingar á efnaskiptaferlum geta verið ein af orsökum EMT í þekjuvefskrabbameinum. Aukin þekking á efnaskiptaþörfum ólíkra svip- gerða getur gefið vísbendingar um ný lyfjamörk. V 11 Gagnsemi próteinmælinga í heila- og mænuvökva til greiningar á Alzheimer Unnur Diljá Teitsdóttir1,3,4, Kristinn Johnsen2, Jón Snædal5, Pétur Henry Petersen2,4 1Rannsóknarstofu í taugalíffræði, 2Mentis Cura, 3læknadeild, 4Lífvísindasetri HÍ, 5öldrunarlækningadeild Landspítala, minnismóttöku udt1@hi.is Inngangur: Alzheimer-sjúkdómur er ólæknandi taugahrörnunarsjúk- dómur. Sjúkdómurinn er lengi að þróast með sjúklingnum, allt að 15-20 ár en þó er enn erfitt að greina sjúkdóminn með vissu fyrr en einkenni eru orðin greinileg. Því er mikilvægt að rannsaka og skilja framgang sjúk- dómsins og hvaða aðferðir helst er unnt að nota til greiningar á fyrri stig- um. Verkefnið snýst m.a. um að mæla bólguþætti í heila- og mænuvökva sjúklinga með grun um sjúkdóminn og ákvarða hvort magn bólguþátta geti aðstoðað við greiningu. Aðrir þættir er tengjast kólvirka kerfinu verða einnig mældir. Efniviður og aðferðir: Margvíslegum upplýsingum er safnað um einstak- linga er leita til minnismóttöku Landspítala og eru með væga vitræna skerðingu (Mild Cognitive Impairment), meðal annars vitræn próf, seg- ulómun af heila, heilalínurit og söfnun heila- og mænuvökva. Upplýs- ingarnar í þessari rannsókn eru ópersónugreinanlegar. Sýni og mælingar munu einnig koma úr gagnasafni frá The Nordic Network in Dementia Diagnostics (NIDD) sem er tengslanet 6 minnismóttaka á Norðurlöndun- um. Niðurstöður: Fyrsta ári verkefnisins er lokið. Þátttakendur eru 140, þar af 45 með heila- og mænuvökvasýni. Rúmlega 40% hafa verið greindir með Alzheimer. Þýðinu hefur verið lýst með tilliti til aldurs, myndgreiningu heila, minnisprófa og vísa reiknuðum út frá heilalínuritum. Ályktanir: Söfnun á upplýsingum um sjúklinga með taugahrörnunar- sjúkdóma og söfnun á lífssýnum, sem geta auðveldað eða styrkt grein- ingu og eða stutt inngrip, til dæmis lyfjagjöf, eru mikilvæg fyrstu skref að frekari skilningi og meðferð gegn Alzheimer-sjúkdómi. V 13 Áhrif oxytósíns og þriggja prostaglandína á legvöðvasamdrátt músa og samlegðaráhrif efnanna Bríet D. Bjarkadóttir1, Sighvatur S. Árnason2 1Nuffield Department of Obstetrics and Gynaecology, University of Oxford, 2Lífeðlisfræðistofnun Háskóla Íslands briet.bjarkadottir@gmail.com Inngangur: Oxytósín (OXY) er notað til að örva hríðir og stöðva blæð- ingar í leginu. Prostaglandín E1-hermiefnið misoprostól (MISO) er gefið sem hjálparefni við stöðvun blæðinga. Markmið verkefnisins var að kanna áhrif MISO á legvöðvasamdrátt hjá músum og á samverkandi áhrif með OXY. MISO verkar á allar fjórar gerðir prostaglandín-viðtaka, virkjun EP1+3 veldur samdrætti en virkjun EP2+4 slökun. Því voru einnig könnuð áhrif sulprostone (SUL), sértæks agónista á EP1+3. Áhrif PGF2α-hermiefn- isins cloprostenol (CLO) voru könnuð til samanburðar. Efniviður og aðferðir: Fjórir legvöðvabútar úr kynþroska, óspjölluðum, ungum eða gömlum kvenmúsum (C57BL/6) voru settir upp í líffæraböð. Hver vöðvabútur var meðhöndlaður með stigvaxandi styrk (10-12-10-7 M) af OXY, MISO, SUL og CLO, sem og OXY+MISO, OXY+SUL, OXY+CLO, eða saltlausn. Hámarksvörun (VMAX) og næmleiki (EC50) var metinn út frá skammtasvörunarferli. Niðurstöður: Hjá yngri músum var EC50 og VMAX fyrir OXY 3,5•10-10 M og 0,76±0,08 N•cm-2 en 4,3·10-10 M og 0,55±0,15 N•cm-2 hjá gömlum músum (n=7; P<0,05). MISO hafði engin marktæk áhrif á samdráttarkraftinn (n=7) og hafði engin samlegðaráhrif gefið með OXY (n=7). Bæði SUL og CLO höfðu marktæk áhrif á legsamdrættina, með svipað EC50 og OXY. VMAX hjá SUL var lægra en hjá OXY, en var svipað hjá COL. Engin samlegðaráhrif sáust hjá OXY+SUL, en OXY+CLO gaf marktækt hærri samdráttarkraft en OXY. Ályktanir: Enginn munur var á næmleika fyrir OXY eftir aldri en há- markssvörun þeirra eldri var minni. Þvert ofan í væntingar hafði MISO engin áhrif á samdrátt músarlegsins. Samlegðaráhrif við OXY sáust með EP1+3 agónistanum en ekki með PGF2α agónistanum. V 14 Serum 25-hydroxy Vitamin D, cognitive function and physical activity among older adults: Cross-sectional analysis Hrafnhildur Eymundsdóttir1, Milan Chang2, Ólöf G. Geirsdóttir3, Pálmi V. Jónsson4, Vilmundur Guðnason4, Lenore Launer 5, María K. Jónsdóttir6, Alfons Ramel3 1National Institute on aging, Faculty of Food Science and Nutriotion, UI, 2Sport Science, School of Science and Eng, The Icelandic Gerontological Research Ce, 3Faculty of Food Science and Nutrition, The Icelandic Gerontological Research Center, 4Faculty of Medicine, UI, 5Laboratory of Epidemiology and Populatio, National Institute on Aging, 6Faculty of Psychology, UI hre6@hi.is Background: Studies have indicated an association between low levels of 25-hydroxy Vitamin D (25OHD) and cognitive dysfunction in old age. This association could be mediated by physical activity (PA), known to af- fect 25OHD and cognitive function. This study examined the associations between serum 25OHD and cognitive function with particular consider- ation of PA. Methods: In the cross-sectional Age Gene/Environment Susceptibil- ity-Reykjavik Study (AGES-Reykjavik), 5764 persons (age 67-96 years) participated between 2002 and 2006. The final sample included 4304 non- -demented participants. Serum 25OHD was measured and categorized into deficient (≤ 30 nmol/L, 9%), insufficient (31-49 nmol/L, 25%) and normal-high levels (>50 nmol/L, 66%). Cognitive function assessments included multiple tests measuring three cognitive domains of memory function (MF), speed of processing (SP) and executive function (EF) which were categorized as low and high (divided by 50 percentile). Logistic regression analysis was used to calculate the odds ratio (OR) for having high cognitive function. Results: Serum 25OHD was positively associated with cognitive funct- ion and adjustment for PA diminished this association only marginally. Compared to those with normal-high levels of serum 25OHD, those with deficient levels had decreased odds for high SP (OR: 0.74, CI: 0.57-0.97) and high MF (OR: 0.61; CI: 0.47- 0.79). EF was borderline significantly associated with 25OHD (OR: 0.76, CI: 0.57-1.0). Conclusion: Serum 25OHD below <30 nmol/L was associated with decr- eased odds for high cognitive function among community dwelling old adults as compared to those with 25OHD above > 50 nmol/L. PA did not explain the associations between 25OHD and cognitive function. V 15 Sjálfsát í krabbameinsæxlum: ólíkar örvunarleiðir Helga M. Ögmundsdóttir1, Már Egilsson1, Jón G. Jónasson2, Margrét H. Ögmundsdóttir1 1Læknadeild Háskóla Íslands, 2rannsóknastofu í meinafræði, Landspítala helgaogm@hi.is

x

Læknablaðið : fylgirit

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.