Læknablaðið : fylgirit - 03.01.2017, Qupperneq 74

Læknablaðið : fylgirit - 03.01.2017, Qupperneq 74
X V I I I V Í S I N D A R Á Ð S T E F N A H Í F Y L G I R I T 9 1 74 LÆKNAblaðið/Fylgirit 91 2017/103 algengastir. Hlutfall þeirra sem lögðust inn á spítala var 15% og einn lést í innlögn. Hlutfall erlendra ferðamanna jókst með árunum og voru þeir 9% allra þeirra sem lentu í fjórhjólaslysi á rannsóknartímabilinu. Ályktanir: Fræðsla um öryggisþætti og akstur fjórhjóla er mikilvæg, sérlega í tengslum við fjölgun erlendra ferðamanna. Niðurstöður rann- sóknarinnar eru mikilvægur þáttur í að greina umfang fjórhjólaslysa á Íslandi. V 40 Fyrsta meðferð brunasára: Gæði klínískra leiðbeininga og samantekt á rannsóknum Ragnhildur Bjarnadóttir1, Sigþór Jens Jónsson1, Lovísa Baldursdóttir2, Herdís Sveinsdóttir3 1Landspítala, 2gjörgæsludeild Landspítala, 3hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands herdis@hi.is Inngangur: Bruni er alvarlegur áverki og meðferð hans oft flókin. Mikil- vægi sárameðferðar er ótvírætt þar sem hún hvetur til gróanda, dregur úr heilsufarskvillum og fækkar dauðsföllum. Verkefni hins almenna hjúkr- unarfræðings í litlu heilbrigðiskerfi eru margþætt og þurfa hjúkrunar- fræðingar að hafa víðtæka þekkingu á viðurkenndri gagnreyndri fyrstu meðferð brunasára. Markmiðið var tvíþætt: (1) Greina hvert sé besta vinnulag við kælingu, mat, hreinsun og meðhöndlun blaðra við fyrstu meðferð brunasára miðað við þá þekkingu sem finna má í rannsóknum og klínískum leiðbeining- um. (2) Leit og mat á gæðum klínískra leiðbeininga um fyrstu meðferð brunasára. Efniviður og aðferðir: Leit að rannsóknum og klínískum leiðbeiningum fór fram í PubMed og Google Scholar auk þess sem handvaldar voru klínískar leiðbeiningar af heimasíðum bruna- og sárasamtaka og spítala. Notast var við AGREE-II-mælitækið við mat á gæðum klínískra leiðbein- inga. Niðurstöður: Yfir heildina litið komu gæði klínískra leiðbeininganna illa út við mat höfunda, en einungis ein fékk yfir 50% af hæstu mögulegri stigagjöf. Þeir þættir sem komu verst út voru nákvæmni við mótun og sjálfstæði stýrihóps. Niðurstöður fræðilegrar samantektar á kælingu, mati, hreinsun og meðhöndlun blaðra sýndi að rétt vinnulag við fyrstu meðferð bætir sáragróanda, framvindu meðferðar og bataferli sjúklinga. Ályktun: Niðurstöður varpa ljósi á vinnulag við fyrstu meðferð brunasára ásamt því að benda á þá þætti sem varast þarf við gerð klínískra leiðbein- inga til að útkoman endurspegli bestu gagnreyndu þekkingu hverju sinni. Hvatt er til mótunar klínískra leiðbeininga hér á landi til að auka samræmi og nákvæmni í meðferð brunasjúklinga. V 41 Áhrif óhefðbundinna meðferðarúrræða á styrkleika tíðaverkja Herdís Sveinsdóttir1, Auður Kristjánsdóttir2, Valgerður Kristjánsdóttir3 1Hjúkrunarfræðideild HÍ, 2krabbameinsdeild, 3geðdeild Landspítala herdis@hi.is Inngangur: Hefðbundin meðferð, eins og NSAID-lyf og hormónalyf dreg- ur úr tíðaverkjunum hjá sumum konum en alls ekki öllum. Þá geta sumar konur ekki notað þessi lyf vegna aukaverkana og frábendinga. Tilgangur þessa fræðilega yfirlits var að kanna hvaða áhrif óhefðbundin meðferðar- úrræði, það er nálastungumeðferð, þrýstipunktameðferð, ilmkjarnaolíu- meðferð með nuddi, hitameðferð og hreyfing, hefðu á styrk tíðaverkja. Efniviður og aðferðir: Samþætt fræðilegt yfirlit. Rannsókna var leitað í þremur gagnagrunnum, PubMed, Google Scholar og Science Direct auk þess að leitað var í heimildaskrám fundinna rannsóknagreina. Þrjátíu not- hæfar rannsóknir fundust og voru þær unnar á tímabilinu 2001-2015. Niðurstöður: Leiddu í ljós að óhefðbundin meðferð hafi að einhverju leyti áhrif á styrkleika tíðaverkja þó að niðurstöðurnar hafi verið ótvíræðar. Rannsóknir sýndu ekki fram á ágæti nálastungna á styrkleika tíðaverkja þrátt fyrir að einhver jákvæð áhrif hafi komið fram. Þrýstipunktameðferð og ilmkjarnaolíumeðferð með nuddi virðist vel til fallin til að minnka styrkleika tíðaverkja. Einnig virðist hitameðferð hafa jákvæð áhrif á styrk- leika tíðaverkja en þó vantar fleiri rannsóknir á því sviði. Hreyfing virðist hafa einhver áhrif á styrkleika tíðaverkja en þar er einnig vöntun á fleiri rannsóknum, og önnur úrræði gætu verið gagnlegri en hreyfing. Ályktun: Óhefðbundin meðferð virðist vera gagnleg til að draga úr tíða- verkjum. Fara þarf þó varlega í að draga þessar ályktanir og yfirfæra niðurstöðurnar á stærri hóp kvenna þar sem margir annmarkar voru á þeim rannsóknum sem skoðaðar voru. Þörf er á stærri og viðameiri rann- sóknum á fjölbreyttum hópi kvenna svo alhæfa megi um hvort óhefð- bundin meðferð sé kostur fyrir konur með tíðaverki. V 42 Ánægja með þjónustu Neyðarmóttöku nauðgana á Íslandi og langtíma sálfræðilegar afleiðingar þolenda kynferðisofbeldis Anna M. Hrólfsdóttir1, Ingunn Hansdóttir2,3, Edda B. Þórðardóttir4,5, Agnes B. Tryggvadóttir1, Bryndís L. Jóhannsdóttir2, Gunnhildur Gunnarsdóttir2, Berglind Guðmundsdóttir1,5 1Geðsviði Landspítala, 2sálfræðideild Háskóla Íslands, 3SÁÁ, Samtök áhugafólks um áfengis og vímuefnavandann, 4Miðstöð í lýðheilsuvísindum, 5læknadeild Háskóla Íslands anna.margrethrolfs@gmail.com Inngangur: Kynferðisofbeldi getur haft alvarlegar sálfræðilegar afleiðingar í för með sér, svo sem áfallastreituröskun, þunglyndi og misnotkun ávana- bindandi efna. Markmið þessarar rannsóknar var tvíþætt, að kanna ánægju skjólstæðinga með þjónustu Neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisof- beldis á Landspítala sem og hindranir sem geta komið í veg fyrir að einstak- lingar nýti sér sálfræðimeðferð. Í öðru lagi að meta langtíma sálfræðilegar afleiðingar tveimur til sex árum eftir fyrstu komu til Neyðarmóttökunnar. Efniviður og aðferðir: Rafrænn spurningalisti var sendur til einstaklinga sem leituðu til Neyðarmóttökunnar á árunum 2010-2014 (n=108)(svarhlut- fall 57%) en einnig var stuðst við gögn úr sjúkrasögu þátttakenda. Auk bakgrunnspurninga og spurninga um ánægju og hindranir við þjónustu- nýtingu voru spurningalistar sem mátu áfallastreitu, svefnvandamál, áfengis- og vímuefnamisnotkun, félagslegan stuðning, þunglyndi,kvíða og streitu. Niðurstöður: Um 44% þátttakenda var mjög eða frekar ánægður með þjónustu Neyðarmóttökunnar og 85% sögðust myndu mæla með þjón- ustunni við aðra. Þeir sem ekki nýttu sér frekari þjónustu Neyðarmót- tökunnar sögðu helstu ástæðuna vera of mikið tilfinningalegt upp- nám eða að þau treystu sér ekki til að takast á við atburðinn á þeim tímapunkti. Um helmingur þátttakenda sem leituðu á Neyðarmót- tökuna sýndu klínískt marktæk einkenni áfallastreitu og voru merki um áfengismisnotkun sem og marktæk svefnvandamál. Hópurinn í heild sýndi meðalalvarleg einkenni þunglyndis, kvíða og streitu og greindu flestir frá góðum félagslegum stuðning í kjölfar atburðar. Ályktanir: Niðurstöður sýna að kynferðisofbeldi hefur langtímaaf- leiðingar og helmingur úrtaksins upplifir enn einkenni áfallastreitu og eru lífsgæði þeirra skert vegna svefnvandamála, og einkenna þunglyndis, kvíða og streitu.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Læknablaðið : fylgirit

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.