Læknablaðið : fylgirit - 03.01.2017, Page 75

Læknablaðið : fylgirit - 03.01.2017, Page 75
X V I I I V Í S I N D A R Á Ð S T E F N A H Í F Y L G I R I T 9 1 LÆKNAblaðið/Fylgirit 91 2017/103 75 V 43 Áhrif íhlutunar fyrir svæfingu og skurðaðgerð á kvíða dagaðgerðasjúklinga: Samþætt fræðilegt yfirlit Valgerður Grímsdóttir1, Herdís Sveinsdóttir2,3 1Svæfingadeild, aðgerðasviði Landspítala, 2hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands, 3skurðlækningasviði Landspítala herdis@hi.is Inngangur: Undanfarna áratugi hafa framfarir í heilbrigðisþjónustu leitt til fjölgunar dagaðgerða, lækkunar kostnaðar og aukinnar skilvirkni. Nú eru 50-80% skurðaðgerða dagaðgerðir sem fela það í sér að sjúklingar útskrifast heim samdægurs eftir aðgerð. Um fjórðungur dagaðgerðasjúk- linga finnur fyrir miklum kvíða. Kvíði fyrir aðgerð getur verið hamlandi og haft áhrif á líðan og bata sjúklinga. Því er mikilvægt að meta og greina kvíðann og finna leiðir til þess að fyrirbyggja og draga úr honum. Tilgangur: Að skoða hvort og hvaða íhlutanir geta dregið úr kvíða full- orðinna dagaðgerðasjúklinga. Efniviður og aðferðir: Samþætt fræðilegt yfirlit. Leitað var rannsókna sem höfðu birst á tímabilinu janúar 2005 til febrúar 2016, um áhrif íhlutana fyrir svæfingu og aðgerð á kvíða dagaðgerðasjúklinga í gagnagrunnunum PubMed/Medline, CHINAL, Scopus og Web of Science. Niðurstöður: Leitin skilaði 129 greinum og 10 rannsóknir fullnægðu skil- yrðum leitarinnar. Níu voru slembistýrðar og ein var hálfslembistýrð. Í 9 þeirra voru könnuð áhrif einnar íhlutunar og í einni voru könnuð áhrif fjögurra íhlutana. Í 5 rannsóknum voru könnuð áhrif tónlistar, í þremur áhrif slökunar, í einni hverra eftirtalinna voru könnuð áhrif fræðslusím- tals, fræðslumyndbands, viðtals með áherslu á hluttekningu og áhrif nátt- úrumyndbands með og án tónlistar. Í 7 rannsóknum höfðu íhlutanirnar marktæk jákvæð áhrif á kvíða. Vísbendingar eru um að tónlist, slökunar- meðferð, fræðsla með myndbandi og viðtal með áherslu á hluttekningu geti dregið úr kvíða og bætt líðan dagaðgerðasjúklinga. Ályktun: Sjúklingamiðuð hjúkrunarmeðferð sem er veitt fyrir svæfingu og byggist á tónlist, slökun, fræðslu með myndbandi og viðtali með hlut- tekningu getur dregið úr kvíða hjá dagaðgerðasjúklingum. V 44 Athygli: Munur á frammistöðu og athygli reyndra og óreyndra í vítaspyrnum Hallur Hallsson, Ómar I. Jóhannesson, Árni Kristjánsson Sálfræðideild Háskóla Íslands hah10@hi.is Inngangur: Athygli markmanna í vítaspyrnum hefur töluvert verið rann- sökuð. Niðurstöðum augnhreyfingarannsókna og eigindlegra rannsókna ber þó ekki saman. Markmenn segjast veita mjöðmum og öxlum athygli við forspá um stefnu bolta en augnhreyfingarannsóknir sýna að augun séu á stoðfæti spyrnumanns. Rannsóknir benda einnig til að því fyrr í spyrnuferlinu sem klippt er á vítaspyrnumyndband því erfiðara sé að spá rétt fyrir um boltastefnu. Aðferð: Fimmtán reyndir knattspyrnumarkmenn og 15 þátttakendur með litla reynslu af knattspyrnu sáu 120 vítaspyrnumyndbönd og áttu að spá fyrir um stefnu boltans. Tilraunin skiptist í: i) Grunnlínumælingu fyrir frammistöðu í að spá fyrir um boltastefnu þar sem klippt var á myndband við boltasnertingu leikmanns; ii) Samskonar verkefni nema einnig átti að tilgreina hvort tölvugerðu áreiti var veitt athygli sem birtist ýmist á öxl, mjöðm, eða fyrir framan bolta; iii) Spá um boltastefnu þar sem klippt var á myndbandið 80-120 ms áður en bolta var spyrnt. Niðurstöður: Reyndir markmenn spáðu betur fyrir um boltastefnu. Sterk jákvæð fylgni var milli frammistöðu og svartíma. Báðir hópar tóku eftir áreitum fyrir framan boltann en ekki á spyrnumanni. Tölvuáreiti höfðu ekki áhrif á frammistöðu né að klippa fyrr á vítaspyrnumyndbönd. Ályktanir: Ólíklegt að reyndir markmenn veiti mjöðmum og öxlum spyrn- umanns athygli við forspá um stefnu bolta. Að þurfa að taka ákvörðun 80- 120 ms áður en bolta er spyrnt kom ekki niður á frammistöðu sem bendir til að ákvörðunin sé tekin snemma. Þessar niðurstöður gefa vísbendingar um hvernig megi þjálfa markmenn í vítaspyrnum með sjónathyglisþjálf- un. V 45 Kvíði í íþróttum: Tengsl almennra kvíðaeinkenna og íþróttatengds kvíða hjá leikmönnum í körfubolta og fótbolta Hallur Hallsson1, Bára F. Hálfdánardóttir2, Bjarki Björnsson2, Gunnlaugur B. Baldursson2, Ragnar P. Ólafsson1 1Sálfræðideild Háskóla Íslands, 2Háskóla Íslands hah10@hi.is Inngangur: Nokkur umræða hefur verið um kvíða og þunglyndi hjá íþróttafólki en lítill greinamunur gerður á eðli kvíðans. Þekkt er að kvíði geti bætt frammistöðu með því að auka einbeitingu og ákefð. Tilgangur rannsóknarinnar var að skoða tengsl almennra kvíðaeinkenna og íþrótta- tengds kvíða. Einnig að mæla þunglyndiseinkenni, mat þátttakenda á eig- in viðhorfi og annarra til kvíða og þunglyndis og hvort og þá hvert þeir myndu leita aðstoðar. Aðferð: Spurningalistar voru lagðir fyrir 117 körfuboltaiðkendur (18 til 37 ára; M=24 ár) og 184 fótboltaiðkenndur (18 til 41 ára, M=24 ár) í efstu deild þessara íþrótta á Íslandi. Spurt var um almenn kvíða- og þunglyndisein- kenni (Hospital Anxiety Depression Scale), íþróttakvíða (The Sport Anx- iety Scale-2), og viðhorf til þunglyndiseinkenna (The Depression Stigma Scale) ásamt útgáfu þess kvarða fyrir kvíðaeinkenni sem var búin til fyrir þessa rannsókn. Spurt var hversu auðvelt eða erfitt það yrði að leita sér að- stoðar vegna kvíða eða þunglyndis og til hvaða aðila fólk myndi snúa sér. Niðurstöður: Sterk tengsl voru milli íþróttakvíða og almennra kvíða- einkenna hjá bæði körfubolta- (r=0,74) og fótboltaiðkendum (r=0,71) en miðlungs sterk milli íþróttakvíða og depurðareinkenna (r=0,53 og r=0,43). Eigin fordómar voru minni en áætlaðir fordómar annarra í báðum hóp- um. Þátttakendur voru líklegri til að leita til vinar eða fjölskyldumeðlims en fagaðila. Ályktun: Almenn kvíðaeinkenni og íþróttakvíði eru tengdar en aðgrein- anlegar hugsmíðar. Líkur eru á að íþróttafólk leiti frekar til vina og vanda- manna en fagaðila vegna kvíða- og þunglyndisvanda. Fræða þarf íþrótta- fólk um að fordómar gegn kvíða og þunglyndi eru sennilega minni en þeir telja þá vera. V 46 Vöðvastyrkur og -virkni miðlæga og hliðlæga hluta aftanlærisvöðva eftir endurgerð fremra krossbands í hné Árni Guðmundur Traustason1,2, Katrín Björgvinsdóttir2, Kristín Briem2 1Rannsóknarstofu í hreyfivísindum, 2námsbraut í sjúkraþjálfun, Háskóla Íslands arnitraustason@gmail.com Inngangur: Slit á fremra krossbandi (FK) eru alvarleg meiðsli og algengt að einstaklingar fari í aðgerð þar sem nýtt krossband er gert úr miðlæg- um aftanlærisvöðva (hamstring graft (HG)). Styrkur aftanlærisvöðva í kjöl- far HG aðgerðar hefur nokkuð verið rannsakaður en lítið vitað um áhrif aðgerðarinnar á sértæka vöðvavinnu miðlæga- (MH) og hliðlæga (HH) hluta aftanlærisvöðva til skamms eða lengri tíma. Tilgangur rannsóknar- innar var því að kanna vöðvastyrk MH og HH hjá íþróttafólki sem gengist höfðu undir HG ígræðslu í kjölfar FK slits, með hliðsjón af mældri vöðva- virkni.

x

Læknablaðið : fylgirit

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.