Læknablaðið : fylgirit - 03.01.2017, Side 87
X V I I I V Í S I N D A R Á Ð S T E F N A H Í
F Y L G I R I T 9 1
LÆKNAblaðið/Fylgirit 91 2017/103 87
V 85 Vöðvasullur greinist á ný í sauðfé
Matthías Eydal1, Einar Jörundsson2
1Sníkjudýrafræðideild, 2meinafræðideild, Tilraunastöð Háskóla Íslands í meinafræði að
Keldum
meydal@hi.is
Inngangur: Vöðvasullur, Taenia (Cysticercus) ovis, finnst í vöðvum
sauðfjár, einkum í ganglimum, hjarta og þind. Fullorðinsstigið, vöðva-
sullsbandormurinn, lifir í görn hunda eða refa. Vöðvasullir greindust
fyrst hér á landi á árunum 1983-1985, í sauðfé frá 40 bæjum á Vesturlandi
og Norðvesturlandi. Ekki var vitað hvenær eða hvernig bandormurinn
barst til landsins eða hvort hann hafði verið fyrir í landinu. Árin 1986-2001
greindust vöðvasullstilfelli af og til í sauðfé en engin á árunum 2002-2013.
Leit að bandorminum í hundum, alirefum og villtum refum bar ekki ár-
angur.
Efniviður og niðurstöður: Haustið 2014 greindust vöðvasullir í hjarta og
þind úr sláturlambi frá bæ á Norðvesturlandi. Ormurinn fannst ekki við
leit í saursýnum úr hundum á bænum. Haustið 2015 voru skoðuð læri og
þindar úr tveimur sláturlömbum frá bæ á Norðausturlandi. Í þeim var
mikill fjöldi vöðvasulla. Við kjötskoðun í sláturhúsi sáust sullir í fleiri slát-
urlömbum frá bænum. Vöðvasullir höfðu ekki greinst áður á þessu svæði
Norðaustanlands. Egg ormsins fundust í saursýni úr hundi á bænum og
er það í fyrsta sinn sem vöðvasullsbandormurinn er staðfestur í lokahýsli,
ref eða hundi, hér á landi.
Ályktanir: Nýju vöðvasullstilfellin sem hafa greinst sýna að annaðhvort
hefur sníkjudýrið leynst í hýslum hér á landi eða hefur borist á ný til
landsins með hundum. Lífsferill vöðvasullsbandormsins er sams konar
og lífsferill sullaveikibandormsins Echinococcus granulosus, að því undan-
skildu að vöðvasullsbandormurinn sýkir ekki fólk svo vitað sé. Nýgreind
vöðvasulltilfelli eru áminning um að ekki sé tímabært að slaka á lögboð-
inni árlegri bandormahreinsun hunda.
V 86 Riða í sauðfé - rannsókn á nýlegum tilfellum
Stefanía Þorgeirsdóttir1, Ásthildur Erlingsdóttir2
1Riðurannsóknarstofu, 2veiru- og sameindalíffræðideild, Tilraunastöð Háskóla Íslands í
meinafræði að Keldum
stef@hi.is
Inngangur: Frá 1978 hefur verið reynt að útrýma riðu hér á landi, fyrst
með niðurskurði á fé og síðar sótthreinsun útihúsa. Tilfellum hefur fækk-
að mikið, en árlega greinast örfá tilfelli, stundum eingöngu óhefðbund-
in eða Nor98 riða, sem talinn er sjálfsprottin án utanaðkomandi smits.
Enginn niðurskurður er vegna slíkra riðutilfella, líkt og þegar hefðbundin
riða greinist.
Efniviður og aðferðir: Sýni frá fjórum riðubæjum voru prófuð með tilliti
til riðusmitefnis og arfgerða sem áhrif hafa á smitnæmi íslensks sauðfjár.
Við skimunina voru notuð elísupróf, en ónæmisblottun til staðfestingar og
aðgreiningar riðuafbrigða. Við greiningu arfgerða var breytileiki kannað-
ur í táknum 136 og 154 í príongeninu.
Niðurstöður: Árið 2015 greindust fjögur riðutilfelli, þrjú hefðbundin og
eitt Nor98. Hefðbundnu riðutilfellin, þau fyrstu síðan 2010, greindust öll á
Norðurlandi, þar sem riða hefur lengi verið landlæg. Eitt þeirra greindist
í sláturhúsasýnum en hin vegna riðugruns. Nor98 greindist í sláturhúsa-
sýni frá Austfjörðum og er sjöunda tilfellið á Íslandi. Eftir niðurskurð voru
112 sýni prófuð til viðbótar og reyndust 24 þeirra vera jákvæð. Greining
arfgerða sýndi að fyrsta hefðbundna tilfellið var með hlutlausa arfgerð
sem og jákvæðu sýnin úr þeirri hjörð. Riðutilfellin sem greindust út frá
einkennum reyndust bera áhættuarfgerð fyrir hefðbundna riðu og einnig
mörg jákvæðu niðurskurðarsýnin. Nor98 tilfellið bar áhættuarfgerð fyrir
þá gerð riðu, en sú arfgerð er talin verndandi gagnvart hefðbundinni riðu.
Ályktanir: Eftir áralanga baráttu gegn riðusjúkdómnum á Íslandi grein-
ast enn tilfelli. Við skoðun riðuhjarðanna sást að nokkuð hátt hlutfall var
riðujákvæður og arfgerðir jákvæðra sýna voru flest af áhættuarfgerð fyrir
viðkomandi gerð riðu.
V 87 Effect of pathogen inactivation on cytokine/ chemokine
secretion from platelets during storage
Ólafur E. Sigurjónsson1, Níels Á. Árnason2, Ragna Landrö2, Óttar Rolfsson3, Björn
Harðarson4
1Surgical services, The Icelandic Blood Bank, Landspítali University Hospital, 2The Icelandic
Blood Bank, Landspítali University Hospital, 3University of Iceland, 4Landspitali - The National University
Hospital
oes@hi.is
Introduction: The Platelet has a central role in hemostasis and represents
an integral part of transfusion medicine. Platelets can be stored for a max-
imum of 5-7 days due to the risk of pathogen contamination. To reduce
the risk of pathogen contamination, methods have been developed that
render pathogens inactive in platelet concentrates prior to storage (PI).
Secretion of cytokines from platelets during storage can pose threat to
patients upon platelet infusion. In this project we analyzed the effect of
PI of cytokine and growth factor secretion from platelets during storage.
Methods: Two buffy coat derived platelets units were generated for each
experiment (n=8), where one unit contained SPP+/ Plasma (70/30%) and
the other unit was PI treated (containing SPP+/Plasma). Cytokine profiles
were assessed using MILLIPLEX® MAP Human Cytokine/Chemokine -
Premixed 42 Plex assay and ELISA on days 1, 2, 4 and 7 during storage.
Results: All cytokines/ chemokines/ growth factors analyzed showed an
increase in secretion from platelets during storage. No significant differ-
ences were observed in cytokines that may cause harm to patients upon
platelet infusion, e.g. sCD40L and PF4, when comparing PI treated platel-
ets to untreated platelets.
Conclusion: Pathogen inactivation treatment does not increase secretion
of cytokines/ chemokines/ growth factors from platelet during storage
compared to untreated platelets.
V 88 Effect of pathogen inactivation on platelet storage lesion
Ólafur E. Sigurjónsson1, Níels Á. Árnason2, Ragna Landrö2, Óttar Rolfsson3, Björn
Harðarson4
1Surgical services, The Icelandic Blood Bank, Landspítali University Hospital, 2The Icelandic
Blood Bank, Landspítali University Hospital, 3University of Iceland, 4Landspitali - The National
University Hospital
oes@hi.is
Introduction: The Platelet has a central role in hemostasis and represents
an integral part of transfusion medicine. Platelets can be stored for a max-
imum of 5-7 days due to the risk of pathogen contamination. To reduce
the risk of pathogen contamination, methods have been developed that
render pathogens inactive in platelet concentrates prior to storage (PI).
Secretion of cytokines from platelets during storage can pose threat to
patients upon platelet infusion. In this project we analyzed the effect of PI
of platelet storage lesion.
Methods: Two buffy coat derived platelets units were generated for each
experiment (n=8), where one unit contained SPP+/ Plasma (70/30%) and
the other unit was PI treated (containing SPP+/Plasma). Platelet storage
lesion was analysed using, flow cytometry, hematoanalyser and blood gas
analayser.