Læknablaðið : fylgirit - 03.01.2017, Síða 91
X V I I I V Í S I N D A R Á Ð S T E F N A H Í
F Y L G I R I T 9 1
LÆKNAblaðið/Fylgirit 91 2017/103 91
predicted age distribution and increase in the number of elderly ≥70 years
in the coming decades demonstrated that patients with HF will have incr-
eased 2.31 fold by the year 2040 and 2.94 times by the year 2060.
Conclusion: This study, in a cohort of elderly individuals representative
of the general population in a Nordic country, predicts that HF will be a
major health problem in the coming decades.
V 99 Þýðing, staðfærsla og forprófun á The Stroke and Aphasia
Quality of Life Scale-39g
Sigfús H. Kristinsson1, Þórunn H. Halldórsdóttir2
1Talmeinafræðideild, læknadeild Háskóla Íslands, 2Reykjalundi
sigfushelgik@gmail.com
Inngangur: Málstol hefur veruleg neikvæð áhrif á heilsutengd lífsgæði
(HL). Grundvallarmarkmið með málstolsmeðferð er að bæta HL sjúklinga
með beinum og/eða óbeinum hætti. Þar af leiðandi er nauðsynlegt að
geta mælt HL einstaklinga með málstol með réttmætum og áreiðanlegum
hætti. Þar til gert mælitæki þarf bæði að meta að hve miklu leyti skert
tjáskiptafærni hefur áhrif á HL og vera hannað með þarfir og getur fólks
með málstol í huga. Markmið rannsóknarinnar var að þýða, staðfærða og
forprófa The Stroke and Aphasia Quality of Life Scale-39g (SAQOL-39g).
Efniviður og aðferðir: Þýðing var útfærð samkvæmt viðurkenndri bak-
þýðingaraðferð. Mælitækið var forprófað á 20 þátttakendum; tíu með
málstol og tíu án málstols í kjölfar heilablóðfalls, og reiknaður var að-
gengileiki, innri áreiðanleiki og endurtektarprófunaráreiðanleiki.
Niðurstöður: Bakþýðing leiddi til þess að átta prófatriði voru tekin til sér-
stakrar skoðunar fyrir lokaþýðingu. Engin prófatriði þurfti að staðfæra.
Aðgengileiki mældist fullnægjandi þar sem hlutfall ósvaraðra prófatriða
var 0% og gólf- og rjáfuráhrif voru innan viðmiðunarmarka fyrir stök
prófatriði og undirpróf (<80%). Innri áreiðanleiki var fullnægjandi fyrir
heildarútkomu (α=0,94) og undirpróf (α=0,89-0,93). Fylgni prófatriða við
heildarútkomu var á bilinu 0,30-0,82. Endurtektarprófunaráreiðanleiki
var fullnægjandi fyrir heildarútkomu (0,95) og undirpróf (0,94-0,95). Með-
alstigafjöldi þátttakenda var 3,96 stig (sf=0,62).
Ályktanir: Próffræðilegir eiginleikar íslenskrar þýðingar SAQOL-39g
eru fullnægjandi og standast samanburð við próffræðilega eiginleika
frumútgáfu mælitækisins. Líklegt þykir að þýðingin búi yfir sambæri-
legu réttmæti og frumútgáfa. Niðurstöður úr forprófun benda til þess
að heilsutengd lífsgæði einstaklinga með málstol séu marktækt lakari en
einstaklinga án málstols í kjölfar heilablóðfalls.
V 100 What characterizes hip fracture patients in AGES part of
Icelandic heart association study?
Sigrún Sunna Skúladóttir1, Þórhallur I. Halldórsson2, Mary Frances Cotch3, Guðný
Eiríksdóttir4, Lenore J. Launer5, Tamara B. Harris6, Jóhanna Torfadóttir7, Ingibjörg
Hjaltadóttir8, Vilmundur Guðnason4, Gunnar Sigurðsson9, Laufey Steingrímsdóttir1
1Faculty of Food Science and Nutrition, University of Iceland, 2Unit for Nutrition Research,
University of Iceland, 3Division of Epidemiology, National Eye Institute, 4Icelandic Heart
Association Research Institute, 5National Insitute of Aging, 6National Institute of Aging, 7Public
Health Sciences, University of Iceland, 8Faculty of Nursing, University of Iceland, 9Icelandic
Heart Association Research Ins, Icelandic Heart Association Research Institute
Sigrunsskula@gmail.com
Introduction: Among the elderly insufficient serum 25(OH)D is a strong
determinant of bone health and low serum 25(OH)D has been associated
with increased risk of hip fractures. However, those with insufficient ser-
um 25(OH)D status generally also have poor health. The aim of this stu-
dy was to characterize health difference between hip fracture cases and
noncases according serum 25(OH)D status.
Methods: 5764 participants from the Ages gene/Environment Susceptibil-
ity (AGES)- Reykjavik study (2002-2006). At recruitment participants went
through detailed clinical examination. Baseline serum 25(OH)D status
as grouped according to insufficiency (<30 nmol/L), sub-optimal (≥30-50
nmol/L) and sufficient (>50 nmol/L) status. Poor bone mineral density of
the femoral neck was defined as those below the 30th percentile for men
and women separately using the whole study population.
Results: Mean age of participants were 77y range (66 to 98y) and mean
serum 25(OH)D was 53.3 nmol/L (SD 24.2). Over a mean follow-up of 5.4y
there were 144 and 342 hip fractures among men and women, respecti-
vely. Among hip fracture cases the BMD was similar (men, women) am-
ong those with insufficient (20.4 mg/cm3, 19.3 mg/cm3) and sufficient (21.2
mg/cm3, 19.5 mg/cm3) serum 25(OH)D status. However the proportion
of subjects with poor BMD was higher in the insufficient versus suffici-
ent group (36.7%, 28.4%). Time up and go showed in insufficient versus
sufficient group (14.6%, 57.6%). Proportion of participant with Charl-
sonscore at lower median in the insufficient group versus sufficient group
was (21%, 53%).
Conclusions: Persons with insufficiency 25(OH)D status are likely fore
worse health.
V 101 Árangur 4-8 vikna þverfræðilegrar endurhæfingarinnlagnar
fyrir aldraða
Nanna G. Sigurðardóttir1, Sigrún V. Björnsdóttir2, Sólveig Á. Árnadóttir2, Tryggvi
Egilsson3
1Námsbraut í sjúkraþjálfun, læknadeild, 2læknadeild Háskóla Íslands, 3öldrunarlækningadeild
Landspítala
nanna.sigurdardottir@outlook.com
Inngangur: Erlendar rannsóknir sýna fram á að mikill ávinningur er af
þverfræðilegri endurhæfingu aldraðra tengt athafnagetu, þátttöku, ótíma-
bærum dauða og sjálfstæðri búsetu. Markmið rannsóknarinnar var að
kanna hvort þverfræðileg endurhæfing á Íslandi hefði í för með sér bætta
færni í athöfnum. Einnig hvort aðrar breytur eins og færni við innlögn og
lengd endurhæfingarinnlagnar tengdust árangri við útskrift og afdrifum
þátttakenda.
Efniviður og aðferðir: Rannsóknin var afturskyggn ferilrannsókn. Úrtak-
ið var klasaúrtak 412 einstaklinga sem tóku þátt í 4-8 vikna þverfræðilegri
endurhæfingarinnlögn. Unnið var með fyrirliggjandi gögn úr sjúkraskrá
og Þjóðskrá Íslands. Endurhæfingin fólst í einstaklingsmiðuðu mati,
greiningu og meðferð, ásamt hópþjálfun og félagsstarfi. Árangur endur-
hæfingar var metinn með athafnamiðuðum prófum; Berg jafnvægis-
kvarða, 30 m gönguprófi, 10 m gönguprófi, að standa upp og setjast 5x
og stigagöngu. Tölfræðileg úrvinnsla fólst í ANOVA dreifigreiningu, Kí
kvaðrat prófi, pöruðu t-prófi, línulegri og lógístískri aðhvarfsgreiningu.
Marktektarmörk voru sett við p<0,05.
Niðurstöður: Meðalaldur þátttakenda var 82,5 ár (SD=6,7) og 64% voru
konur. Í kjölfar endurhæfingar bættu þátttakendur færni sína samkvæmt
öllum athafnamiðuðum prófum (p<0,001). Breytur sem tengdust meiri
framför á endurhæfingartímanum voru lakari færni þátttakenda og notk-
un gönguhjálpartækis við innlögn, lengri dvöl, lægri aldur og að vera
karlmaður. Langflestir þátttakendur (94%) útskrifuðust heim til sín að
endurhæfingu lokinni og voru á lífi (88%) einu ári eftir útskrift.
Ályktanir: Niðurstöður benda til að þverfræðileg endurhæfingarinnlögn
fyrir aldraða hafi jákvæð áhrif á sjálfsbjargargetu þeirra og sé því mikil-
væg þjónusta í íslensku samfélagi. Frekari rannsókna er þörf til að þróa
áfram sambærileg meðferðarúrræði fyrir aldraða á Íslandi.