Læknablaðið : fylgirit - 03.01.2017, Síða 94

Læknablaðið : fylgirit - 03.01.2017, Síða 94
X V I I I V Í S I N D A R Á Ð S T E F N A H Í F Y L G I R I T 9 1 94 LÆKNAblaðið/Fylgirit 91 2017/103 V 109 Vægur bráður nýrnaskaði í kjölfar skurðaðgerðar: Nýgengi og afdrif sjúklinga Þórir E. Long1, Daði Helgason1, Sólveig Helgadóttir1, Runólfur Pálsson1, Tómas Guðbjartsson1, Gísli H. Sigurðsson1, Martin I. Sigurðsson2, Ólafur S. Indriðason3 1Læknadeild Háskóla Íslands, 2Department of Anesthesiology, Duke University Hospital, 3nýrnalækningaeiningu lyflækningasviðs Landspítala thorirein@gmail.com Inngangur: Hækkun á kreatíníni í sermi (SKr) ≥26,5 µmól/l á 48 klst er hluti núverandi skilgreiningar á bráðum nýrnaskaða (BNS), en lítið vitað um áhrif þessarar vægu hækkunar á horfur sjúklinga. Tilgangur rann- sóknarinnar var að athuga horfur einstaklinga með vægan BNS í kjölfar skurðaðgerða. Efniviður og aðferðir: Þetta var afturskyggn rannsókn á öllum einstak- lingum >18 ára sem undirgengust kviðarhols-, brjósthols-, bæklunar- eða æðaskurðaðgerð á Landspítala á árunum 2007-2015. Gögn voru fengin úr rafrænum kerfum Landspítala. Vægur BNS var skilgreindur sem SKr- -hækkun um 26,5µmól/l á 48 klst án þess að ná 1,5 x grunngildi SKr á 7 dögum. Einstaklingar með vægan BNS voru bornir saman við paraðan viðmiðunarhóp (1:1) sem fundinn var með propensity skori. Niðurstöður: Alls gengust 28.879 einstaklingar undir 40.738 skurðaðgerð- ir á tímabilinu. SKr fyrir og eftir aðgerð fannst í tilviki 18.686 (46%) að- gerða. Alls greindust 1473 (7,9%) með BNS og af þeim voru 497 (2,7%) með vægan BNS. Einstaklingar með vægan BNS voru oftar karlkyns (65% vs. 53%) og höfðu lægri reiknaðan gaukulsíunarhraða fyrir aðgerð, 51 (34-67) vs. 66 (48-84) ml/mín./1,73 m2 (p<0,001), en sjúklingar með alvar- legri skaða. Einstaklingar með vægan BNS og skerta nýrnastarfsemi fyrir aðgerð voru með verri 1 árs lifun en samanburðarhópur (76% vs. 81%, p=0,038). Hins vegar var enginn munur á 1 árs lifun einstaklinga með vægan BNS og eðlilega nýrnastarfsemi fyrir aðgerð samanborið við við- miðunarhóp (91% vs. 89%, p=0,57). Ályktanir: Meðal einstaklinga með eðlilega nýrnastarfsemi virðist vægur BNS ekki hafa áhrif á horfur en skoða þarf betur tengsl vægs BNS og út- komu sjúklinga með skerta nýrnastarfsemi fyrir aðgerð. V 110 Samanburður tölvualgríma við greiningu nýrnalæknis á bráðum nýrnaskaða Arnar J. Jónsson1, Sigrún H. Lund2, Runólfur Pálsson3, Ólafur S. Indriðason3, Ingibjörg Kristjánsdóttir3 1Landspítala, 2Miðstöð í lýðheilsuvísindum læknadeild Háskóla Íslands, 3nýrnalækningaeiningu Landspítala arnarjan@gmail.com Inngangur: Nýlegar skilgreiningar á bráðum nýrnaskaða eru fram- faraskref en skortur á áreiðanlegu grunngildi kreatíníns í sermi (SKr) er takamarkandi þáttur í faraldsfræðilegum rannsóknum. Markmið rann- sóknarinnar var að bera notkun tölvualgríma til greiningar á bráðum nýrnaskaða saman við greiningu nýrnalæknis. Efniviður og aðferðir: Þessi afturskyggna rannsókn notaðist við rafræn kerfi Landspítala til að finna allar SKr-mælingar yfir viðmiðunargildum hjá einstaklingum > 18 ára sem leituðu á bráðamóttöku Landspítala árið 2010. Allar mælingar þessara einstaklinga voru skoðaðar af nýrnalækni sem ákvarðaði hvort bráður nýrnaskaði væri til staðar með KDIGO- skilmerki og klínískar upplýsingar til hliðsjónar. Tölvualgrím, smíðuð í R, voru byggð á KDIGO-skilgreiningum og tóku tillit til mismunandi tímabila við ákvörðun grunngildis SKr. Niðurstöður: Af 47558 heimsóknum á bráðamóttöku voru 24594 SKr- mælingar fyrirliggjandi hjá 15623 einstaklingum. SKr var hækkað hjá 2878 (18,4%) einstaklingum. Algrím byggt á skilgreiningum KDIGO reyndist hafa 70% næmi, 93% sértæki, 98% jákvætt forspárgildi og 42% neikvætt forspárgildi. Algrím sem tók til meðaltals SKr frá 7 til 365 dög- um fyrir komu hafði 86% næmi, 91% sértæki, 95% jákvætt forspárgildi og 73% neikvætt forspárgildi. Algrím sem einnig innifól lækkun SKr um 50% á innan við 30 dögum frá komu á bráðamóttöku hafði 96% næmi, 34% sértæki, 78% jákvætt forspárgildi og 77% neikvætt forspárgildi. Ályktanir: Bestu tölvualgrím til greiningar á bráðum nýrnaskaða hjá einstaklingum sem koma á bráðamóttöku samsvara nokkuð vel greiningu nýrnalæknis, með viðunandi næmi og sértæki. Aukið næmi algríma sem einnig taka tillit til lækkunar á SKr eftir komu á bráðamóttöku er á kostnað sértækis. V 111 Misidentification of Dihydroxyadenine Kidney Stones by Conventional Stone Analysis Techniques Hrafnhildur L. Runólfsdóttir1, Runólfur Pálsson2, Inger M. Ágústsdóttir3, Viðar Ö. Eðvarðsson3, Gunnar M. Zoega4 1Landspitali University Hospital, 2Division of Nephrology, Landspitali University Hospital, 3Children’s Medical Center, Landspitali University Hospital, 4Division of Ophthalmology, Landspitali University Hospital hrafnhr@landspitali.is Introduction: Adenine phosphoribosyltransferase deficiency (APRTd) is an inherited disorder of purine metabolism that leads to excessive renal excretion of 2,8-dihydroxyadenine (DHA), resulting in kidney stones and crystal nephropathy. Analysis of stone material using infrared (IR) spect- roscopy has been considered diagnostic of APRTd. The objective of this study was to examine the accuracy of stone analysis for the identification of DHA kidney stones. Methods: Records of all 40 patients referred to the APRTd Research Group of the Rare Kidney Stone Consortium from 2010 to 2016 were reviewed. Results: Fifteen patients were referred to our program with the pres- umptive diagnosis of APRTd based on stone analysis. Seven of these 15 patients did not have APRTd as DHA had been misidentified as a stone component. The median age at referral was 26.6 (6-45) years. IR spect- roscopy was the stone analysis technique used in 6 cases, yielding 12- 100% DHA in samples from 5 patients, while only trace amounts were found in a stone from 1 individual. X-ray diffraction was applied in 1 case suggesting 90% DHA. Seven patients did not have APRTd, demonstrated by undetectable DHA in spot urine samples using a novel mass spect- rometry assay. The absence of APRTd was further confirmed by APRT enzyme activity measurements in 4 cases and genetic testing in 3 cases. Conclusions: False positive diagnosis of DHA kidney stones using gold standard stone analysis techniques appears to be more common than previously thought. The diagnosis of APRTd should always be confirmed with enzyme activity measurmentand/or genetic testing. V 112 Hafa frávik í vökvajafnvægi eða hröð vökvasíun hjá nýjum blóðskilunarsjúklingum áhrif á lifun? Sandra Seidenfaden1,2, Runólfur Pálsson1,2, Ólafur S. Indriðason2 1Háskóli Íslands, 2Landspítali sandra.seidenfaden@gmail.com Inngangur: Nýlegar rannsóknir hafa sýnt að frávik í vökvajafnvægi geti haft áhrif á lifun blóðskilunarsjúklinga, t.d. hafa umframþyngd við lok skilunar ≥0,3 kg og örsíunarhraði >10-13 ml/kg/klst. tengsl við minnkaða lifun. Í þessari rannsókn var skoðað hvort þessir þættir tengdust lifun hjá blóðskilunarsjúklingum.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.