Íslensk bókatíðindi - 01.12.1993, Side 39
Þýdd skáldverk
aðeins hann sér. Lesandinn
kynnist næsta fórnarlambi,
konu sem nýflutt er til borg-
arinnar með litla dóttur sína,
og fylgist með henni koma
sér fyrir og kynnast næstu
nágrönnum. Smám saman
kemur í Ijós að morðinginn
hlýtur að vera einn þriggja
nágranna hennar. En hver
þeirra?
224 blaðsíður.
Frjáls fjölmiðlun hf.-
Úrvalsbækur.
ISBN 9979-9023-4-5
Verð: 900 kr.
BÓKASAFN
NEMOS SKIPSTJÓRA
Per Olov Enquist
Þýðing: Hjörtur Pálsson
Sjaldan hefur norrænn rithöf-
undur hlotið jafn einróma lof
lesenda og gagnrýnenda fyr-
ir verk sitt. í litlu þorpi í Norð-
ur-Svíþjóð eignast tvær kon-
ur sveinbörn sama daginn á
sama spítala, en vegna mis-
taka fer hvorug þeirra heim
aieð sitt rétta barn. Það er
upphaf mikils harmleiks og
átakanlegrar ástarsögu. Ó-
Glleymanlegt skáldverk í feg-
urð sinni og þjáningu.
216 blaðsíður.
Forlagið.
■SBN 9979-53-217-3
Verð: 2.680 kr.
Þýðing: Friðrik Rafnsson
Milan Kundera er eflaust sá
höfundur erlendur sem náð
hefur hvað mestri hylli ís-
lenskra lesenda undanfarin
ár, en Bókin um hlátur og
gleymsku er fjórða skáld-
saga hans sem þýdd er á ís-
lensku. „Þetta er saga um
hláturinn og gleymskuna, um
gleymskuna og Prag, um
Prag og englana,“ segir höf-
undurinn á einum stað í bók-
inni. Bókin um hlátur og
gleymsku kom fyrst út í
Frakklandi árið 1979 og vakti
gífurlega athygli, enda ein
djarfasta skáldsaga þessa
höfundar.
219 blaðsíður.
Mál og menning.
ISBN 9979-3-0603-3
Verð: 2.680 kr.
BÓKIN UM HLÁTUR DAUÐAVEGIR
OG GLEYMSKU Robyn Carr
Milan Kundera Þýðing:
Sigurjón Magnússon
Jackie Sheppard hélt að
ógnir stórborgarlífsins væru
að baki þegar hún fluttist til
smábæjar í Colorado. En ör-
lög sín fær enginn flúið. Brátt
fær Jackie að kynnast því
ógnvænlegasta sem fyrir
unga konu getur borið.
Tryllirinn Dauðavegir er
æsispennandi og bráðvel
skrifuð bók sem kom út í
Bandaríkjunum á síðasta ári
og birtist nú á öllum helstu
heimstungum um svipað
leyti.
Regnbogabækur.
ISBN 9979-843-24-1
Verð: 1.980 kr.
A.LAN LIGHTMAN
Draumar
Einsteins
DRAUMAR EINSTEINS
Alan Lightman
Þýðing: Sverrir
Hólmarsson
Draumar Einsteins er stór-
skemmtileg og athyglisverð
skáldsaga sem nú nýtur
hvarvetna ómældra vin-
sælda og viðurkenningar.
Hún hefur verið meðal sölu-
hæstu bóka í Bandaríkjunum
á þessu ári og leggur núna
Evrópu að fótum sér, - því
að góðar bækur spyrjast út.
Sagan segir frá Albert Ein-
stein og draumum hans þeg-
ar hann vann á einkaleyfa-
skrifstofu í Sviss í upphafi
aldarinnar og lét sig dreyma.
Sagan er „gáskafull og
ögrandi, hrífur lesandann inn
í draumaveröld eins og
magnaður segull'1, sagði í
New York Times um hana.
Þetta er einstök bók sem
jafnt ungir sem aldnir munu
heillast af.
190 blaðsíður.
Vaka-Helgafell.
ISBN 9979-2-0170-3
Verð: 2.480 kr.
DREKATÁR
Dean Koontz
Þýðing: Magnús
Kristinsson
Gesturinn þreif í beltið á
stúlkunni, rykkti henni til sín
og náði góðu taki á blúss-
unni. Árásin var svo óvænt
og skyndileg og hreyfingarn-
ar svo eldsnöggar að hún
var komin á loft áður en hún
gat byrjað að öskra. Rétt
eins og hún væri fis, kastaði
hann henni á gestina við eitt
af borðunum.
39