Íslensk bókatíðindi - 01.12.1993, Blaðsíða 76
Bœkur almenns efnis
láta kúga sig og er barátta
karla við sterkar konur eitt af
viðfangsefnum íslenskra
fornbókmennta og drifkraftur
í frásögn þeirra.
Bókin er ögrandi framlag
til frjórrar og endurskapandi
umræðu um íslenskar forn-
bókmenntir og veitir nýja sýn
inn í heim þeirra.
231 blaðsíða.
Háskólaútgáfan.
ISBN 9979-54-057-5
Verð: 2.440 kr.
MÁVABRÍK
Ármann Halldórsson
Mannlíf og örlög Héraðsbúa
og Austfirðinga á liðinni tíð.
Hrikaleg og fögur í senn.
197 blaðsfður.
Snotra hf.
Verð: 2.500 kr.
MICHAEL JORDAN
Jack Clary
Þýðing: Sigurður Helgason
Sagt er frá lífshlaupi fræg-
asta körfuknattleiksmanns
heims. Lýst er æskuárum
hans og ferlinum á leiðinni á
toppinn. Bókina prýðir mikill
fjöldi Ijósmynda í lit. Stórt
veggspjald fylgir hverri bók.
64 blaðsíður.
Reykholt í samvinnu við
KKÍ.
ISBN 9979-836-07-5
Verð: 1.880 kr.
mmmmmmmmmmmmmmmmmi
EggertÞórAðalBtainssan
r\
[si
BlÉEUi bestu
NBA - ÞEIR BESTU
Eggert Aðalsteinsson
Bandarísku körfuknattleiks-
snillingarnirsem leika í NBA-
deildinni hafa sannarlega
heillað flesta þá sem með
þeim fylgjast upp úr skónum.
Þessir snillingar eru nánast
orðnir heimilisvinir fjölda ís-
lendinga bæði þeirra eldri og
þá ekki síst ungu kynslóðar-
innar sem jafnvel gerir þá sér
J
að fyrirmynd. í NBA-bókinni
er sagt frá öllum liðunum
sem leika í NBA-deildinni,
rakinn ferill liðanna og afrek
og einnig er sagt frá liðskip-
an þeirra og frægum köþp-
um sem með þeim hafa leik-
ið. Höfundur bókarinnar,
Eggert Þór Aðalsteinsson er
sennilega yngsti bókarhöf-
undurinn sem sendir frá sér
bók um þessar mundir, að-
eins 17 ára. Eigi að síður er
þekking hans á NBA
körfuknattleiknum ótrúlega
mikil. Það hefur hann m.a.
sýnt í greinum um NBA sem
birst hafa eftir hann í blöðum
og tímaritum.
120 blaðsíður.
Fróði h.f.
ISBN 9979-802-76-6
Verð: 1.890 kr.
NONNI OG NONNAHÚS
Jón Hjaltason
Bækurnar um Nonna og
Manna hafa farið sigurför um
heiminn. Hver kannast ekki
við ævintýri bræðranna
tveggja, hver þekkir ekki
Boggu systur þeirra og Sig-
ríði móður barnanna? Bókin
um Nonna og Nonnahús
varpar Ijósi á líf Nonna á ís-
landi og lífshlaup paters
Jóns Sveinssonar. Tugir
Ijósmynda gera bókina ó-
gleymanlega þeim er lesa,
sú elsta sýnir Nonna 13 ára
og ein sú yngsta er tekin af
honum í mars 1941 þegar
Nonni átti aðeins þrjú ár ólif-
uð. Þetta er falleg bók við
hæfi yngri sem eldri lesenda
er vilja fræðast í máli og
myndum um Nonna og
Nonnahús.
72 blaðsíður.
Bókaútgáfan Hólar.
ISBN 9979-9078-0-0
Verð: 1.743 kr.
ORÐ UM BÖRN; AUSTUR-
LAND; VÍN; VORIÐ
Umsjón: Hildur Hermóðs-
dóttir; Árni Óskarsson;
Guðmundur Andri Thors-
son; Árni Sigurjónsson
Fjórar nýjar bækur í þessum
vinsæla smábókaflokki. Hér
er safnað saman stuttum
textum, svo sem kvæðum og
orðskviðum, um tiltekin efni.
Vandað er til frágangs
bókanna sem geyma margar
af perlum íslenskra bók-
mennta. Tilvalin gjöf.
64 blaðsíður hver.
Mál og menning.
ISBN 9979-3-0500-2/-0498-
7/-0499-5/-0501 -0
Verð: 690 kr. hver bók.
PASSPORT TO ICELAND
Nýstárlegasta landkynning-
arbókin fæst nú á fimm
tungumálum. Passinn er í
svipaðri stærð og broti og al-
gengt er um vegabréf og í
honum eru samþjappaðar
upplýsingar um land og þjóð
í léttum dúr: Fáninn og
76