Íslensk bókatíðindi - 01.12.1993, Blaðsíða 36
íslensk skáldverk
mikilli frásagnargleði og eftir-
minnilegum mannlýsingum
opnar Valgeir okkur sýn inn í
heim sem hann gjörþekkiren
er lesendum flestum fram-
andi.
250 blaðsíður.
Mál og menning.
ISBN 9979-3-0574-6
Verð: 2.880 kr.
■■■■■■■■■■■■■■
UNDIR HELGAHNÚK
Halldór Laxness
Halldór Laxness skrifaði
skáldsöguna Undir Helga-
hnúk í klaustri í Lúxemborg
veturinn 1922-23. Sagan er
sögð með orðum ungs
drengs og lýsir lífi hans frá
fæðingu til unglingsára. Ör-
lagaþrungnir atburðir spegl-
ast fyrir barnssálinni í við-
burðum daglegs lífs. Bókin
kemur nú í nýrri útgáfu.
238 blaðsíður.
Vaka-Helgafell.
ISBN 9979-2-0041-3
Verð: 3.295 kr.
iinMTiHrnnriniiimiwminm
ÞRETTÁNDA
KROSSFERÐIN
Oddur Björnsson
Margslungið og áleitið nú-
tímaverk um þrjá hermenn
sem leggja upp í krossferð í
leit að Stríðinu. Þeir ferðast
eða vaða í villu og svíma
gegnum tíma og rúm og eiga
samskipti við frægar persón-
ur og fyrirbæri frá ýmsum
tímum. Texti verksins, sem
sýnt er í Þjóðleikhúsinu, er
meistaralega skrifaður og
undir kraumar leiftrandi
kímni. 13. Krossferðin er tví-
mælalaust metnaðarfyllsta
verk Odds Björnssonar, eins
fremsta leikskálds okkar.
Hér birtist á bók eitt athyglis-
verðasta leikhúsverk Islend-
inga síðustu ára ásamt um-
fjöllun um hvernig það var
búið til leikflutnings í Þjóð-
leikhúsinu. Bók sem allir leik-
húsáhugamenn verða að
eignast.
124 blaðsíður.
Vaka-Helgafell.
ISBN 9979-2-0171-1
Verð: 1.490 kr.
tmasmmammmmmmmmmmmm
ÞÆTTIR
Halldór Laxness
Þættir hafa að geyma safn
elstu smásagnabóka Hall-
dórs Laxness. Meistaraleg
tök Halldórs á smásagna-
forminu leyna sér ekki í
þessari bók og þar má finna
margt af því besta sem hann
hefur ritað. Smásagnasafnið
er nú endurútgefið.
326 blaðsíður.
Vaka-Helgafell.
ISBN 9979-2-0046-4
Verð: 3.295 kr.
ÖRLAGADANSINN
Birgitta H. Halldórsdóttir
í þessari magnþrungnu
spennusögu, sem gerist í
Reykjavík, fáum við að kynn-
ast íslensku glæpafélagi,
sem lögreglan stendur ráð-
þrota yfir. Eiturlyf streyma til
landsins og morð eru framin
án þess að hægt sé að rekja
eitt eða neitt.
„Örninn", forsprakkinn, er
harðsvíraður náungi sem víl-
ar ekkert fyrir sér. Hann er
útsmoginn og tekst að villa á
sér heimildir.
Öriagadansinn er ellefta
skáldsaga Birgittu sem hefur
áunnið sér traustan sess
sem spennubókahöfundur.
168 blaðsíður.
Skjaldborg hf.
ISBN 9979-57-156-X
Verð: 1.995 kr.
mmmmmmmmmmmmmmmmmk
ÓBREYTT VERÐ Á JÓLABÓKUM
Bókaútgef endur
36