Íslensk bókatíðindi - 01.12.1993, Blaðsíða 80
Bœkur almenns efnis
STORMUR Á SKERI
Sverrir Stormsker
Það eru engin smáræði sem
ganga hér á. Meistari kald-
hæðninnar hefur tekið sér
fyrir hendur að auðga og út-
víkka íslenskt tungumál um
hvorki meira né minna en
1240 málshætti og orðhengl-
ur. Hugmyndaflugið og
skrýtileikinn ríður ekki við
einteyming og oft skorar
hann mark svo lesandinn
veltist um af hlátri. Sumt er
að vísu óbirtandi og móðg-
andi fyrir siðprútt sómafólk.
Sigurður Valur myndskreytir
bókina og hefur sannarlega
lifað sig inn í hugmyndaheim
Stormskers. Einstök og
glæsileg bók sem allir vilja
eiga en enginn tímir að
kaupa.
192 blaðsíður.
Fjölvi.
ISBN 9979-58-245-6
Verð: 2.250 kr.
STRANDARKIRKJA
Helgistaður við haf
Jón Hnefill Aðalsteinsson
Strandarkirkja er ein sér-
stæðasta kirkja íslands fyrir
þá sök að fólk hefur lengi
haft þá trú að hún sé góð til
áheita. í bókinni Strandar-
kirkja er rakin saga staðar og
kirkju á Strönd, fjallað um
uppruna helgisögunnar og
um uppruna þeirrar sérstöku
helgi sem kirkjan hefur notið.
í bókinni er samankominn
mikill fróðleikur um kirkju
STRANDAR
KIRKJA
hAskóu Islanos • hAskóiaútgAfan
sem skapar sérstakt rúm í
hugum fjölda íslendinga.
Bókin er prýdd fjölda mynda.
106 blaðsíður.
Háskólaútgáfan.
ISBN 9979-54-051-6
Verð: 1.760 kr.
STRÁKARNIR OKKAR
Sigmundur Ó Steinarsson
Strákarnir okkar eftir Sig-
mund Ó. Steinarsson blaða-
mann fjallar um íslenskan
handknattleik. Saga þessar-
ar „þjóðaríþróttar" er rakin ít-
arlega, greint er frá íslands-
mótum frá upphafi, lands-
leikir og þátttaka í stórmótum
er tíunduð, sagt er frá fram-
úrskarandi leikmönnum og
eftirminnilegum atvikum.
Bókin er mikið myndskreytt.
176 blaðsíður.
Fróði h.f.
ISBN 9979-802-64-2
Verð: 1.980 kr.
3
*»TÁKNMÁL«*
TRÚARINNAR
KAIU. SIGUIUtJÖRNSSON
TÁKNMÁL TRÚARINNAR
Sr. Karl Sigurbjörnsson
Leiðsögn um tákn og mynd-
mál kristinnar trúar og til-
beiðslu.
Tákn mæta okkur hvar
sem er. Þau blasa við aug-
um og kalla eftir athygli okk-
ar, bera boðskap, leiðbeina,
áminna, upplýsa. Ein mynd,
eitt tákn ber boð og segir
meira en mörg orð. Tákn er
líka eitthvað sem við höfum
um hönd, beitum til að gæða
orð okkar lífi og áherslu, það
er atferli sem við beitum þar
sem orða er vant, eða engra
orða er þörf. Oft er hið ó-
sagða, hið orðlausa mál
blæbrigðaríkara og skýrara
en ótal orð. Þessari bók er
ætlað að vera handbók og
leiðarlýsing. Hún er kærkom-
in hjálp til að auka næmi og
innsýn í leyndardóma fagn-
aðarerindisins um Jesú
Krist, sem er ímynd hins ó-
sýnilega guðs. Hún vill
hjálpa okkur að verða læs á
þann boðskap sem fluttur er
í helgihaldi og listum kirkj-
unnar að fornu og nýju.
168 blaðsíður.
Skálholtsútgáfan.
ISBN 9979-826-12-6
Verð: 2.890 kr.
wmmammmmmmmamammmKm
THE ICELANDIC
COOKBOOK
Athyglisverð, alíslensk mat-
reiðslu- og landkynningar-
bók. Nýstárlegir fisk- og kjöt-
réttir auk vandaðra lands-
lags- og þjóðlífsmynda prýða
hverja opnu. Einnig er að
finna gamla heimilismatinn
og ýmsan fróðleik. Mat-
reiðslumeistari er Garðar
Agnarsson. Ljósmyndir eru
eftir Ragnar Axelsson, Odd
Sigurðsson og Pál Imsland.
Bókin kemur út á ensku og
þýsku.
144 blaðsíður.
Bókaforlagið Njála.
ISBN 9979-9081-0-6
Verð: 3.300 kr.
THEICELANDIC
HOMILY BOOK
PH.KO. 15 4* IN THH KUYAL LIIIKAKY. YTOCKIIOLM
THE ICELANDIC
HOMILY BOOK
Útgefandi: dr. Andrea
de Leeuw van Weenen
íslenska hómilíubókin var rit-
uð nálægt aldamótunum
1200 og geymir safn prédik-
ana á tæru máli. Hún er eitt
elsta handrit sem varðveist
hefur heillegt frá frumskeiði
íslenskrar ritaldar og er nú
geymd í Konungsbókhlöð-
80