Íslensk bókatíðindi - 01.12.1993, Blaðsíða 32
íslensk skáldverk
lög þeirra sem borið hafa hit-
ann og þungann af mannlífi
hér en verða svo að leggja
frá sér byrðarnar.
130 blaðsíður.
Mál og menning.
ISBN 9979-3-0524-X
Verð: 2.380 kr.
MARKAÐSTORG
GUÐANNA
Ólafur Jóhann Ólafsson
Skáldsagan Markaðstorg
guðanna hefur verið uppseld
um nokkurt skeið en er end-
urútgefin í tilefni af því að
verk Ólafs Jóhanns Ólafs-
sonar koma nú út í Banda-
ríkjunum og ýmsum Evrópu-
löndum. Markaðstorg guð-
anna er margræð saga og
listavel fléttuð. Á yfirborðinu
birtist spennandi söguþráður
sem nær strax athygli les-
andans. En í stílnum felst
galdur sem verður þess
valdandi að efnið ristir mun
dýpra en virðist í fyrstu.
Glæpur - sakleysi; trú-
mennska - svik; nægjusemi
- allsnægtir; lygi - sannleik-
ur; Guð-Mammon. Þessum
andstæðum fléttar Ólafur Jó-
hann af listfengi inn í efni
skáldsögu sinnar og ferst
meistaralega úr hendi að
skapa áhrifamikið bók-
menntaverk.
256 blaðsíður.
Vaka-Helgafell.
ISBN 9979-2-0184-3
Verð: 2.980 kr.
MEÐ MANNABEIN
í MAGANUM
Baldur Gunnarsson
Ný kröftug skáldsaga um
sjóaralífið á dögum síðu-
togaranna. Sögumaður á-
kveður að taka tilboði um að
skreppa í jólatúr með togar-
anum Blástjörnunni og lýsir
hann sundurleitri áhöfninni á
meistaralegan hátt og alvar-
legum árekstrum milli háset-
anna sem leiða til hrottalegs
uppgjörs í sögulok. Hann
segir frá viðdvölinni í Brem-
erhaven með drykkjulátum
og slagsmálum á krám og
strætum, heimsókn í „hús
gleðinnar" og eltingaleik upp
á líf og dauða. Höfundurinn
er hreinn meistari í að lýsa
lífinu á sjónum, frásögnin er
spennandi og mögnuð. Bald-
ur kemur hér fram sem sann-
kallaður nýr stórmeistari
skáldsögunnar sem notar
alla breidd máls og stíls.
180 blaðsíður.
Fjðlvl.
ISBN 9979-58-277-8
Verð: 2.980 kr.
wmmmmmmmmmmmmmmmmm
NELLIKUR OG
DIMMAR NÆTUR
Guðrún Guðlaugsdóttir
Guðrún Guðlaugsdóttir
blaðamaður gerir í þessari á-
hrifamiklu skáldsögu upp við
örlagaríka atburði í eigin lífi.
Hún fjallar hér á raunsæjan
hátt um konu sem við fylgj-
um í meðbyr og mótlæti, tök-
um þátt í gleði hennar og
CUPRÚW GUPIAUCSDÓTTIR
sorgum. Nellikur og dimmar
nætur er magnþrungin saga
sem vekur lesandann til um-
hugsunar um áleitnar spurn-
ingar: Getur maður nokkurn
tíma þekkt aðra manneskju
til fulls, skynjað hugsanir
hennar, líðan og það sem
býr að baki gerðum hennar,
- jafnvel þótt um nánustu
ástvini sé að ræða? Þetta er
heillandi lesning sem kemur
öllum við og lætur engan
ósnortinn.
233 blaðsíður.
Vaka-Helgafell.
ISBN 9979-2-0176-2
Verð: 2.760 kr.
NÍU LYKLAR
Ólafur Jóhann Ólafsson
Með þessu smásagnasafni
sínu skaut Ólafi Jóhanni
Ólafssyni upp á stjörnuhim-
ininn í íslenskum bókmennt-
um, þá aðeins 24 ára að
aldri. Niu lyklar fengu frá-
bærar undirtektir lesenda og
gagnrýnenda og sáu margir
að þar færi framtíðarmaður í
íslenskum bókmenntum.
Bókin hefur verið ófáanleg
um skeið en er nú endurút-
gefin í tilefni af útkomu verka
Ólafs Jóhanns erlendis. Hér
birtir hann okkur afar trú-
verðugar og geðfelldar
mannlífsmyndir dregnar
skýrum dráttum. Þótt þetta
sé fyrsta verk höfundarins er
enginn byrjendabragur á
sagnagerðinni; þvert á móti
bera sögurnar vott um öguð
vinnubrögð, látlausa en list-
ræna framsetningu.
116 blaðsíður.
Vaka-Helgafell.
ISBN 9979-2-0186-X
Verð: 2.380 kr.
fMMMMMHIIH—■—BB—■MBaa—K—
ÓSÝNILEGAR SÖGUR
Sindri Freysson
Sindri Freysson gerir víðreist
um lendur sagnalistarinnar,
allt frá timbruðum sunnu-
dagsmorgni í Reykjavík nú-
tímans til dulúðugrar forn-
eskju hins horfna stafrófs.
Hér er húmorinn hvergi ódýr,
alvaran hvergi leiðinleg. Fáir
íslenskir rithöfundar hafa
byrjað sagnaferil sinn með
viðlíka tilþrifum.
112 blaðsíður.
Forlagið.
ISBN 9979-53-225-4
Verð: 2.680 kr.