Íslensk bókatíðindi - 01.12.1993, Blaðsíða 64
Bœkur almenns efnis
EVROPSKA
EFN AHAGSSVÆÐIÐ
EVRÓPSKA EFNAHAGS-
SVÆÐIÐ - EES
Gunnar G. Schram
Þann 1. janúar 1994 verða
íslendingar fullgildir aðilar að
EES-svæðinu ásamt 18 öðr-
um þjóðum. í þessari bók er
svarað fjölmörgum spurning-
um um hvað felst í EES-
samningum, bæði fyrir ein-
staklinga og fyrirtæki. Hvaða
rétt hafa menn til að afla sér
vinnu í löndunum 18, stofna
þar fyrirtæki og eiga þar
eignir? í Ijósu og auðskildu
máli er skýrt hvað felst í fjór-
frelsinu, m.a. frelsi til atvinnu
og útflutnings á hinu 380
milljón manna markaðs-
svæði. Einnig erfjallað um á-
kvæðin um neytendamál,
umhverfismál og menntun-
ar- og tæknimál. Hvaða nýjar
menntunarleiðir opnast ung-
um íslendingum og hvaða ís-
lensk próf verða viðurkennd
á öllu svæðinu?
Efnið er skýrt á Ijósu og
auðskildu máli. Þetta erfróð-
leg bók sem fjallar um nýja
möguleika sem íslendingum
bjóðast á erfiðum tímum.
185 blaðsíður.
Alþjóðamálastofnun
Háskóla íslands.
ISBN 9979-54-036-2
Verð: 2.730 kr.
maammmmmmmmaiMmtimMamma
FJALLIÐ
Terry Evans
Miðillinn Terry Evans er ís-
lendingum að góðu kunnur
fyrir störf sín hér á landi. í
þessari stórmerku og fallegu
bók segir hann frá ferðalagi
sínu til Fjallsins á vit þroska
og lærdóm. Nauðsynleg bók
öllum þeim er leita leiða til
andlegrar ræktar.
100 blaðsíður.
Birtingur.
ISBN 9979-815-60-4
Verð: 1.690 kr.
FJÁRSJÓÐUR JÓLANNA
Norman Vincent Peale
Þýðing: Kristinn Ágúst
Friðfinnsson
Norman Vincent Peale hefur
safnað saman uppáhalds
jólasögum sínum, jólasöngv-
um og öðrum gullkornum
sem tengjast þessari hátíð
Ijóss og friðar. Þessi fallega
og innihaldsríka bók vekur
helgar minningar um liðin jól
og glæðir dýrmætar tilfinn-
ingar gleði, vonar og kær-
leika. Hverjum kafla er fylgt
úr hlaði með kynningarorð-
um Peales sjálfs. Fjársjóður
jólanna er sígild bók sem all-
ir fjölskyldumeðlimir munu
njóta aftur og aftur og því til-
valin jólagjöf. Peale er höf-
undur metsölubókarinnar
Vörðuð leið til lífshamingju.
Og fyrir síðustu jól kom út
bókin Minnisstæðar titvitnan-
ireh.tr Peale.
132 blaðsíður.
Reykholt.
ISBN 9979-836-08-3
Verð: 1.960 kr.
FRÁ HANDAFLI
TIL HUGVITS
Þorkell Sigurlaugsson
Bókin fjallar um þekkingu og
nýtingu hennar og þau miklu
áhrif sem þekkingin mun
hafa á þjóðfélög, einstak-
linga og fyrirtæki framtíðar-
innar. Höfundur fjallar í bók-
inni um auknar kröfur til
stjórnenda og starfsmanna
fyrirtækja. Hann skýrir frá
nýjustu straumum og stefn-
um í rekstri fyrirtækja, svo
sem: Gæðastjórnun, endur-
gerð vinnuferla og nýtingu
upplýsingatækni.
200 blaðsíður.
Framtíðarsýn hf.
Verð: 3.600 kr.
FRÆNDAFUNDUR
í bókinni eru greinar byggðar
á fyrirlestrum sem fluttir voru
á íslensk-færeyskri ráð-
stefnu í Reykjavík 20.-21.
Fraendafundur
Fyrirlttu-tf frk uWmk fxrryJui raáurfiui
í KrykjjTÍk 20.-Zl.igaut 1992
FytilcKru fri UWJi f.rcy.luri rtðurrn.
□
ágúst 1992.
Greinarnar fjalla um ýmis
svið íslenskra og færeyskra
fræða, bókmenntir, tungu-
mál, sögu, fiskifræði o.fl.
263 blaðsíður.
Háskólaútgáfan.
ISBN 9979-54-058-3
Verð: Um 2.400 kr.
Fullkomin
HEILSA
I
DF.EPAK CHOI>RA,MD
FULLKOMIN HEILSA
Depak Chopra
Þýðing: Ari Halldórsson
Nýstárlegar hugmyndir
læknisins Depak Chopra
hafa farið sigurför um vestur-
álfu. Bókin byggir á
ævafornu indversku flokkun-
arkerfi en samkvæmt því eru
frumþættir líkama og huga
þrír. Öll atriði daglegs lífs
hafa áhrif á þessa frumþaetti
og þar með heilsu og líðan.
ítarleg umfjöllun um viðeig-
andi mataræði og lifnaðar-
hætti fyrir hverja líkamsgerð.
320 blaðsíður.
64