Íslensk bókatíðindi - 01.12.1993, Blaðsíða 100
Matreiðslubœkur
sagt skemmtilega frá upp-
runa hans.
133 blaðsíður.
Mál og menning.
ISBN 9979-3-0506-1
Verð: 990 kr.
LJÚFMETI ÚR LAXI
OG SILUNGI
Bjarki Hilmarsson
matreiðslumeistari
Hér er sannkölluð sælkera-
bók þar sem finna má fjölda
uppskrifta að gómsætum og
girnilegum lax- og silungs-
réttum af ýmsu tagi, bæði
heitum og köldum forréttum,
súpum og aðalréttum. Sagt
er frá því hvernig reykja má
fiskinn, grafa og leggja í
kryddlög, og gefnar eru upp-
skriftir að fjölmörgum sósum,
salötum og öðru meðlæti. Ó-
venju vönduð og glæsileg
matreiðslubók.
130 blaðsíður.
Iðunn.
ISBN 9979-1-0208-X
Verð: 3.397 kr.
MATREIÐSLUBÓK
MARGRÉTAR
Margrét Þorvaldsdóttir
ÓBREYTT
VERÐÁ
JÓLA-
BÓKUM
Bókaútgefendur
Ljósmyndir: Magnús
Hjörleifsson
Höfundur þessarar bókar,
Margrét Þorvaldsdóttir, hefur
dvalið víða erlendis og
kynnst þar matarvenjum ým-
issa þjóða. Um árabil sá hún
um matargerðarþætti í Morg-
unblaöinu, sem nutu mikilla
vinsælda. Uppskriftirnar eru
aðlagaðar íslenskum að-
stæðum og innlendu hráefni.
Fljótlegt, ódýrt, Ijúffengt og
auðvelt eru aðalsmerki bók-
arinnar. Þessi matreiðslu-
bók, sem prýdd er fjölda lit-
mynda, er sjálfstætt fram-
hald af bókinni Réttur dags-
ins sem út kom 1985 og er
löngu uppseld. í bókinni eru
uppskriftir að fiskréttum,
kjúklingaréttum, kjötréttum
og smáréttum, auk kafla um
sósur og meðlæti.
125 blaðsíður.
Hörpuútgáfan.
ISBN 9979-50-039-5
Verð: 2.990 kr.
tmmmmmmmmmmmmmmmmm
STÓRA KÍNVERSKA
MATREIÐSLUBÓKIN
Jillian Stewart
Glæsilegasta bók um kín-
verska matreiðslu sem gefin
hefur veriö út á íslandi. Hátt í
tvö hundruð réttir kynntir
með ítarlegum upplýsingum
og litmynd af þeim öllum.
Bókin gefur alla möguleika til
þess að matreiða það helsta
sem þekkt er í kínverskri
matargerðarlist. Allur frá-
gangur þessarar bókar er
með þeim hætti að til fyrir-
myndar er og sýnir hvernig
matreiðslubækur eiga að
vera.
304 blaðsíður.
Skjaldborg hf.
ISBN 9979-57-167-5
Verð: 3.995 kr.
STÓRA TOPPFORMS
MATREIÐSLUBÓKIN
Mary Diamond
Þýðing: Margrét Ákadóttir
Stór og ítarleg matreiðslubók
sem kemur í kjölfar bókar-
innar / toppformi sem allir
þekkja. Kjörorðið er „takið
upp nýjan lífsstíl og heilsu-
fæði og öðlist bætta líkams-
lögun og lífskraft.“ Stóra
matreiðslubókin er miklu yfir-
gripsmeiri og gengur lengra í
að leiða fólk inn á braut holl-
ustunnar í náttúmlegu fæði.
Mörg hundruð blaðsíður
með hundruðum uppskrifta
um nútímalegt heilsufæði og
það er eins og alltaf sé gott
bragð af öllu sem Mary Di-
amond kemur nærri. Hér er
allt tekið skipulega fyrir, á-
vextir, grænmeti, baunarétt-
ir, salöt, sósur, brauð, krydd,
bragðjurtir, sælgæti o.m.fl.
Brautryðjendaverk um nú-
tíma mataræði.
420 blaðsíður.
Fjölvi.
ISBN 9979-58-236-7
Verð: 3.280 kr.
100