Bókatíðindi - 01.12.2021, Side 9

Bókatíðindi - 01.12.2021, Side 9
A Gormabók B Harðspjalda bók C Hljóðbók D Innbundin bók E Kilja F Rafbók G Sveigjanleg kápa I Endurútgáfa B Ó K A T Í Ð I N D I 2 0 2 1 D Tröllamatur Berglind Sigursveinsdóttir Sérlega skemmtileg og fallega myndskreytt barnabók eftir listakonuna Berglindi Sigursveinsdóttur. Lítil mannabörn þurfa að passa sig á að vera ekki ein úti að þvælast að nóttu til. Þá fara tröllin á kreik að leita sér að mat. Spennandi en um leið hlý bók sem lítil börn hafa mjög gaman að. 32 bls. Unga ástin mín D Töfrar hafsins Skafmynda- og litabók Baldur Snær Ólafsson Litaðu myndirnar 12 eins og þú vilt hafa þær. Notaðu skafpinnann til að fjarlægja svörtu kápuna af myndunum 12 og njóttu þess að skoða ótrúlega skrautlega sjávarbúa eins og hafmeyjar, sæhesta og litríka fiska. Góð afþreying fyrir allan aldur. 28 bls. Setberg D Töfrasögur 11 hrífandi myndasögur Þýð.: Baldur Snær Ólafsson Njótið töfrandi sögustunda saman. Hér kynnast ungir lesendur blómálfaeðlu, sem finnst hún alltaf vera höfð útundan, einhyrningshetju og fleirum. 96 bls. Setberg G Hæ Sámur Stóra merkjabókin Þýð.: Elín G. Ragnarsdóttir Vilt þú vinna þér inn Sámsmerki? Þessi bók er smekkfull af allskonar merkjum, límmiðum og leikjum. Fylgdu leiðbeiningum Sáms og skelltu þér í fjörið. Hver síða er ævintýri líkust með allskyns skemmtilegheitum, litríkum merkjum og límmiðum. Auk þess fylgir verðlaunaspjald fyrir límmiðana. 24 bls. Drápa D Súper Viðstödd Paola Cardenas og Soffía Elín Kristjánsdóttir Myndskr.: Viktoría Buzukina Klara er fjörug og uppátækjasöm stúlka sem á stundum erfitt með að einbeita sér. Súper Viðstödd hjálpar henni að finna aðferðir til að róa hugann en fá um leið útrás fyrir hreyfiþörfina. 32 bls. Króníka D Súper Vitrænn Paola Cardenas og Soffía Elín Kristjánsdóttir Myndskr.: Viktoría Buzukina Tristan er tilfinningaríkur drengur sem fær stundum óþægilegar hugsanir og verður þá dapur. Hann fær aðstoð frá Súper Vitrænum til að skilja betur tilfinningar sínar. 32 bls. Króníka D Sveitahljóð Vönduð hljóðbók Þýð.: Kolbeinn Þorsteinsson Lítil börn munu hafa gaman af að hitta öll söngelsku dýrin á sveitabænum þegar þau þrýsta á hnappana á síðum þessarar fallega myndskreyttu bókar. 10 bls. Setberg D Syngdu jólalög með Láru og Ljónsa Birgitta Haukdal Myndir: Anahit Aleqsanian Öll fjölskyldan kemst í jólaskap! Skemmtileg bók með tónspilara sem inniheldur uppáhaldsjólalög Láru og Ljónsa, sungin af Birgittu Haukdal. Krakkar geta bæði hlustað á lögin með söng Birgittu og spreytt sig á að syngja þau sjálf með undirspili. Bókin er skreytt litríkum og fallegum myndum sem gaman er að skoða. 29 bls. Forlagið - Vaka-Helgafell 9 Barnabækur MYNDSKREY T TAR

x

Bókatíðindi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bókatíðindi
https://timarit.is/publication/1847

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.