Bókatíðindi - 01.12.2021, Page 26

Bókatíðindi - 01.12.2021, Page 26
A Gormabók B Harðspjalda bók C Hljóðbók D Innbundin bók E Kilja F Rafbók G Sveigjanleg kápa I EndurútgáfaB Ó K A T Í Ð I N D I 2 0 2 1 D Arnaldur Indriðason deyr Bragi Páll Sigurðarson Íslenska þjóðin er í áfalli þegar ástsælasti rithöfundur hennar, Arnaldur Indriðason, finnst myrtur í kjallaraíbúð í Norðurmýrinni. Hvernig tengist hinn mislukkaði rithöfundur Uggi Óðinsson morðinu og hví fléttast strákarnir úr 70 mínútum inn í málið? Arnaldur Indriðason deyr er önnur skáldsaga Braga Páls, en sú fyrri, Austur, fékk verðskuldað lof. 264 bls. Sögur útgáfa D Borg bróður míns Kristín Ómarsdóttir „Ef þú prjónar mér peysu með þverlöngum gulum röndum (eða röddum) undir rauðum stjörnum (eða tjörn) á ljósbláum himni lofa ég að fara ekki svona mikið út á kvöldin ...“ Mögulega núna á meðan heimar lágu í kófi, í nálægri borg eða í fjarska og jafnvel hvergi, voru orð tínd ofan í þessa bók sagna, skyndimynda, skjáskota og brota. 208 bls. Benedikt bókaútgáfa E F Bráðin Yrsa Sigurðardóttir Björgunarsveitir eru sendar inn í Lónsöræfi í leit að hópi fólks sem er saknað. Á sama tíma gerast undarlegir atburðir á ratsjárstöðinni á Stokksnesi. Og á nesinu er gat í sjávarklöpp sem sogar til sín fólk ... Bráðin var ein söluhæsta bók ársins 2020 og hlaut mikið lof gagnrýnenda. 344 bls. Veröld D F C Dansarinn Óskar Guðmundsson Lesari: Daníel Ágúst Haraldsson Þegar draumar móður Tonys um frama í dansheiminum verða að engu reynir hún að færa þá yfir á son sinn með grimmilegum aðferðum – og skelfilegum afleiðingum. Í Öskjuhlíðinni finnst lík sem hefur legið þar lengi. Fljótlega kemur í ljós að hrottalegur morðingi gengur laus og að ekki er allt sem sýnist. Óskar Guðmundsson, höfundur Hilmu, færir lesendum hér magnaða spennusögu. 237 bls. / H 5:19 klst. Storytel D F C Djúpið Benný Sif Ísleifsdóttir Árið 1975 er vísindafólk ráðið til starfa hjá Búseturöskun ríkisins í þeim tilgangi að efla mannlíf og atvinnu í Djúpinu. Þar rekst líffræðineminn Valborg á veruleika þar sem hlutverk konunnar er að hella upp á kaffi og stjana við karlana, sem taka allar ákvarðanir þótt svo eigi að heita að það sé kvennaár. Heillandi saga eftir höfund Hansdætra. 314 bls. Forlagið - Mál og menning Skáldverk Íslensk E 107 Reykjavík Auður Jónsdóttir og Birna Anna Björnsdóttir „Þessi bók er eiginlega þerapía-maður emjar af hlátri ... Fyndnasta bók ársins.“ SER, Hringbraut „Hreint út sagt frábær paródía ... ekki hægt annað en hlæja upphátt.“ SS, Vikan „Tíðarandabók par exellence“ Þorgeir Tryggvason, Kiljan „Öskurhló oft.“ Kamilla Einarsdóttir 301 bls. Bjartur E F C Að telja upp í milljón Anna Hafþórsdóttir Daginn sem kærastinn yfirgefur Rakel fer tilvera hennar á hvolf. En þegar hún óttast að vera að missa tökin fær hún óvænta heimsókn. Að telja upp í milljón hefur hlotið mikla athygli og lofsamlega dóma enda áhrifarík saga um flókin fjölskyldutengsl, áföll og samskiptaleysi en líka um ástina og lífið. Hún er önnur tveggja bóka sem báru sigur úr býtum í handritasamkeppni Forlagsins, Nýjar raddir, árið 2021. 167 bls. / H 4:06 klst. Forlagið D F Allir fuglar stefna á ljósið Auður Jónsdóttir Björt er ráfari, fer á milli staða í Reykjavík, fylgist með fólki og skráir hjá sér athuganir sínar. Hún leigir herbergi í hrörlegu húsnæði með öðru fólki. En svo fær hún bréf og smám saman flettist ofan af dramatískri ævi hennar. Auður Jónsdóttir er einn vinsælasti rithöfundur landsins. 359 bls. Bjartur D Arkítektarnir Baldur Gunnarsson ,,Svanlaug stóð þar íturvaxin sem Makhalina í gervi Odile. Möndluaugun geisluðu. Rósamunnurinn svignaði. Jú, þokki opnar ýmsar dyr. En meira þarf til valda: Ófyrirleitni. Harðfylgi. Slægð.” Hvaðan kemur fjármagn til að reisa fokdýra listahöll í Engey? Hvað býr að baki framkvæmdinni? Hvernig tengjast þekktur húsameistari, balletdansari og hæstvirtur ráðherra hrottafengnu morði? Ný skáldsaga eftir höfund í fremstu röð. 306 bls. Bergó útgáfan Skáld verk Íslensk 26 Skáldverk ÍSLENSK

x

Bókatíðindi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bókatíðindi
https://timarit.is/publication/1847

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.