Bókatíðindi - 01.12.2021, Síða 29

Bókatíðindi - 01.12.2021, Síða 29
A Gormabók B Harðspjalda bók C Hljóðbók D Innbundin bók E Kilja F Rafbók G Sveigjanleg kápa I Endurútgáfa B Ó K A T Í Ð I N D I 2 0 2 1 E Hylurinn Gróa Finnsdóttir Hylurinn er dramatísk og spennandi saga af heillandi mannlífi, andlegum þroska, ástum og fallegri vináttu. En við hittum einnig fyrir hinar myrkustu hliðar mannlífsins og lesandinn dregst inn í spennu þar sem við sögu koma bein manns og hests í litlu heiðarvatni. Hylurinn er fyrsta bók höfundar sem hefur yfir að ráða næmum og fallegum stíl. 344 bls. Bókaútgáfan Sæmundur D Hægt og hljótt til helvítis Magnús Guðmundsson Rannsóknarlögregluþjónarnir Aron Freyr og Jóhanna mæta á vettvang alvarlegs glæps í miðborginni. Fjölskylduföður dreymir um góð efni og glæsta framtíð fyrir sig og sína, graðir bankamenn leggja allt að veði nema eigin hagsmuni og miðaldra fasteignasala dreymir um betra líf. Græðgi og hatur ólmast og birtast í kimum kommentakerfanna. 284 bls. Benedikt bókaútgáfa D F C Hælið Emil Hjörvar Petersen Lesari: Sólveig Arnarsdóttir, Guðrún Ýr Eyfjörð og Guðmundur Ingi Þorvaldsson Þegar undarlegir hlutir eiga sér stað á heimili nærri gamla Kópavogshælinu fer Uglu að gruna nágranna sinn um græsku. Skilaboð berast frá konu sem vistuð var á Kópavogshæli og Ugla fer að sjá fólk sem enginn annar sér. Henni verður ljóst að fjölskylda hennar er í mikilli hættu. Hælið er hrollvekjandi skáldsaga sem fær hárin til að rísa. 315 bls. / H 9:17 klst. Storytel D F Höggið Unnur Lilja Aradóttir Ung kona vaknar á minnislaus á sjúkrahúsi. Hún þekkir hvorki tilveru sína né sjálfa sig en fær á tilfinninguna að eitthvað sé ekki eins og það eigi að vera. Hún leggur upp í ferðalag inn í fortíð sína þar sem skelfilegir atburðir afhjúpast. Unnur hlaut glæpasagnaverðlaunin Svartfuglinn fyrir söguna. 310 bls. Veröld E Hjálp! Fritz Már Jörgensson Á fallegum sumardegi finnst lík af nakinni konu í sorpgeymslu við safnaðarheimili Dómkirkjunnar í Reykjavík. Henni hafði verið misþyrmt með hrottafengnum hætti. Brátt vakna grunsemdir um að fleiri konur kunni að vera í hættu. Jónas og félagar hans hjá sérdeild rannsóknarlögreglunnar keppast við að leysa málið. En það tengir anga sína í óvæntar áttir ... 256 bls. Ugla D Horfnar Stefán Máni Það er sumarbjart og sólin skín við Kirkjubæjarklaustur. Tvær þýskar vinkonur á bakpokaferðalagi heillast af stórbrotinni náttúrunni. Undir friðsælu yfirborðinu við Klaustur leynast þó myrk leyndarmál sem stúlkurnar tvær vilja ekki vita af. Hörður Grímsson lögreglumaður er mættur að Klaustri til afleysinga. Þar gerist aldrei neitt. Að hann heldur. 286 bls. Sögur útgáfa F C Hrafninn Sandra B. Clausen Lesari: Álfrún Helga Örnólfsdóttir Hrafninn er sjötta bókin í Hjartablóðsseríunni. Ester og Gissel eru á flótta frá yfirvaldi í Mariestad. Þau ferðast að rótum fjallanna þar sem flokkur Ara tekur þeim opnum örmum. Í húmi nætur sjá þau ekki hrafnana sem fylgja skuggum þeirra en þau finna að dauðinn er nærri. Meðal flokksins búa djúpstæð leyndarmál sem gætu breytt lífinu til frambúðar. H 5:22 klst. Storytel F C Hringferðin Anna Margrét Sigurðardóttir Lesari: Þórunn Erna Clausen Sumarið 2020 finnst er illa útleikið lík fjölskylduföður, og skilaboð frá morðingjanum eru skilin eftir á vettvangi, rituð með blóði. Áður en langt um líður teygja angar málsins sig víða um land. Fimm manna fjölskylda af stað í hringferð um landið, ómeðvituð um hættuna sem fylgir. Hringferðin er æsispennandi krimmi sem talar beint inn í samtímann. H 5:57 klst. Storytel D Hugfanginn Anna Ragna Fossberg Jóhönnudóttir Þegar líður yfir Smára kemur leyndur hjartagalli í ljós. Þórgunnur, æskuvinkona hans, spyr hvort slíkur galli geti verið arfgengur? Leitin að svari við þeirri spurningu leiðir hann að sögu foreldra sinna, sem hann kynntist aldrei. Hugfanginn er saga um ást og þrá, um f íkn og ábyrgð, um hlekki hugans sem setja tilfinningunum strangar skorður, og um frelsið handan þeirra. 141 bls. Króníka 29 Skáldverk ÍSLENSK
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Bókatíðindi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bókatíðindi
https://timarit.is/publication/1847

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.