Bókatíðindi - 01.12.2021, Page 33

Bókatíðindi - 01.12.2021, Page 33
A Gormabók B Harðspjalda bók C Hljóðbók D Innbundin bók E Kilja F Rafbók G Sveigjanleg kápa I Endurútgáfa B Ó K A T Í Ð I N D I 2 0 2 1 E F C Stol Björn Halldórsson Ráðvilltur ungur maður kemur heim til Íslands til að annast dauðvona föður sinn. Heilaæxli hefur rænt hann mörgu sem áður var sjálfgefið og þegar feðgarnir halda saman í bílferð út úr bænum hafa hlutverk þeirra snúist við. Stol er áhrifamikil saga, skrifuð af einstakri hlýju og léttleika, um samskipti feðga sem þurfa að takast á við glataðar aðstæður – og kveðjast. 195 bls. / H 4:57 klst. Forlagið - Mál og menning G F C Stóra bókin um sjálfsvorkunn Ingólfur Eiríksson Eftir sambandsslit hrökklast Hallgrímur heim úr leiklistarnámi í erlendri stórborg til að fara á geðdeild. Heimurinn hefur snúist á hvolf og gömul fjölskylduleyndarmál elta hann hvert fótmál. Áhrifamikil saga um ungan mann sem bisar við að koma lífi sínu á réttan kjöl. Fyrsta skáldsaga Ingólfs Eiríkssonar sem þegar hefur hlotið frábærar viðtökur gagnrýnenda. 284 bls. / H 4:43 klst. Forlagið - Mál og menning D Stórfiskur Friðgeir Einarsson Íslenskur hönnuður búsettur erlendis fær það verkefni að hanna merki sjávarútvegsfyrirtækis. Hann slær tvær flugur í einu höggi, snýr heim til að kynna sér starfsemina og leita sér lækninga við dularfullu meini sem lagst hefur á hendur hans. Hvort tveggja tekur mun lengri tíma en til stóð. Stórfiskur fjallar um stóra fiska og minni, í sjó og á þurru landi. 256 bls. Benedikt bókaútgáfa F C Stúlkan með rauða hárið Róbert Marvin Lesari: María Lovísa Guðjónsdóttir Rannsóknarlögreglukonan Anna finnur lík í einu af síkjum Gautaborgar. Íslensk stúlka fer sem au pair til Svíþjóðar, en hverfur sporlaust stuttu eftir að hún lendir á flugvellinum í Gautaborg. Anna er þess fullviss um að málin tengist og og vinnur í kappi við tímann í þeirri von að hún leysi málið áður en morðinginn lætur aftur til skarar skríða. H 7:28 klst. Storytel D Svefngarðurinn Aðalsteinn Emil Aðalsteinsson Sögurnar í Svefngarðinum eru ólíkar en tengjast þó ýmsum þráðum. Saman mynda þær ferðalag gegnum tímann – allt frá upphafi síðustu aldar til fjarlægrar framtíðar. Afskræmdir minningarheimar og svikul undirmeðvitundin gera skilin milli draums og veruleika æði óskýr. Fyrsta bók þessa unga og áhugaverða höfundar, 500 dagar af regni, kom út í fyrra og vakti verðskuldaða athygli. Hér eru efnistökin ólík en ekki síður heillandi. 180 bls. Dimma D E Skaði Sólveig Pálsdóttir Rannsóknarlögreglumaðurinn Guðgeir og teymi hans er kallað að tjaldsvæðinu í Herjólfsdal eftir að ljóst er að þar hafa átt sér stað voveiflegir atburðir. Skemmtiferð vinahjóna virðist hafa farið á annan veg en til stóð og ljóst er að margt býr undir yfirborði og ásjónu fólks. Rannsókn lögreglunnar teygir anga sína víða, allt frá eldfjallaeyjunni til frumskóga Mið-Ameríku. 272 bls. Salka D F C Skáldleg afbrotafræði Einar Már Guðmundsson Bráðskemmtileg saga sem bregður upp litríkri mynd af samfélagi og tíðaranda í byrjun 19. aldar. Þá voru tímarnir að breytast og ný viðhorf að mótast í veröldinni, jafnvel í Tangavík, örsmáu þorpi á hjara veraldar. Kúgun og frelsi, glæpur og refsing, stórbrotnar persónur þessa heims og annars, allt þetta og fleira til fellir Einar Már saman í magnaðan vef af alkunnri list. 232 bls. Forlagið - Mál og menning E F Skollaleikur Saga um glæp Ármann Jakobsson Á gistiheimili í miðbæ Reykjavíkur finnst erlendur karlmaður látinn. Engin persónuleg gögn eru í hótelherberginu. Hið eina sem finnst er miði sem á stendur heimilisfang: Freydísargata 14. „Haganlega spunnin og húmorinn hittir stundum vel í mark.“ Mbl. 304 bls. Bjartur E F Slétt og brugðið Árelía Eydís Guðmundsdóttir Sex konur hafa í fjöldamörg ár hist í saumaklúbbi. Dag einn ákveða þær hins vegar að gera eitthvað allt annað en vanalega þegar þær koma saman. Þetta hrindir af stað óvæntri atburðarás sem á eftir að hafa mikil áhrif á líf þeirra. 282 bls. Veröld E F Snerting Ólafur Jóhann Ólafsson Kristófer leggur af stað í ferð yfir þveran hnöttinn á tímum veirunnar til að hitta konu sem han kynntist 50 árum fyrr en hvarf skyndilega úr lífi hans. Og um leið heldur hann á vit minninga um ástir, leynd og eftirsjá eftir því sem hefði getað orðið. Bókin var söluhæsta bók ársins 2020. 279 bls. Veröld 33 Skáldverk ÍSLENSK

x

Bókatíðindi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bókatíðindi
https://timarit.is/publication/1847

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.