Bókatíðindi - 01.12.2021, Qupperneq 36

Bókatíðindi - 01.12.2021, Qupperneq 36
A Gormabók B Harðspjalda bók C Hljóðbók D Innbundin bók E Kilja F Rafbók G Sveigjanleg kápa I EndurútgáfaB Ó K A T Í Ð I N D I 2 0 2 1 E I F Ameríka Franz Kafka Þýð.: Ástráður Eysteinsson og Eysteinn Þorvaldsson Ameríka er ein þeirra sagna sem Franz Kafka skildi eftir sig ófullgerðar þegar hann lést 1924. Hér segir frá Karli Rossmann, evrópskum unglingi sem kemur til New York og er staðráðinn í að standa sig en lendir í lygilegum ævintýrum og slæmum félagsskap. Íslensk þýðing sögunnar kom fyrst út 1998 en hefur nú verið endurskoðuð og skrifaður nýr og fróðlegur eftirmáli. 368 bls. Forlagið F Arktúrus David Lindsay Þýð.: Elmar Sæmundsson Í slagtogi með tvíeykinu Krag og Náttfara lendir Grímur á plánetunni Raun sem hringsólar í kringum tvístirnið Arktúrus. Fljótlega kemur í ljós að ferðin býr yfir kynngimögnuðum tilgangi sem endar á ógleymanlegri opinberun. Arktúrus er brautryðjendaverk sem snertir á dýpstu rökum tilverunnar og telst ein merkasta neðanjarðarskáldsaga tuttugustu aldarinnar. Rót útgáfa E F C Augu Rigels Roy Jacobsen Þýð.: Jón St. Kristjánsson Áhrifamikil saga um sterka konu, framhald bókanna Hin ósýnilegu og Hvítt haf. Lífið er fallið í fastar skorður eftir stríðið en Ingrid á einhverju ólokið og hún leggur af stað í langferð með tíu mánaða dóttur sína á bakinu í leit að ástmanni sínum. Hún rekur slóð hans en hefur stöðugt á tilfinningunni að hún fái ekki að heyra allan sannleikann. 247 bls. / H 6:15 klst. Forlagið - Mál og menning D Áramótaveislan Lucy Foley Þýð.: Herdís M. Hübner Afar spennandi og grípandi morðgáta. Lucy Foley er einn athyglisverðasti sakamálahöfundur Breta. Áramótaveislan er fyrsta sakamálabók hennar. Gamlir vinir koma saman til að fagna áramótum í afskekktum veiðiskála í óbyggðum Skotlands. Slungin frásögn, þrungin raunverulegri ógn. 386 bls. Bókafélagið G Ást Alejandro Palomas Þýð.: Sigrún Á. Eiríksdóttir „24 tímar, brúðkaup, fjölskylda, allt er í stakasta lagi. Símtal og allt fer úrskeiðis. Lífið byrjar.“ Ást er tilfinningaþrungin og gáskafull saga sem fangar hug lesenda sinna. 416 bls. Drápa Skáldverk Þýdd E F 10 mínútur og 38 sekúndur í þessari undarlegu veröld Eilif Shafak Þýð.: Nanna Þórsdóttir Látin vændiskona liggur í ruslatunnu í skuggasundi og rifjar upp ævi sína: Uppvaxtarárin á íhaldssömu heimili, miskunnarlaust lífið á hóruhúsum Istanbul og dýrmæta vináttuna við annað utangarðsfólk – vináttu sem reynist ná langt út yfir gröf og dauða. Höfundurinn hlaut nýlega Bókmenntaverðlaun Halldórs Laxness. 366 bls. Forlagið - Mál og menning E F 1794 Niklas Natt och Dag Þýð.: Hilmar Hilmarsson Vaktarinn einhenti, Mikael Cardell, fær óvænta heimsókn þegar fátæk kona leitar til hans með undarlegt erindi. Hún er sannfærð um að dóttir hennar hafi verið myrt á brúðkaupsnóttina en kemur alls staðar að lokuðum dyrum. 1794 er önnur bókin í þríleik en fyrsta bókin, 1793, sló í gegn þegar hún kom út. 502 bls. Forlagið - JPV útgáfa E Að borða Búdda Barbara Demick Þýð.: Uggi Jónsson Þegar Rauði her Maos Zedong flúði inn á hásléttu Tíbets voru hermennirnir svo hungraðir að þeir rændu klaustrin og borðuðu trúarlegar styttur úr byggmjöli og smjöri – og álitu að þeir væru að leggja sér sjálfan Búdda til munns. Demick varpar ljósi á menningu sem hefur verið rómantíseruð af Vesturlandabúum og hvað það þýðir að vera Tíbetbúi í nútímanum, reyna að varðveita menningu sína, trú og tungumál fyrir óstöðvandi ofurvaldi, gripdeildum þess og viðvarandi kúgun. 400 bls. Angústúra E F C Aðeins eitt leyndarmál Simona Ahrnstedt Þýð.: Elín Guðmundsdóttir Isobel Sørensen er umhyggjusamur læknir. Hjálparsamtökin sem hún á aðild að glíma við alvarlegan fjárhagsvanda. Hinn stórauðugi Alexander de la Grip, sem Isobel hafði einu sinni sagt að fara til fjandans, er hættur að styrkja samtökin. Önnur skáldsaga Simonu Ahrnstedt í syrpu ástarsagna úr nútímanum — um sterkar konur, æsilegt ráðabrugg og ástarævintýri. 458 bls. / H 16:58 klst. Ugla Þýdd 36 Skáldverk ÞÝDD
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Bókatíðindi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bókatíðindi
https://timarit.is/publication/1847

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.