Bókatíðindi - 01.12.2021, Síða 37

Bókatíðindi - 01.12.2021, Síða 37
A Gormabók B Harðspjalda bók C Hljóðbók D Innbundin bók E Kilja F Rafbók G Sveigjanleg kápa I Endurútgáfa B Ó K A T Í Ð I N D I 2 0 2 1 D Casar Birotteau Honoré de Balzac Þýð.: Sigurjón Björnsson Cesar Birotteau er ein af stóru skáldsögum Balzacs og hefur alla tíð notið mikillar hylli. Cesar kemur bláfátækur unglingur til Parísar og fær vinnu í ilmvöruverslun. Með dugnaði og hollustu vinnur hann sig í áliti og verður loks eigandi verslunarinnar. En Cesar er nú kominn í hringiðu hinnar gjörspilltu borgarastéttar og glæsiferill hans endar með gjaldþroti ... 307 bls. Skrudda E F C Dauðahliðið Lee Child Þýð.: Jón Hallur Stefánsson Þegar harðnaglinn Reacher sér hring í glugga veðlánarabúðar í Wisconsin ákveður hann að leita uppi konuna sem átti hann og komast að því af hverju hún lét hann af hendi. Þar með hefst örlagarík ferð sem leiðir hann um rykuga vegi Miðvesturríkjanna og niðurnídd þorp á heimsenda þar sem allir eiga leyndarmál og spurningum er illa tekið. 412 bls. / H 12:27 klst. Forlagið - JPV útgáfa E Dulmál Katharinu Jørn Lier Horst Þýð.: Ingunn Snædal Katharina Haugen hvarf fyrir 24 árum. Hið eina sem hún skildi eftir sig var eiginmaðurinn Martin og undarleg talnaruna á blaðsnifsi Nú er önnur kona horfin. Og líka eiginmaður Katharinu. William Wisting verður að finna Martin, en er hann að reyna að bjarga kærum vini eða kaldrifjuðum morðingja? 399 bls. Bjartur D F C Dvergurinn frá Normandí Lars-Henrik Olsen Þýð.: Steinunn Jóna Sveinsdóttir Fjórar ungar stúlkur sitja við útsaum undir leiðsögn fanga og dvergs. Sagan gerist í klaustri á Englandi og fléttar saman sögur af saumastúlkunum fjórum og frásögn af sannsögulegum atburðum sem enduðu í mannskæðri orrustu við Hastings. Sannir örlagaatburðir eru listilega ofnir inn í lifandi frásögn um vaknandi meðvitund unglinganna um ástina og illsku mannann 400 bls. / H 13:00 klst. Björt bókaútgáfa - Bókabeitan D I Dýrabær George Orwell Þýð.: Jón Sigurðsson frá Kaldaðarnesi Dýrabær eftir George Orwell má teljast ein af máttugustu skáldsögum 20. aldar. Þykir hún eitt besta dæmi bókmenntasögunnar um ádeilu sem heppnast, að vera á yfirborðinu auðskilið ævintýri sem allir geta lesið sér til ánægju, en felur jafnframt í sér hvassa gagnrýni með tilvísun í stjórnmál samtíma síns og stóratburði í mannkynssögunni. Þorsteinn Gylfason ritar formála. 145 bls. Hið íslenska bókmenntafélag F C Bakaríið Vest Solja Krapu-Kallio Þýð.: Ólöf Pétursdóttir Lesari: Þórunn Erna Clausen Sigríður lifir ljúfu lífi í borginni, stundar stefnumót með misspennandi mönnum og sækir heilsulindir með vinkonu sinni. Jólaplön Sigríðar fara út um þúfur þegar bróðir hennar lendir í bílslysi og hún þarf að halda til gamla heimabæjarins og taka við rekstri Bakarísins Vest sem reynist vera í járnum. Sigríður þarf að taka á öllu sínu til að halda bakaríinu gangandi. H 12:00 klst. Storytel E F C Barnalestin Viola Ardone Þýð.: Halla Kjartansdóttir Amerigo er sjö ára og býr í sárri fátækt með móður sinni í Napólí. Heimsstyrjöldinni er nýlokið og allt er í rúst. Fjölmörg börn úr borginni eru send til vetrardvalar norður í landi, þar sem ástandið er skárra. Sum snúa aldrei aftur. Ljúfsár og heillandi saga byggð á sönnum atburðum, um harða lífsbaráttu, fjölskyldubönd og neyðina sem markar fólki bás og örlög. 247 bls. / H 7:01 klst. Forlagið - Mál og menning E Blindgöng Tove Alsterdal Þýð.: Pétur Már Ólafsson Sonja og Daniel ákveða að stokka upp líf sitt og festa kaup á vínbúgarði í Tékklandi – í héraði sem eitt sinn var kallað Súdetaland. Þau finna göng undir honum – og í þeim gamalt lík af ungum dreng. Þar með er rifið ofan af gömlu sári sem á rætur að rekja til Þýskalands nasismans. 270 bls. Bjartur G Bréfið Kathryn Hughes Þýð.: Ingunn Snædal Tina Craig þráir að losna frá ofbeldisfullum eiginmanni sínum. Hún vinnur myrkranna á milli til að safna fé svo að hún geti farið frá honum og er auk þess í sjálfboðavinnu í nytjaverslun. Hún finnur gamalt bréf í notuðum jakkafötum í búðinni. Tina opnar bréfið - og allt breytist. 340 bls. Drápa E F Brúðarkjóllinn Pierre Lemaitre Þýð.: Friðrik Rafnsson Barnfóstran Sophie er þjökuð af skelfilegum minningaleiftrum úr fortíðinni og öllu sem henni tekst ekki að muna og hún vill ekki muna. Þegar litli drengurinn sem hún gætir er myrtur og sönnunargögnin benda á hana fer hún í felur, lifir á jaðri samfélagsins. Lögreglan finnur hana ekki – en einhver veit hvar hún er og fylgist með hverju skrefi hennar. 311 bls. Forlagið - JPV útgáfa 37 Skáldverk ÞÝDD
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Bókatíðindi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bókatíðindi
https://timarit.is/publication/1847

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.