Bókatíðindi - 01.12.2021, Blaðsíða 41

Bókatíðindi - 01.12.2021, Blaðsíða 41
A Gormabók B Harðspjalda bók C Hljóðbók D Innbundin bók E Kilja F Rafbók G Sveigjanleg kápa I Endurútgáfa B Ó K A T Í Ð I N D I 2 0 2 1 E F Í landi annarra Leïla Slimani Þýð.: Friðrik Rafnsson Myndarlegur liðsforingi frá Marokkó fangar hug frönsku stúlkunnar Mathilde og hún fylgir honum til heimalands hans. Með ástina og hugrekkið að vopni tekst hún á við framandi samfélag í hrjóstrugu landi og mætir erfiðleikum og fordómum úr öllum áttum. Leïla Slimani sló í gegn með Barnagælu, sem hlaut hin virtu Goncourt-verðlaun. 327 bls. Forlagið - JPV útgáfa E F C Í leyndri gröf Viveca Sten Þýð.: Elín Guðmundsdóttir Mannabein finnast á lítilli eyju norður af Sandhamn í sænslka skerjagarðinum. Grunsemdir vakna um að þetta séu líkamsleifar tveggja kvenna sem hurfu sporlaust fyrir tíu árum. Thomas Andersson tekur við rannsókn málsins og Nora Linde vill leggja sitt af mörkum. Þá reynir á samband æskuvinanna – og ekki síst þegar farið er að róta í gömlum leyndarmálum ... 453 bls. / H 10:50 klst. Ugla E F Í útlegð Joseph Roth Þýð.: Jón Bjarni Atlason Í útlegð hefur að geyma texta sem mörkuðu upphaf og endi útlegðarára rithöfundarins Josephs Roth í París eftir að nasistar komust til valda í Þýskalandi. Helgisaga drykkjumanns greinir frá nokkrum dögum í lífi sómakærs drykkjumanns en í Mannsandinn brenndur á báli gerir Roth upp sakirnar við nasista skömmu eftir að þeir hófu opinberlega að brenna bækur. 126 bls. Ugla E F C Hljóðbók frá Storytel Jack Marilynne Robinson Þýð.: Karl Sigurbjörnsson Jack er týndi sonur Johns Ames, prestsins í smábænum Gilead. Ástir takast með honum og kennaranum Dellu Miles sem er líka prestsdóttir. En fagurt samband þeirra er þyrnum stráð. Della er svört á hörund og aðskilnaður kynþáttanna er þá enn ríkjandi víða í Bandaríkjunum. Mögnuð skáldsaga um ást og átök, trú og siðgæði, illsku og hugrekki, vanmátt og von. 389 bls. / H 10:02 klst. Ugla G Jól á eyjahótelinu Jenny Colgan Þýð.: Helga Soffía Einarsdóttir Jólin nálgast og Flora hefur í nógu að snúast þótt hún sé í fæðingarorlofi. Hún hefur áhyggjur af Fintan bróður sínum sem á erfitt með að finna lífsgleðina eftir að hafa misst eiginmann sinn, Colton. Þau systkinin ætla að standsetja hótelið sem Finton erfði eftir Colton og stefna á að opna fyrir jólin en það eina sem Fintan gerir er að ráða til starfa bráðlyndan franskan kokk og fordekraðan norskan dreng með illa uppalinn hund í eftirdragi. Sjálfstætt framhald af Mure-bókunum um Floru MacKenzie og íbúa á eyjunni Mure. 384 bls. Angústúra E F Hundagerðið Sofi Oksanen Þýð.: Erla E. Völudóttir Úkraínsk kona sem býr við fátækt í Helsinki neyðist til að horfast í augu við sára fortíð sína. Í umrótinu sem fylgdi sjálfstæði heimalandsins eftir fall Sovétríkjanna reyndi hver að bjarga sér og konur seldu það eina sem þær höfðu að selja. Áhrifarík og grípandi saga um spillingu og græðgi, þar sem stungið er á samfélagskýlum í beittri og vel byggðri frásögn. 429 bls. Forlagið - Mál og menning E F C Hljóðbók frá Storytel Hún á afmæli í dag Anders Roslund Þýð.: Elín Guðmundsdóttir Fimm rauð kerti á köku. Zana hlakkaði til og það hvarflaði ekki að henni að í lok dags yrði allt breytt. Það eina sem hún óskaði sér var að syngja: „Hún á afmæli í dag!“ Þegar lögreglumaðurinn Ewert Grens kemur í íbúðina fyllir óþefur vit hans. Hann á aldrei eftir að gleyma því sem blasir við honum. Tveimur áratugum síðar kemur hann aftur í sömu íbúð ... 511 bls. / H 14:19 klst. Ugla G Hýperíon eða einfarinn á Grikklandi Friedrich Hölderlin Þýð.: Arthúr Björgvin Bollason Hýperíon er þroskasaga ungs manns sem gerist á Grikklandi á 18. öld og er lýsing á viðleitni skáldsins til að ná fótfestu í heimi þar sem verðmæti á borð við ást og fegurð eru lítils met in. Sagan er rómantískur óður til náttúrunnar, áskorun um að vernda hennar miklu gersemar. Frásögnin er ljóðræn og tilfinningaþrungin, skrifuð með hjartablóði eins af fremstu ljóðskáldum Þjóðverja fyrr og síðar. Tímalaust og grípandi verk. 350 bls. Háskólaútgáfan D F Hættuleg sambönd Pierre Choderlos de Laclos Þýð.: Friðrik Rafnsson Í þessari frægustu bréfaskáldsögu allra tíma segir af Merteuil markgreifynju og Valmont vísigreifa, lífsreyndu og kaldrifjuðu aðalsfólki sem finnst vanta krydd í tilveruna. Þau ákveða að draga fólk á tálar ýmist sér til skemmtunar eða í hefndarskyni og skrifast á um árangurinn. Úr verður magnað manntafl þar sem allar hvatir og tilfinningar mannsins takast á. 672 bls. Ugla E F Istanbúl, Istanbúl Burhan Sönmez Þýð.: Ingunn Snædal Undir yfirborði hinnar töfrum slungnu borgar, í klefa fjörutíu, hírast fjórir fangar. Þar skiptast neminn Demirtay, læknirinn, rakarinn Kamo og Küheylan frændi á sögum um borgina fyrir ofan til að drepa tíma og hughreysta hver annan. Heillandi saga um mátt ímyndunaraflsins andspænis mótlætinu. 255 bls. Bjartur 41 Skáldverk ÞÝDD
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Bókatíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bókatíðindi
https://timarit.is/publication/1847

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.